Jökull - 01.01.2005, Blaðsíða 180
Magnús Tumi Guðmundsson
að var hvort koma mætti samskonar fastmerki fyrir á
hinum nýja tindi sem skotið hefur upp kollinum aust-
an Pálsfjalls (og lagt hefur verið til að fái nafnið Hús-
bóndi í höfuðið á Jóni Eyþórssyni). Það tókst þó ekki
því hvergi var fastan klett að finna.
12. Vitjað var um veðurstöðvar Landsvirkjunar og
Jarðvísindastofnunar á Tungnaárjökli, Bárðarbungu,
Brúarjökli og Gæsaheiði við Hoffellsjökul.
13. Unnið var einn dag við íssjármælingar vestan
Esjufjalla og Mávabyggða.
14. Unnið var að venjubundnu viðhaldi á gufuraf-
stöðvum á Grímsfjalli auk þess sem sett var upp fast,
síritandi GPS tæki og nýr hallamælir. Að auki var
komið fyrir úrkomumæli til að hafa þar yfir sumarið,
eins og undanfarin ár.
Oft er mikið verk í vorferðum að moka frá húsun-
um og brjóta af þeim ísingu. Í fyrra var ísingin t.d.
meiri en nokkru sinni áður. Nú var þessu þveröfugt
farið, ísing með alminnsta móti. Því gekk greiðlega
að hreinsa frá húsunum og tókst að bera viðarvörn ut-
an á allar hliðar allra húsanna. Langt er síðan þetta
gerðist síðast, norðurhliðar eru yfirleitt undir snjó á
þessum árstíma.
Til nýjunga má telja að Hägglund snjóbíll Lands-
virkjunar var ekki með í för enda hafa honum ver-
ið fengin ný verkefni við Kárahnúka. Landsvirkjun
studdi þó vel við þessa ferð eins og verið hefur um
áratugi, og útvegaði annan snjóbíl. Var það bíll HSSR
og reyndist hann vel í alla staði. Er sá bíll firna öflugur
troðari með mikilli tönn. Kom hún sér mjög vel niðri
í Grímsvötnum. Þar gerði Hlynur snjóbílsstjóri gryfj-
ur niður að öskulaginu svo mæla mætti þykkt þess.
Eldsneyti var nú að mestu flutt í þar til gerðum kálf-
um og þótti koma vel út. Vegagerðin styrkti leiðangur-
inn með fjárupphæð til eldsneytiskaupa eins og oft áð-
ur. Auk sjálfboðaliða JÖRFÍ tóku starfsmenn Jarðvís-
indastofnunar Háskólans, Veðurstofunnar og Lands-
virkjunar þátt í ferðinni. Einnig var með okkur ungur
vísindamaður frá Spáni, sem hingað kom til að fræð-
ast um gosmyndanir í jökli.
ÞátttakendurAllan tímann voru: Alexander Jarosch, Ág-
úst Hálfdánarson, Björn Oddsson, Erik Sturkell, Eiríkur
Lárusson, Finnur Pálsson, Guðrún Larsen, Hálfdán Ág-
ústsson, Hannes Haraldsson, Hlynur Skagfjörð, Hrafnhildur
Hannesdóttir, Jósef Hólmjárn, Katrín Auðunardóttir, Leif-
ur Jónsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Magnús Hall-
grímsson, Magnús Þór Karlsson, Miguel Angel de Pablo,
Sjöfn Sigsteinsdóttir, Snævarr Guðmundsson, Sveinbjörn
Steinþórsson, Þorsteinn Jónsson, Þóra Karlsdóttir og Þór-
dís Högnadóttir.
Hluta tímans (föstud.-mánud.) voru: Anna Líndal, Arnar
Már Vilhjálmsson, Óli Grétar Blöndal og Stefán Bjarnason.
Stefán Bjarnason, Magnús Hallgrímsson og Leif-
ur Jónsson á Tungnaárjökli. – On Tungnaárjökull.
Ljósm./Photo. Magnús T. Guðmundsson.
Summary
The 2005 spring expedition of the Glaciological Soci-
ety to Vatnajökull took place on June 3–12. The num-
ber of participants who stayed a full week was 24,
while 4 left on June 6. Accommodation was in the re-
search station of the Society at Grímsfjall, on the rim
of the Grímsvötn caldera. The largest task of the ex-
pedition was to study the crater formed in the eruption
of Grímsvötn in November 2004 and map the distri-
bution of the tephra layer. Various other projects were
carried out: mass balance measurements, mapping of
Gjálp, Grímsvötn and the Skaftár Cauldrons, servic-
ing of automatic weather stations, radio-echo sound-
ings and GPS measurements of crustal movements.
180 JÖKULL No. 55, 2005