Jökull - 01.01.2016, Blaðsíða 133
Society report
Jarðfræðafélag Íslands
Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2016
Fyrri hluta ársins 2016 störfuðu í stjórn félagsins Sig-
urlaug María Hreinsdóttir (formaður), Esther Ruth
Guðmundsdóttir (varaformaður), Lúðvík Eckardt
Gústafsson (gjaldkeri), Erla María Hauksdóttir (rit-
ari), Björn Harðarson (meðstjórnandi), Sylvía Rakel
Guðjónsdóttir (meðstjórnandi) og Þorsteinn Sæm-
undsson (meðstjórnandi).
Skipan stjórnar eftir aðalfund var óbreytt. Alls eru nú
tæpir 300 félagar skráðir í félagið. Störf félagsins voru
með hefðbundnum hætti á árinu.
Vorráðstefna var haldin þann 8. apríl í Öskju, nátt-
úrufræðahúsi Háskóla Íslands. Líkt og áður var jarð-
fræðinemendum boðið endurgjaldslaust á ráðstefnuna
en stjórn félagsins telur mikilvægt að nemendur fjöl-
menni á Vorráðstefnu og kynnist störfum jarðfræða-
stéttanna. Á ráðstefnunni var að vanda fjölbreytt dag-
skrá og mörg fróðleg erindi flutt. Ráðstefnuna sóttu
um og yfir 90 manns, þar af 33 nemendur, 21 erindi
var haldið og eitt veggspjald kynnt.
Aðalfundur félagsins 2016 fór fram þann 9. maí
í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Á fundin-
um flutti Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, erindi um
jarðfræði Tortola og Seychelles eyja sem var vel við
hæfi í ljósi nýlegra uppljóstrana um eignir auðmanna
á aflandseyjum eða hin svokölluðu Panamaskjöl. Að
öðru leyti voru störf aðalfundar hefðbundin.
Haustráðstefna félagsins var haldin 18. nóvem-
ber, í sal Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1,
í Reykjavík. Heiðursgestir ráðstefnunnar voru þau
Birgir Jónsson, jarðverkfræðingur, Ingvar Birgir Frið-
leifsson, jarðfræðingur og Ragna Karlsdóttir, verk-
fræðingur. Öll urðu þau sjötug á árinu. Þema ráð-
stefnunnar var jarðhiti og jarðverkfræði. Fjöldi jarð-
vísindafólks, sem á einn eða annan hátt tengdust heið-
ursgestum, héldu erindi. Sigurlaug María Hreinsdótt-
ir, formaður félagsins, setti ráðstefnuna og þar á eftir
voru flutt eftirtalin 18 erindi:
Ingvi Gunnarsson, Orkuveitu Reykjavíkur, Gas í grjót –
Niðurdæling jarðhitagass á Hellisheiði;
Haraldur Hallsteinsson, Mannviti, Búrfellsvirkjun II, jarð-
tækni og jarðfræðiaðstæður;
Ingvar Birgir Friðleifsson, Jarðfræði Esju og orkumál;
Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir, Íslenskum orkurannsókn-
um, Three-Dimensional Geological Modeling of Hell-
isheidi Geothermal Field using Leapfrog Geo;
Andri Stefánsson, Jarðvísindastofnun Háskólans, Sources
and Reactions of Volatiles in Icelandic Thermal Fluid;
Sæmundur Ari Halldórsson, Jarðvísindastofnun Háskól-
ans, Assessing volatile heterogenity in the Icelandic
mantle and transport of volatiles from the mantle to
surface;
Birgir Jónsson, Umhverfis- og byggingarverkfræðideild
Háskóla Íslands, Jarðgöng á Íslandi, með áherslu á
Norðfjarðargöng;
Gísli Guðmundsson, Mannviti, „Stutt lýsing á Geothermal
risk mitigation facility“ sjóðnum og uppbyggingu
jarðhitavirkjana í Austur Afríku;
Heimir Ingimarsson, Íslenskum orkurannsóknum,
Jarðhitaleit og heitavatnsöflun í Hoffelli í Horna-
firði. Staða jarðhitaleitar fyrir hitaveitu á Höfn og
nágrenni;
Guðmundur Ómar Friðleifsson, HS Orku, Yfirlit um borun
IDDP-2 djúpborunarholu á Reykjanesi 2016;
Sigurður Reynir Gíslason, Jarðvísindastofnun Háskólans,
Staða kolefnishringrásarinnar á jörðinni. Hvað er til
ráða?;
Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, Jarðvísindastofnun Háskól-
ans, CarbFix verkefnið: Binding kolefnis í basalti;
Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, Mannviti, Jarðfræðingar og
mannvirkjarannsóknir;
Ragna Karlsdóttir, Íslenskum orkurannsóknum, „Lága
viðnámið“;
Árni Hjartarson, Íslenskum orkurannsóknum, Lághita-
rannsóknir á Skeiðum;
Anette K. Mortensen, Orkuveitu Reykjavíkur, Heildarsýn
Hengilsins (endurskoðun hugmyndalíkans af Hengil-
svæðinu);
Þórólfur Hafstað, Íslenskum orkurannsóknum, Boranir við
Dælislaug í Fljótum;
JÖKULL No. 66, 2016 133