Jökull


Jökull - 01.01.2016, Blaðsíða 113

Jökull - 01.01.2016, Blaðsíða 113
Flugvélaleit á Grænlandsjökli hverfis þær. Sagt er, að Rajani hafi fljótt lenti upp á kant við Weis, því að Weis hafi stutt þá kröfu Dana, að allir leiðangursmenn létu af hendi skammbyssur sínar. Danir vildu fá að geyma skammbyssurnar á flugvell- inum í Kulusuk. Taldi leiðangursstjórinn Rajani þá, að búðastjórinn Weis vildi ræna sig völdum. Weis sagði Rajani hins vegar vera of fljótfæran og skipta stöðugt um skoðun. Degan vildi ekki lengur standa með Raj- ani í þessum deilum og varð það þeim að vinslitum. Nú skyldi leitað að flugvélunum með jarðsjá, sem dregin væri með vélsleða. Seabolt setti upp rétthyrnt mælinet með hornamæli (teodolít), og voru 15 m á milli samsíða mælilína. Unnið var 16 klst., þegar viðr- aði, en stundum skall á ofsaveður með allt að 40 m/s vindhraða. En ekkert endurkast sást með jarðsjánni (120 MHz). Þá taldi Russ Rajani, að tækið sæi ekki nægilega vel nærri yfirborði! Russel Rajani var á ferð og flugi um Grænland og sjaldan í leitarbúðunum. Þegar hann í einni af ferðum sínum var staddur í Syðri-Straumsfirði, voru þar flug- menn á P-3 Orion kafbátaleitarvél með svo nákvæmt málmleitartæki, að þeir gátu greint kafbáta á allt að hundrað metra dýpi undir sjávarborði. Að beiðni Russ flugu þessir menn þann 22. júní yfir jökulinn og töldu sig sjá merki um málmhlut niðri í jöklinum; jók það mjög bjartsýni leitarmanna. Áfram var leitað að vél- unum með jarðsjá, og mánuði síðar höfðu þeir mælt svæði, sem alls náði yfir um 4 km2 (2.400×1.500 m) með 15 m möskvum. Þá skall á óveður. Weis reyndi að fá menn til þess að bregðast við með því að hlaða upp skjólgarða umhverfis tjaldbúðirnar, en Rajani sat inni í tjaldi og tefldi. Svo sprakk allt í slagsmálum milli manna. Þegar illa gengur vikum saman, tæki eru biluð og veður vond, reynir mjög á menn á jöklum. Nú ákvað Reynolds fyrirtækið að binda endi á leið- angurinn og loka búðunum. Þá er komið að þætti Íslendinga í flugvélaleit- inni. Flugþjónusta Helga Jónssonar hafði flutt birgðir til leiðangursmanna sumarið 1983 frá Reykjavík til Kulusuk. Fréttir höfðu nú birst í dagblöðum á Ís- landi af erfiðleikum við flugvélaleitina. Arngrímur Hermannsson, sem tekið hafði þátt í íssjármælingum Raunvísindastofnunar Háskólans á jöklum um árabil, hafði þá samband við Russel Rajani og fyrirtækið Rolf Johansen Co., sem hafði umboð tóbaksfyrirtækisins Reynolds á Íslandi. Arngrímur sagði þeim, að við íssjármælingar á jöklum á Íslandi hefðu sést málm- hlutir, sem grafist hefðu í jökli, jafnvel flugvélar, og hví ekki að reyna að leita að vélunum með okkar tækjum. Úr varð, að við Jón Sveinsson, rafmagns- tæknifræðingur, og Arngrímur fórum til Grænlands til þess að leita að vélunum. Þetta var að frumkvæði Arngríms og vegna snarræðis Friðriks Theodórssonar (1937–2014), starfsmanns Rolf Johansen Co. Hvorki Rajani né Reynolds áttu hugmyndina. Hins vegar var frestað að loka búðunum, og nú bauð tóbaksfyrirtækið Norman Vaughan í heimsókn fyrir þrábeiðni Richard Taylor. Hinn 27. júlí 1983 lentum við Arngrímur og Jón í þyrlu í búðum leitarmanna. Ég áttaði mig ekki á því, hverjir stæðu að flugvélaleitinni, fyrr en þangað kom og við blöstu tjöld merkt Winston Recovery Team (4. mynd). Á móti okkur tók landmælingamaðurinn Larry Seabolt og sýndi okkur, hvar leitarsvæðið væri. Það höfðu þeir þá þaulkannað með jarðsjánni. Lítið sást til slóða, sem þeir höfðu farið um með mælitæki, fennt hafði yfir þær. Við tókum strax fram okkar tæki, prófuðum þau og settum upp mælinet, svipað því sem við vorum vanir að gera við íssjármælingar á jöklum á Íslandi, rétthyrnt möskvanet merkt með bambusstöng- um. Í fyrstu vildum við fljótt afmarka ríflega leitar- svæði og spurðum um líkleg ystu mörk þess, notuðum öflug löng loftnet og ókum eftir mælineti, sem hafði 400 m möskvalengd. Með lengstu loftnetum okkar (2×12,5 m langir armar) gætum við greint endurkast í a.m.k. 300 m fjarlægð með allt að 10–15 m nákvæmni og niður á 100 m dýpi innan hvers möskva mælinets- ins. Fyrst ókum við 1.600 m beint norður, sveigðum síðan þvert í austur og ókum 2 km, þá 400 m suður og þaðan 3 km vestur. Þannig fórum við hverja línuna af annarri í stefnu austur-vestur með 400 m millibili, uns við vorum komnir suður að þeim stað, sem við lögðum upp frá. Síðan ókum við eftir samsíða línum í stefnu norður-suður, þar til heilt net hafði verið riðið með 400 m löngum möskvum (5. mynd). Þegar við höfðum framkallað fyrstu filmuna úr þessum íssjármælingum, sáum við eitt endurkast, sem gæti verið frá flugvél, en héldum okkar striki og luk- um við að mæla að fullu það net, sem fyrirhugað var (5. mynd). Að því loknu sást annað endurkast. JÖKULL No. 66, 2016 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.