Jökull - 01.01.2005, Blaðsíða 181
Society report
Húsbóndi
Magnús Tumi Guðmundsson
Fyrir nokkrum árum fór að brydda á skeri í Vatna-
jökli skammt austan Pálsfjalls. Er það sunnan í breið-
um jökulhrygg sem nær nokkra kílómetra frá Pálsfjalli
norðaustur í jökulinn. Pálsfjall og umhverfi þess er
á ákomusvæði Síðujökuls en hann hljóp fram 1994.
Væntanlega á þynning ákomusvæðisins í framhlaup-
inu stærstan þátt í því að skerið kom í ljós. Vorið
2004 var skerið um 100 m á lengd og e.t.v. 30 m á
breidd. Bergið virðist vera straumflögótt rýólít, svip-
að því sem sést í Pálsfjalli. Engar heimildir eru um að
sker þetta hafi sést fyrr en á síðustu árum. Hæð skers-
ins var mæld í vorferð JÖRFÍ 2003 og reyndist hún
1366 m. Hæð Pálsfjalls er 1332 m þ.a. að skerið er 34
m hærra. Hnit skersins eru 64◦17.73’N, 17◦39.40’V.
Þó skerið láti lítið yfir sér er ekki allt sem sýnist.
Íssjármælingar (Helgi Björnsson, 1988) leiddu í ljós
að Pálsfjall og hryggurinn norðaustan þess eru topp-
urinn á fjalli sem rís um 700 m yfir botninn umhverfis.
Ef jökullinn rýrnar áfram má því búast við myndar-
legu jökulskeri á þessum stað í framtíðinni.
Sker þetta hefur ekki enn hlotið nafn. Næstu jök-
ulsker heita eftir þeim Þórði Þorkelssyni Vídalín og
Páli jökli Pálssyni, sem hvor með sínum hætti lögðu
fram markverðan skerf til könnunar og skilnings á
jöklum á Íslandi. Því væri við hæfi að skerið ofan
Pálsfjalls fái nafn sem tengist manni sem lagði drjúg-
an skerf til jöklarannsókna, þ.e. Jóni Eyþórssyni. Í
stað þess að fjallið nefnist beint eftir Jóni mætti það
einfaldlega heita Húsbóndi. Jón Eyþórsson stofnaði
Jöklarannsóknafélagið og kom á reglubundnum rann-
sóknum á Vatnajökli. Jökullinn ásamt Jökulheimum
og umhverfi þeirra hlaut nafniðGrímsvatnahreppur og
þar hafði Jón sæmdarheitið Húsbóndinn. Jón leyndi
á sér því hann var maður fádæma afkasta sem sinnti
margháttuðum ritstörfum, rannsóknumog félagsstörf-
um samhliða starfi sínu sem veðurfræðingur á Veð-
urstofunni. Skerið ofan Pálsfjalls leynir einnig á sér
því það er hæsti tindur mikils fjalls. Spár um lofts-
lagsbreytingar eru allar á þann veg að verulega hlýni
á næstu áratugum. Því má búast við að Vatnajökull
haldi áfram að rýrna og að fleiri sker komi upp úr
jöklinum á þessu svæði. Einhver þeirra gætu heitið
eftir öðrum frumkvöðlum jöklarannsókna um miðbik
nýliðinnar aldar. Auk Jóns má þar nefna Hreppstjór-
ann (Guðmund Jónasson) og Kapeláninn (Sigurð Þór-
arinsson). Þegar þau nöfn eru uppgengin, má halda
áfram í svipuðum dúr. Þar koma m.a. upp í hugann
viðurnefni eins og Þræll, Toppur og Dómari.
SUMMARY
A new nunatak appeared a few years ago about 2
km east of Pálsfjall in southwest Vatnajökull. In the
spring of 2004 the nuntak was visited and surveyed. It
was about 100 m long and 30 m wide, made of flow-
banded rhyolite lava. It has an elevation of 1366 m
a.s.l. and is the the top of a 700 m high mountain.
If current predictions of climate warming turn out to
be correct, this exposure may grow substantially in
the coming decades. It is suggested that the nuna-
tak is given the name Húsbóndi (Master), which was
the nickname of Jón Eyþórsson (1895–1968), the first
president and founder of the Glaciological Society.
Heimild: Helgi Björnsson 1988. Hydrology of
ice caps in volcanic regions. Societas Scientarium
Islandica, 45. 139 bls.
JÖKULL No. 55, 2005 181