Jökull


Jökull - 01.01.2005, Blaðsíða 172

Jökull - 01.01.2005, Blaðsíða 172
Magnús T. Guðmundsson Sigsteinsdóttir. Endurskoðendur félagsins voru Elías B. Elíasson og Árni Kjartansson. Alexander Ingimarsson sá um félagaskrá og var að auki umsjónarmaður húsnæðis í Mörkinni 6. FÉLAGATAL Skráðir félagar eru nú 469. Heiðursfélagar eru 12, al- mennir félagar 392, fjölskyldufélagar 8, fyrirtæki og stofnanir 42 og námsmenn 8. Einnig eru um 50 bréfa- félagar auk þess sem Jökull er sendur 7 fjölmiðlum og erlendir áskrifendur eru rúmlega 60. FJÁRMÁL Eins og undanfarin ár er hagur félagsins vel viðun- andi. Fastir tekjustofnar eru félagsgjöldin, erlendar áskriftir Jökuls og gistigjöld í jöklahúsum verður að telja með hér. Að auki hafa styrkir til útgáfu Jök- uls komið frá ráðuneytummennta- og umhverfismála. Þá hefur Vegagerðin lagt fram fé til eldneytiskaupa í Vorferð í allmörg ár. Á þessu ári fékkst að auki styrkur frá Ferðamálaráði til borunar eftir neysluvatni í Jök- ulheimum, 500 þús. kr., og 200 þús. kr. styrkur kom frá Skaftafellsþjóðgarði til endurbóta á hreinlætisað- stöðu á Grímsfjalli. Stærstu útgjaldaliðirnir eru út- gáfa Jökuls, rekstur jöklahúsanna og rekstur bílsins. Öðru hvoru fást tekjur af bílnum þegar hann hefur ver- ið leigður í mælingaverkefni. RANNSÓKNIR Rannsóknir sem félagið kom að fóru einkum fram í vorferð á Vatnajökul og í sporðamælingum félags- manna. Þá skipulagði félagið ferð á Grímsfjall í ágúst vegna endurmælingar landmælinganetsins fyrir land- ið. Að auki studdi félagið beint og óbeint við fleiri verkefni. Vorferð Vorferðin tókst mjög vel enda veður með eindæmum gott allan tímann. Ferðin var farin 4.–12. júní og farið um Jökulheima eins og oftast áður. Ferðin var með fjölmennara móti, 22 voru allan tímann en 7 manns voru hluta hans. Gerð var grein fyrir ferðinni í ferða- lýsingu í 54. árgangi Jökuls og því ekki fjölyrt um hana hér. Þess skal þó getið að Landsvirkjun lagði til snjóbíl, mann og önnur farartæki eins og svo oft áður, og Vegagerðin studdi eldsneytiskaup og annan flutningskostnaðmeð fjárframlagi. Ferð í Grímsvötn vegna endurmælingar grunnn- etsins Félagið tók þátt í endurmælingu grunnnets Landmæl- inga Íslands með því að flytja mælingamenn á Gríms- fjall 7.–10. ágúst. Tveir félagar fóru á Fordinum og öðrum bíl. Mælingarnar tókust vel en vandræði með mengaða olíu urðu til þess að erfiðlega gekk að koma Fordinum niður. Var hann sóttur á Skálafellsjökul nokkru síðar. Sporðamælingar Sporðamælingar voru með svipuð sniði og undanfarin ár. Eins og undanfarin ár hopa allir mældir jöklar utan tveir, Reykjarfjarðarjökull í Drangajökli og Búrfells- jökull á Tröllaskaga, inn af Svarfaðardal. Mælinga- menn eru fjölmargir en Oddur Sigurðsson heldur sem fyrr utan um mælingarnar fyrir félagið. Afkomumælingar, veðurathuganir og íssjármæl- ingar Afkomumælingar Landsvirkjunar og Jarðvísinda- stofnunar Háskólans á Vatnajökli og Langjökli héldu áfram eins og undanfarin ár og það sama gilti ummæl- ingar Orkustofnunar á Hofsjökli og Þrándarjökli. Fé- lagið leggur mælingum á Vatnajökli lið með vinnu í vorferðum en á að öðru leyti ekki aðild að þessari vinnu. Landsvirkun og Jarðvísindastofnun Háskólans hafa í nokkur ár rekið sjálfvirkar veðurstöðvar á Vatnajökli og var þeim mælingum haldið áfram ár- ið 2004. Að auki unnu sömu aðilar að því að staga í göt íssjármælinetsins á suðaustanverðum jöklinum. Er það verk langt komið. Grímsvatnagos og Skeiðarárhlaup Merkasti atburður í ríki jöklanna á síðasta ári var án efa eldgosið í Vatnajökli og Skeiðarárhlaupið sem kom því af stað. Gosið kom ekki á óvart því mælingar höfðu sýnt að eldstöðin þandist út allar götur frá gos- inu 1998 og síðastliðið sumar var þenslan orðin svip- uð og var fyrir það gos. Einnig hafði jarðskjálftavirkni vaxið og jarðhiti. Síðastliðið sumar náði vatnsborð 172 JÖKULL No. 55, 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.