Jökull


Jökull - 01.01.2005, Blaðsíða 167

Jökull - 01.01.2005, Blaðsíða 167
Jöklabreytingar 2003–2004 lega skarð fyrir skildi. Flekarnir yfir ánni voru götótt- ir eða horfnir og urðin meira eða minna auð á stórum köflum. Þegar við komum upp að jöklinum þekkt- um við hvorki haus né sporð. Við voru lengi að átta okkur á aðstæðum og það tók drjúgan tíma að finna merkið næst jökulsporðinum. Framan við sporðinn var nú gríðarleg stórgrýtisurð eða jökulruðningur og mikil grjótröst lá skáhalt upp á jökulinn auk þess sem hann var allur þakinn grjóti. Við höfðum ekki séð hann svona áður. Hann hafði samkvæmt mælingum hopað um 5 m en það var líka eitthvað annað sem hafði gerst. Fönnin var horfin og klakinn var kominn í ljós. Það var nokkurn veginn á hreinu hvar sporður- inn endaði undir ruðningnum. Nú varð okkur ljóst að svona sporðamælingar eru ekki heimsins nákvæmustu vísindi. Að hafa eitt merki og síbreytilegar aðstæður kann ekki góðri lukku að stýra. Það skemmtilega við þetta verkefni er þó það að þessi ágæti jökull er alltaf að koma okkur á óvart. Stundum er fönn yfir sporðinum eftir góð sumur, stundum er allt í gljáandi jökulklaka og nú síðast vor- um við ráðvilltir eins og Lísa í Undralandi.“ Slíkar aðstæður sem hér er lýst koma einkum fyr- ir við litla jökla. Þeir eru stundum svo árum skiptir á kafi í snjó frá sporði upp í efstu drög og á það við um flesta jökla norðanlands. Þá er mikilvægt að nota þau tækifæri sem gefast eftir snjórýran vetur og gott sumar að sjá jökulinn beran og mæla. Langjökull Geitlandsjökull í Þjófakróki – Jökullinn er allhreinn og sléttur á þessum slóðum þegar komið er 100 m inn fyrir jaðarinn. Kerlingarfjöll Loðmundarjökull eystri – Mælt var að jöklinum við stóran íshelli þar sem út rann lækur. Jökullinn er rytju- legur á jaðrinum. Hofsjökull Blágnípujökull – Lónið við jökulinn stækkar með hverju ári og stendur jökulsporðurinn út í lónið og áin er horfin. Sett var upp nýtt merki nr. BLA-2004-1. Nauthagajökull – Jökullinn hefur lækkað geysilega frá í fyrra. Múlajökull – Á tveim mælistöðum við framanverðan jökulinn hafði sporðurinn fjarlægst merkin og sýndi ekki á sér neitt fararsnið. Við Hjartafellið mældist jaðar jökulsins hins vegar mun framar en í fyrra með breyttu yfirborði án þess þó að nokkuð bendi til fram- hlaups jökulsins. Sátujökull á Lambahrauni – Hér var bætt við nýju merki á stórum steini (1,5 mannhæð) með smá vörðu. Árið 1984 var jökulröndin rétt neðan við steininn, en 1992–1993 var hann á kafi í snjó. Sátujökull sunnan Eyfirðingahóla – Skálakvíslin var ófær bílum svo að ganga varð á jökli að mælilínu. Aurborna svæðið neðst á jöklinum mjókkar sífellt. Jökullinn er sléttur og sprungulaus eins langt og séð verður. MÝRDALSJÖKULL Sólheimajökull – rennur í bugðumniður eftir dal. Ekki tekst alltaf að leggja mælilínur svo að þær elti flótta- leið jökulsins nákvæmlega. Þeim þarf þá að breyta og endurmeta afstöðu. Sums staðar, svo sem við Sól- heimajökul, hafa verið settar niður fleiri mælilínur til að bæta úr þessum vanda. Einar og Gunnlaugur gera grein fyrir þessu í sinni ýtarlegu skýrslu. „Vegna þess að þessi mælilína er nokkuð samhliða jöklinum á kafla hefur einnig verið mælt frá stóra steininum sem áber- andi er á aurunum og sýndur er á 1. mynd í greinar- gerðinni frá 2001. Mælingar frá þeim stað hafa ver- ið gerðar frá árinu 2001. Frá stóra steininum í jökul eru nú 420 m en haustið 2003 var fjarlægðin 333 m. Hop á þessum stað er því 87m.“ Samkvæmt útgefnum tölum í Jökli á þessu sama tímabili hefur jökuljaðar- inn hopað um 329 m. Þarna munar nokkru en yfirleitt jafnast þessi munur með tímanum. Tvö síðustu ár hef- ur sporður Sólheimajökuls fjarlægst merkin um tæpa 200 m og hafa engin tvö samliggjandi ár verið jöklin- um jafnhörð síðan mælingar hófust árið 1930. VATNAJÖKULL Síðujökull – Ekki vannst tími til mælingaferðar um haustið og var því farið í apríl 2005 að þessu sinni. Skeiðarárjökull vestur – Fjarlægðin milli merkja og jökuls mældist sú sama og í fyrra þótt jökullinn hafi lækkað mikið. Nú sáust í fyrst sinn skil milli jökuls og sandaldna alla leið vestur að Súlu. Súluupptök eru á austurleið. Hannes telur að Súla skili sér öll í Gígju- kvísl áður en langt um líður. JÖKULL No. 55, 2005 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.