Jökull


Jökull - 01.01.2005, Blaðsíða 163

Jökull - 01.01.2005, Blaðsíða 163
Data report Jöklabreytingar 1930–1960, 1960–1990 og 2003–2004 Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík; osig@os.is YFIRLIT — Veturinn 2003–2004 var mjög hlýr að því er kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Sumarið var einnig mjög hlýtt og þannig árið í heild afar hlýtt en þó ekki nærri eins og árið á undan. Vetrarúrkoma var yfir meðallagi en engu að síður var snjólétt víðast á hálendinu vegna hlýindanna. Sumarúrkoman var nærri meðallagi. Gefur auga leið að ekki vegnar jöklunum vel þegar svona viðrar. Jafnan er talið að þeir veðurþættir sem mest áhrif hafa á afkomu jökla séu lofthiti að sumri og úrkoma að vetri. Ekki má þó líta fram hjá því að lofthiti hefur mikið að segja í upphafi vetrar og vetrarlok, það er að segja styttir veturinn í reynd hvað jökulinn varðar. Mælingar á jöklum undanfarin ár sýna að sumarafkoman, sem er mest háð hitanum, sveiflast meir en vetrarafkoman, sem aftur byggist mest á úrkomunni. Þetta má lesa út úr töflu 1 hér að neðan. Þannig virðist hitafar hafa úrslitaáhrif á vöxt og viðgang íslenskra jökla. Kemur það heim við reynslu kynslóðanna hér á landi svo langt sem sögur ná. Hugað var að 46 stöðum við jökulsporða. Langflestir halda áfram að rýrna enda litlar líkur til annars í svoddan árferði. Framrás mældist á 4 stöðum og hefur hver sína skýringu sem er þó ekki augljós í öllum tilvikum. Á einum stað mældist engin breyting. AFKOMUMÆLINGAR Hér fylgja í töflu 1 afkomutölur hvers árs frá 1988 fyrir norðurhlið Hofsjökuls (Sátujökul) og austur- (Þjórsárjökul) og suðvesturhliðina (Blágnípujökul) frá 1989 samkvæmt mælingum Orkustofnunar (Oddur Sigurðsson, 1989, 1991 og 1993; Oddur Sigurðsson og Ólafur Jens Sigurðsson 1998; Oddur Sigurðsson og fl. 2004). Í neðstu línu fyrir hvern jökul er saman- tekt meðalvetrarafkomu, meðalsumarafkomu, saman- lagða ársafkomu og meðalhæð jafnvægislínu frá upp- hafi þessarra mælinga. Þar kemur í ljós aðmest snjóar á Þjórsárjökul. Þar leysir líka mest og jafnvægislína því þar mun neðar en til norðurs og suðvesturs. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Snæfellsjökull Nú hrökk Hyrningsjökull undan í stóru stökki sem beðið hefur verið eftir í nokkur ár. Síðan 1997 hef- ur sporðurinn fjarlægst mælingamerkin óverulega þótt jökullinn í heild hafi rýrnaðmikið að sögn Hallsteins. Því olli þykkt aurlag fremst á sporðinum sem kom í veg fyrir að ísinn bráðnaði í samræmi við lofthita. Nú hefur það svæði hreinlega slitnað frá jöklinum og verður enn um sinn 15–20 m hár, óhreinn íshaugur spölkorn framan við jökulinn. Tafla 1. AFKOMA HOFSJÖKULS – MASS BALANCE OF HOFSJÖKULL Ár Flatar- Vetur Sumar Árið Jafnv.- mál lína Year area Winter Summer Net ELA km2 m m m (m y.s.) Sátujökull 1987–1988 90,6 1,31 -2,27 -0,96 1330 1988–1989 90,6 1,74 -1,24 0,50 1190 1989–1990 90,6 1,45 -2,05 -0,60 1340 1990–1991 90,6 1,94 -3,35 -1,41 1490 1991–1992 90,6 1,87 -0,81 1,06 1160 1992–1993 90,6 1,77 -0,86 0,91 1165 1993–1994 90,6 1,86 -1,62 0,24 1250 1994–1995 85,4 1,72 -2,30 -0,58 1320 1995–1996 85,4 1,60 -2,37 -0,78 1340 1996–1997 85,4 1,13 -2,18 -1,05 1410 1997–1998 85,4 1,17 -1,73 -0,56 1360 1998–1999 81,6 1,44 -1,70 -0,25 1250 1999–2000 81,6 1,02 -2,36 -1,34 1410 2000–2001 81,6 1,26 -1,84 -0,58 1340 2001–2002 81,6 1,14 -2,14 -1,00 1340 2002–2003 81,6 1,76 -2.74 -0.98 1380 2003–2004 81,6 1,21 -2.57 -1.36 1420 1987–2004 1,49 -2,01 -8,73 1323 JÖKULL No. 55, 2005 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.