Jökull


Jökull - 01.01.2005, Blaðsíða 181

Jökull - 01.01.2005, Blaðsíða 181
Society report Húsbóndi Magnús Tumi Guðmundsson Fyrir nokkrum árum fór að brydda á skeri í Vatna- jökli skammt austan Pálsfjalls. Er það sunnan í breið- um jökulhrygg sem nær nokkra kílómetra frá Pálsfjalli norðaustur í jökulinn. Pálsfjall og umhverfi þess er á ákomusvæði Síðujökuls en hann hljóp fram 1994. Væntanlega á þynning ákomusvæðisins í framhlaup- inu stærstan þátt í því að skerið kom í ljós. Vorið 2004 var skerið um 100 m á lengd og e.t.v. 30 m á breidd. Bergið virðist vera straumflögótt rýólít, svip- að því sem sést í Pálsfjalli. Engar heimildir eru um að sker þetta hafi sést fyrr en á síðustu árum. Hæð skers- ins var mæld í vorferð JÖRFÍ 2003 og reyndist hún 1366 m. Hæð Pálsfjalls er 1332 m þ.a. að skerið er 34 m hærra. Hnit skersins eru 64◦17.73’N, 17◦39.40’V. Þó skerið láti lítið yfir sér er ekki allt sem sýnist. Íssjármælingar (Helgi Björnsson, 1988) leiddu í ljós að Pálsfjall og hryggurinn norðaustan þess eru topp- urinn á fjalli sem rís um 700 m yfir botninn umhverfis. Ef jökullinn rýrnar áfram má því búast við myndar- legu jökulskeri á þessum stað í framtíðinni. Sker þetta hefur ekki enn hlotið nafn. Næstu jök- ulsker heita eftir þeim Þórði Þorkelssyni Vídalín og Páli jökli Pálssyni, sem hvor með sínum hætti lögðu fram markverðan skerf til könnunar og skilnings á jöklum á Íslandi. Því væri við hæfi að skerið ofan Pálsfjalls fái nafn sem tengist manni sem lagði drjúg- an skerf til jöklarannsókna, þ.e. Jóni Eyþórssyni. Í stað þess að fjallið nefnist beint eftir Jóni mætti það einfaldlega heita Húsbóndi. Jón Eyþórsson stofnaði Jöklarannsóknafélagið og kom á reglubundnum rann- sóknum á Vatnajökli. Jökullinn ásamt Jökulheimum og umhverfi þeirra hlaut nafniðGrímsvatnahreppur og þar hafði Jón sæmdarheitið Húsbóndinn. Jón leyndi á sér því hann var maður fádæma afkasta sem sinnti margháttuðum ritstörfum, rannsóknumog félagsstörf- um samhliða starfi sínu sem veðurfræðingur á Veð- urstofunni. Skerið ofan Pálsfjalls leynir einnig á sér því það er hæsti tindur mikils fjalls. Spár um lofts- lagsbreytingar eru allar á þann veg að verulega hlýni á næstu áratugum. Því má búast við að Vatnajökull haldi áfram að rýrna og að fleiri sker komi upp úr jöklinum á þessu svæði. Einhver þeirra gætu heitið eftir öðrum frumkvöðlum jöklarannsókna um miðbik nýliðinnar aldar. Auk Jóns má þar nefna Hreppstjór- ann (Guðmund Jónasson) og Kapeláninn (Sigurð Þór- arinsson). Þegar þau nöfn eru uppgengin, má halda áfram í svipuðum dúr. Þar koma m.a. upp í hugann viðurnefni eins og Þræll, Toppur og Dómari. SUMMARY A new nunatak appeared a few years ago about 2 km east of Pálsfjall in southwest Vatnajökull. In the spring of 2004 the nuntak was visited and surveyed. It was about 100 m long and 30 m wide, made of flow- banded rhyolite lava. It has an elevation of 1366 m a.s.l. and is the the top of a 700 m high mountain. If current predictions of climate warming turn out to be correct, this exposure may grow substantially in the coming decades. It is suggested that the nuna- tak is given the name Húsbóndi (Master), which was the nickname of Jón Eyþórsson (1895–1968), the first president and founder of the Glaciological Society. Heimild: Helgi Björnsson 1988. Hydrology of ice caps in volcanic regions. Societas Scientarium Islandica, 45. 139 bls. JÖKULL No. 55, 2005 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.