Jökull - 01.01.2016, Blaðsíða 114
Helgi Björnsson
4. mynd. Efst. Búðir leitarmanna á jökli sumarið 1983. – Base camp of the aeroplane’s salavtion team on
Greenland Ice Cap in 1983. Ljósm./Photo, Russel Rajani. In Hayes, p. 76, 1994. Neðst t.v. Norman Vaughan
og Arngrímur Hermannsson ræða saman sumarið 1983. Ljósm./Photo, Helgi Björnsson. T. h. Jón Sveinsson,
Richard Taylor, Norman Vaughan, Gordon Scott og Neil Estes 1991. Ljósm./Photo, Louis Sapienza.
Frekari könnun skyldi nú beinast að þessum tveim-
ur endurköstum, sem hugsanlega væru frá flugvél-
um. Við þéttuðum netið umhverfis endurkastið, fyrst
með 200 m löngum möskvum (29. júlí), síðan 100 m
og loks 50 m (31. júlí). Endurkastið sást þá á fjórum
mælilínum, og ljóst var, að vél væri innan möskvans
eða kassa, sem afmarkaðist af ferningi á yfirborði jök-
ulsins. Þegar ekið var eftir hverri hlið kassans, sást,
hvernig stöðugt styttist í vél, uns hún fjarlægðist á ný.
Við merktum á hverri mælilínu, hvar styst var að vél-
inni og miðuðum hana þannig inn úr fjórum áttum;
drógum línu milli þessara punkta á samsíða mælilín-
um, og þær skárust beint yfir vélinni. Við lokastað-
setningu voru notuð stutt sendiloftnet (2×5 m langir
armar), sem eru nákvæmari heldur en löng, púlsinn
er styttri og nákvæmni allt að 5 m í mati á fjarlægð
að vél.
Þegar við höfðum fundið tvær vélar, 1. ágúst, gát-
um við áttað okkur á því, hvar leita skyldi að hinum,
vegna þess að ljósmyndir frá 1942 sýndu innbyrð-
is afstöðu flugvélanna. Áframhaldandi leit var því
markviss, og tveimur dögum síðar, að kvöldi 3. ágústs
1983, höfðum við fundið allar vélarnar átta (DV 13.
ágúst, 1983; Mbl. 14. ágúst, 1983. Sjá einnig Johnson,
1984).
114 JÖKULL No. 66, 2016