Saga - 2008, Blaðsíða 239
sjóklæði úr skinnum og síðar skakskyrtur sem voru hinn eiginlegi ein-
kennisklæðnaður margra íslenskra karlmanna. Jafnframt rekur Æsa hugar-
farsbreytingar sem áttu sér stað á tímabilinu 1860–1960 varðandi líkama og
líkamlegt atgervi bæði karla og kvenna, sem og hvernig „[í]þróttir nútíma-
væddu líkamann, mótuðu hann og fegruðu, og skipti þá engu hvort íþrótt-
in var iðkuð undir þjóðlegum formerkjum eða alþjóðlegum“ (bls. 119).
Þáttur Sigurðar málara Guðmundssonar er mikill í bókinni, en hann er
Æsu augljóslega hugleikinn — og er titill bókarinnar t.a.m. tilvitnun í orð
hans. Það er ekki að ástæðulausu að Sigurður kemur hér mikið við sögu.
Hann var áhrifamikill hugsuður og fyrirferðarmikill í menningarlífi Íslend-
inga frá því um miðja 19. öld og tekst Æsu að varpa á ýmsan hátt nýju ljósi
á þennan merkilega mann og undirstrika stöðu hans sem listamanns og
áhrifamikils hönnuðar. Rannsóknir á störfum Sigurðar má finna í ýmsum
ritum og sýningum, svo sem eftir Lárus Sigurbjörnsson, að ógleymdri
sýningu Leikminjasafns Íslands, frá árinu 2003 (sjá www.leikminjasafn.is).
Tryggvi Magnússon er annar áhrifavaldur sem Æsa nefnir til sögunnar, en
hann var myndlistarmaður og einn af fyrstu hönnuðum Íslands og kynnt-
ist framsækinni myndlist í Þýskalandi á þriðja áratugnum. Þá hefur kven-
frelsisbaráttan djúpstæð áhrif á þróun klæðnaðar kvenna hér á landi líkt og
í Evrópu, en þær breytingar bárust nokkuð seint til landsins, eða eftir alda-
mótin 1900. Jafnframt bendir Æsa réttilega á það að ýmsir viðburðir hafi
haft sérstaklega mikil áhrif á umræðu um þjóðlegan klæðnað og í því sam-
bandi beri að nefna konungskomurnar 1874 og 1907, sem og Alþingis hátíð -
ina 1930. Að lokum varpar hún ljósi á þær breytingar sem áttu sér stað um
og eftir seinni heimsstyrjöld, þar sem kvikmyndir voru fyrirferðarmikill
áhrifavaldur. Umfjöllun Æsu um þróun íslensks fataiðnaðar er afar áhuga-
verð. Hún segir frá vexti hans og nýjungum, sem oft mátti sjá á iðnsýning-
um. Þá rekur hún þær hugmyndir sem að baki bjuggu, um vandaðar og
ódýrar flíkur handa landsmönnum, sem og til útflutnings, og varpar ljósi á
þá ímyndarsköpun sem unnin var jafnhliða, ekki síst með ljósmyndum í
tímaritum eins og Samvinnunni.
Til gagns og til fegurðar er vandað verk. Hér er um að ræða ákaflega
fallega bók og textinn er bæði fróðlegur og læsilegur. Bókin ber þess glögg
merki að mikil rannsóknarvinna liggur að baki henni og gerir það að verk-
um að hún er ekki einvörðungu falleg sófaborðsbók, heldur hefur hún einnig
mikið fræðilegt vægi. Öll meðferð mynda er til sóma og maður veltir því
fyrir sér hvort myndir hefðu ekki einfaldlega mátt vera fleiri í bókinni — og
jafnvel stærri. Á stöku stað hefði mátt tengja myndaval betur við megin -
frásögn textans og eins hefði verið gaman að sjá dæmi um myndir manna
á borð við Tempest Anderson. Fáeinar villur hafa slæðst inn í verkið og
m.a. rak undirritaður augun í það að rangt var farið með nafn hans í heim-
ildaskrá.
Það má benda á að mikil gróska hefur verið undanfarin ár í rannsókn-
um og miðlun sem tengist ljósmyndamenningu á Íslandi. Krafturinn í starfi
ritdómar 239
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 239