Jökull


Jökull - 01.01.2005, Side 168

Jökull - 01.01.2005, Side 168
Oddur Sigurðsson Skeiðarárjökull miðja – Allur jökullinn þynntist áber- andi í sumar og Hannes bendir á að haftið sem lokar Skeiðará frá Gígjukvísl styttist. Skeiðarárjökull austur - Jökullinn hefur lækkað frá miðmælilínu í átt að Jökulfelli en er úfinn þar fyrir vestan. Ekki varð komist í austasta merkið um haust- ið vegna þess að Skeiðará umkringdi staðinn. Þar var mælt í staðinn í febrúar 2005. Hann hafði þá skrið- ið fram og hækkað töluvert eins og honum hafi verið ýtt upp. Skeiðará heldur sér langt frá Skaftafellsheiði og varnargörðum að austan og rennur einungis undir vesturhluta Skeiðarárbrúar. Morsárjökull – Mælingin var ónákvæm eins og í fyrra vegna lóns sem liggur með mestöllum sporðinum. Skaftafellsjökull, Svínafellsjökull, Virkisjökull og Fall- jökull – Guðlaugur telur að jöklarnir hafi minnkað meira en mælingin segi til um. Víða eru að koma fram klettar þar sem jöklarnir falla fram af hálendinu. Ragnar þjóðgarðsvörður fylgdi Guðlaugi til mælinga. Helgi og Hálfdan Björnssynir á Kvískerjum komu við mælingum á aðeins þrem jökulsporðum. Engu að síður athuguðu þeir aðra mælistaði og úrskurðuðu þar ómælandi. „Syðsti hluti Kvíárjökuls frá Kvíármýrarkambi og um það bil miðsvæðis – að sjá frá Kambsmýrarkambi – er aðmestu sokkinn í samfellt lón, sem er þó enn að meirihluta þakið lágum grjótjökulsblokkum, sem ná lítið upp úr vatninu. Austan við þessa háu grjótjök- ulsöldu tekur við myndarlegur lónpollur og svo aust- an við hann og austur að farveginum er talsverð spild af grjótjökli... Vestan við háu grjótjökulsölduna tekur við hvítur og hreinn jökull. Þar eru áberandi hringlaga holur eða brunnar á alllöngu svæði... sem virðist vera staðbundið einkenni á Kvíárjökli. Þar sýnist jökullinn að mestu laus við sprungur.“ „Sporður Hrútárjökuls sýnist liggja í dvala undir sínu þykka aurlagi. Ofan við það, þar sem hvíti jökull- inn tekur við, hefur hann sýnilega illa þolað hlýindin undanfarið og bráðnað ofan af honum óvenju mikið ef miðað er við klettinn í miðjum jöklinum suður af Sauðafelli.“ „Sporður Fjallsjökuls fellur nú að mestum hluta ofan í Fjallsárlón. Að austanverðu mætir hann lón- inu þar sem Breiðá fellur í það og nær orðið vestur á móts við Sprekalónið ofan við Sprekalónsöldu. Í vestur enda þess rennur nú frá Hrútárjökli allmyndar- leg kvísl, sem hefur grafið sér djúpan farveg eða gil, að heita má meðfram Fjallsjökli, og lokar leiðinni þar. Tók þá af mælingarstaðinn upp af Gamlaseli. Fjallsárlón hefur því stækkað mjög mikið í sum- ar. Þar sem jakablakkir þöktu þann hluta mikið í fyrra (2003) eru nú aðeins fáir og smáir jakar eftir en sýna þó að talsvert dýpi er á þessum hluta. Eins og sést á mælingunni á Fjallsjökli við Breiðamerkurfjall hefur hann einnig hörfað þeim megin, meira en við höfum dæmi um áður.“ „Þegar horft er frá Bæjarskersbrún austur yfir Breiðamerkurjökul nú í október ber jaðar hans aust- ast á móts við hæstu ölduna í Nýjaseli. Fyrir einu ári (2003) bar þann enda vestast á móts við Hálf- danaröldu. Þegar við bræður mældum Breiðamerkurjökul næst Breiðamerkurfjalli, kom í ljós, þar við jökuljað- arinn, þétt leirlag í grunnum farvegi. Í því sáust víða gróðurleifar, mest víðigreinar.“ Rjúpnabrekkujökull – Í skýrslu Smára Sigurðssonar segir svo: „Líkt og í fyrra var hægt að mæla jökul- sporðinn með nokkru öryggi. Mjög lítil vetrarákoma var á jöklinum eftir veturinn. Nokkrum sinnum kom ég að jöklinum í vetur og var minni snjór á hon- um en oft áður. Svo mjög var snjórinn lítill á þessu svæði í vetur að erfiðlega reyndist að komast á vél- sleða í Gæsavötn eftir hefðbundnum leiðum. Mun meira snjóaði á norðanverðum Sprengisandi en norð- an Bárðarbungu. Opnað var fyrir umferð bíla í fyrstu viku júní en það er að öllu jöfnu ekki opnað fyrr en viku til 10 dögum af júlí. Gróður í Gæsavötnum, sem eru í 920m y.s. var með daprara lagi þá fyrst og fremst vegna þurrka.“ SUMMARY Glacier variations 1930–1960, 1960–1990 and 2003–2004 The winter of 2003–2004 was again very warm with considerable precipitation, yet highland outlet glaciers did not retain very much snow. The sum- mer of 2004 was also well above average in tempera- ture so all glaciers experienced negative mass bal- ance. Glacier variations were measured at 46 loca- tions. Four glacier snouts advanced, one due to surg- ing, one snout was stationary, and the rest retreated. 168 JÖKULL No. 55, 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.