Jökull - 01.01.2005, Blaðsíða 72
Bergrún Arna Óladóttir et al.
with time. These compositional variations have en-
abled us to divide the 8400 year-long record into eight
periods, each lasting 500-1700 years. The data also
show that during prehistoric time the Katla volcano
produced greater volumes of differentiated magmas
(i.e. basaltic icelandite, dacite and rhyolite) than it has
during the last 11 centuries.
The frequency of basaltic eruptions and their
magma composition are unaffected by the occurrence
of felsic eruptions. However, the frequency of felsic
eruptions is highest at times when the basalt activity
is at its peak, suggesting a causal relationship.
Acknowledgements
This paper is based on a Master-study at the Labo-
ratoire Magmas et Volcans (LMV), CNRS-Université
Blaise Pascal in Clermont-Ferrand, financed by the
French government through a student’s grant (Bourse
d’étude no. 20035296). Michelle Veschambre and
Jean-Luc Devidal are genuinely thanked for their
great help with electronmicroprobe analyses. Support
for this work was provided by the French-Icelandic
collaboration programme “Jules Verne”; and the Ice-
landic Centre for Research, Rannís, which respec-
tively funded travel cost and microprobe analyses.
We are grateful to Magnús T. Guðmundsson and Sig-
urður Steinþórsson for their constructive review of the
manuscript.
ÁGRIP
Eldvirknin í Kötlueldstöðinni á Eystra gosbeltinu (1.
mynd) einkennist af basískum þeytigosum á sprung-
um sem opnast undir jökli. Gosefnin eru gjóska með
háu járn- og títanmagni. Gjóskulagaskipan í samsettu
jarðvegssniði austan eldstöðvarinnar og efnasamsetn-
ing Kötlugjóskunnar varpa ljósi á gossögu og þróun
kviku á Nútíma. Alls fundust 208 gjóskulög frá 8400
ára tímabili í þessu samsetta jarðvegssniði, 18 þeirra
frá sögulegum tíma og 190 frá forsögulegum tíma
(2.–4. mynd; 1. og 3. tafla). Aðalefni voru greind í
rúmum helmingi þeirra, eða 126 gjóskulögum af 208.
Af þessum 126 gjóskulögum eru 109 úr basaltgjósku
með háu járn- og títanmagni dæmigerðu fyrir Kötlu-
eldstöðina (5. og 6. mynd), en í 7 þessara gjóskulaga
eru að auki stöku korn af súru gleri. Tvö gjóskulög
teljast vera basaltískt andesít en járn og títan er álíka
hátt og í basaltinu. Í samsetta jarðvegssniðinu fundust
einnig 10 súr Kötlulög (SILK-lög) frá forsögulegum
tíma (mynd 4a).
Helmingur Kötlugosa á sögulegum tíma (síð-
ustu 11 öldum), eða 10 af 20 Kötlugosum, skildu
eftir gjóskulag austan Kötlueldstöðvarinnar. Fjöldi
basískra Kötlulaga í samsetta jarðvegssniðinu bend-
ir til að gostíðni á forsögulegum tíma hafi verið hærri
en á sögulegum tíma. Ef ríkjandi vindáttir voru þær
sömu á forsögulegum tíma gæti gostíðnin þá hafa ver-
ið tvöfalt hærri, þ.e. 4 Kötlugos að meðaltali á hverj-
um hundrað árum í stað tveggja eins og verið hefur
á sögulegum tíma. Þá er jafnframt líklegt að basísk
Kötlugos síðustu 8400 árin séu yfir 300 talsins. Hæst
var gostíðnin á tveim tímabilum fyrir u.þ.b. 2500–
4500 árum og u.þ.b. 7000–8400 árum (7. og 8. mynd),
og það gildir bæði um basísku og súru Kötlugosin.
Efnasamsetningu Kötlugjóskulaganna ber vel
saman við efnagreiningar á gosefnum frá Kötlukerf-
inu sem áður hafa verið birtar (6. mynd). Snöggar
breytingar á aðalefnasamsetingu basískrar Kötlukviku
afmarka 8 mislöng tímaskeið í þróun kvikunnar (7.
mynd og 4. tafla) þar sem efnasamsetningin er ýmist
stöðug, sveiflast óreglulega eða breytist kerfisbundið
með tíma. Breytileikinn er innan þeirra marka sem
áður voru þekkt en tengsl tímaþáttar og efnasamsetn-
ingar munu varpa frekara ljósi á þróun Kötlukvikunn-
ar síðustu 8400 ár.
Aldurslíkan fyrir forsögulega hluta jarðvegssniðs-
ins tekur mið af upphleðsluhraða jarðvegs milli
gjóskulaga sem tímasett hafa verið með geislakols-
greiningu (1. og 3. tafla). Lengsti tími milli þess
að Kötlugjóskulög féllu á þessu svæði er 164 ár og
skemmsti tími er 2 ár. Sé gert ráð fyrir að jarð-
vegssniðið geymi helming gjóskulaganna má ætla að
lengsta goshlé hafi verið um 80 ár og það skemmsta
um 1 ár. Lengsta goshlé á sögulegum tíma er 95 ár,
að frátöldu > 200 ára goshléi eftir Eldgjárgos á 10.
öld. Gostíðnin síðustu aldirnar er sú lægsta í gos-
sögu Kötlu á síðustu 8400 árum (9. mynd) og vekur
upp spurningar um hvort virkni eldstöðvarinnar sé að
dvína. Það útilokar þó ekki gos á næstu árum eða ára-
tugum.
72 JÖKULL No. 55