Jökull


Jökull - 01.01.2005, Blaðsíða 165

Jökull - 01.01.2005, Blaðsíða 165
Jöklabreytingar 2003–2004 Drangajökull Kaldalónsjökull – Indriði á Skjaldfönn segir í mæl- ingaskýrslu: „Mikið umrót hefur orðið í haust við skriðjökulssporðinn vegna óvenjulegra vatnavaxta í haustrigningum, m.a. er þverlínuvarða horfin en það kom ekki að sök. Mórilla færir sig enn til suðurs und- an sporðinum og fellur fram í einu lagi. Afar mik- il þynning er á sporðinum öllum, enda voru sumar- hlýindi og sólfar með ólíkindum. Farið er að móta fyrir brúnarhjallanum aftur sem Úfurinn var hluti af og horfur á að land allt sem fór undir jökul nýverið, endurheimtist á næsta áratug, ef heldur sem horfir um sumargæsku.“ Í árferðispistli sínum í nóvember 2004 segir Indriði: „Veðurfar frá áramótum til vors var mjög gott þó ekki jafnaðist það á við sama árstíma í fyrra. Dá- lítinn snjó gerði í janúar og febrúar, síðan gott og voraði vel. Þurrkar í júní og fram í júlí töfðu tún- sprettu. Heyskapartíð fágætlega góð, suðlægar áttir, hægar, þurrviðri og helst að vantaði vætu fyrir háar- sprettu og berjavöxt. Vikan 8.–14. ágúst var, hvað hlýindi snerti, ekki lík neinu því sem ég hef lifað hérlendis. Skafheiðríkt alla dagana og lítt bærilegur hiti fyrir fólk og fénað. Tíunda ágúst fór hitinn vel yfir 28◦C og fimmtudag og föstudag yfir 26 gráður. Nánast allir lækir þrutu um þetta leyti, því fannir allar hér í brúnum löngu horfn- ar. Skjaldfönn þraukaði þó til 16. ágúst. Tún þurrk- brunnu, úthagi gulnaði upp og nýbúarnir hér í dalnum, holugeitungar, létu mikið að sér kveða. Ódöngun víða í aðalbláberja- og bláberjalyngi sökum maðks. Berja- spretta annars með fádæmum, einkum voru bláber yf- irgengileg. Vöxtur trjágróðurs afar mikill og árssprot- ar eins og best gerist á viðurkenndustu skógræktar- svæðum. Í lok ágúst fór að rigna og gerði þrjú eða fjögur fádæma vatnsveður í september og október svo vatnavextir urðu þvílíkir að fara verður hálfa öld aftur í tímann til að jafna við. Selá braut t.d. bakka sína og rauf fyrirhleðslugarða. Tíð í haust annars mild og hretlaus til veturnótta. Þrátt fyrir óvenjulega þurrka vour dilkar með besta móti hér og vegur þar líklega þyngst afbragðs vor sem kom óvenju bráðri döngun í allar skepnur og má þar ekki gleyma fuglum sem allt lék í lyndi hjá m.a. rjúpu sem er nú aftur farin að sjást svo minnir á það sem fyrrum var. Af einhverjum ástæðum hafa mýs þó ekki tímgast í takt við góðærið, alla vega ber flestum hér um slóðir saman um að þær séu miklu minna uppáþrengjandi en síðast haust og vetur. Í raun má segja að hvað veð- ursæld síðustu tveggja ára snerti, höfum við hér um slóðir flust um set austur undir Eyjafjöll.“ Reykjarfjarðarjökull – „Sporðurinn er brattur og jökulvatnið virðist koma frekar með jökulsporðinum en undan honum miðjum eins og áður fyrr. Vatnið er aurugt og í sumar var frekar mikið vatn í Reykjar- fjarðarósi enda sumarið gott. Leysingin náði hátt upp á jökulinn, er nú aðeins að verða eftir vetrarsnjór á hæsta hluta jökulsins í lok sumars.“ skrifar Þröstur Jó- hannesson í skýrslu sína. Það virðist vera algengt að framrásandi jökull vilji víkja vatninu út til hliðanna. Hnúfulaga sporðurinn virkar sem stífla á vatnsrennsl- ið með botni jökulsins. Þótt hér sé augljóslega um framhlaup að ræða er það ekki nærri eins mikið og í Leirufjarðar- og Kaldalónsjökli né eins mikið og síð- asta framhlaup Reykjarfjarðarjökuls sem stóð yfir árin 1934–1939 og nam tæpum kílómetra. Þótt jökullinn hafi ekki byrjað að ganga fram í sporðinn fyrr en 2002 gefa ljósmyndir til kynna að hreyfing hafi verið komin á hann ofanverðan þegar 1995. Norðurlandsjöklar Gljúfurárjökull – Árni Hjartarson skrifar eftirfarandi í bréfi: „Farið var í fyrstu göngur í Sveinsstaðaafrétt þann 4. september og mun aldrei hafa verið gengið jafn snemma og í ár og þar með er mæling Gljúfurár- jökuls einnig gerð óvenju árla hausts. Aðstæður við jökulinn voru þær að allur snjór frá síðasta vetri var horfinn bæði úr árgljúfrinu og frá jökulröndinni. Það eina sem eftir er af vetrarsnjónum eru smáfyrningar sem liggja hátt uppi á jökli neðan undir Blekkli og undir hjarnbrekkunum sitt hvoru megin við hann. Viðmiðunarsteinninn sem merktur var 2003 var á sínum stað og merkin á honum vel sýnileg en þau þyrfti að endurmála á næsta ári. Áll úr ánni rann sitt- hvoru megin við steininn. Aðalállinn er 8 m aust- ur af honum. Stefnuvarða sem hlaðin var í fyrra er horfin í ána. Áttavitastefna frá viðmiðunarsteininum í mælipunkt við jökulrönd er beint í suður. Fjarlægð í jökulinn frá steininum reyndist 47,7 m (mælt með nýju 60 m málbandi). Í fyrra (2003) var þessi fjarlægð 24 m. Jökullinn hefur því hörfað um JÖKULL No. 55, 2005 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.