Jökull


Jökull - 01.01.2016, Blaðsíða 109

Jökull - 01.01.2016, Blaðsíða 109
Flugvélaleit á Grænlandsjökli Í leiðangrinum voru einnig sex tveggja hreyfla (1.300 hestafla) eins manns orustuflugvélar (P-38F Lockheed Lightning, Elding, 2. mynd). Þær höfðu fjórar hríðskotabyssur (50 caliber) og eina fall- byssu, 20 mm. Orustuvélarnar náðu allt að 650 km/klst. hraða, gátu risið í 4.000 m hæð á fimm mín- útum og steypt sér snögglega niður til árása. Búk- ur þeirra var tvískiptur. Þjóðverjar kölluðu þær Der Gabelschwanz Teufel, Fork-Tailed Devel, Tvíbúks- djöfla eða Gaffalskottu eftir fiðrildategund. Laskað- ar komust þessar vélar heim á einum hreyfli. Þær náðu að fljúga í 6 klst. (alls 4.000 km leið), ef létt var á þeim með því að sleppa tómum eldsneytistönkum. Orustuvélarnar gátu því fylgt sprengivélunum langar leiðir, varið þær og leiðbeint þeim um skotmörk. Nú eru einnig einungis fimm flughæfar vélar til af þessari tegund, en upphaflega voru smíðaðar nær tíu þúsund slíkar vélar. Hópflugið gekk vel til Syðri-Straumsfjarðar (þá nefnt Bluie West 8, BW-8), og 15. júlí var haldið áfram austur yfir 3.000 m háan Grænlandsjökul til Ís- lands. B-17 vélarnar sáu um fjarskipti og leiðsögn. Flogið var í 3.600 m hæð, en þegar um 1½ klst. flug var eftir til Reykjavíkur, lentu vélarnar í skýjum og snjókomu. Ísing hlóðst á vængina, og hækkuðu flug- menn þá flugið um 600 m. Þar var 20 ◦C frost, loft- þrýstimælar frusu, og mikill kuldi sótti að mönnum. Hálftíma síðar komu vélarnar að snörpum veðraskil- um. Flugmennirnir freistuðu þess að komast upp fyrir þétt bólstraskýin, svo að lá við, að vélarnar ofrisu, nú í um 5.000 m hæð. Í 15 mínútur reyndu þeir að sneiða til suðurs framhjá þessu óveðri, sem fór versnandi. Flugmennirnir á B-17 vélunum reyndu ítrekað að ná fjarskiptasambandi við Reykjavík og tvær herstöðvar Bandaríkjamanna á Grænlandi (BW-8 og BW-1). En þá fengu þeir dulmálsskeyti um að snúa við og fljúga aftur til Grænlands. Um tvo lendingarstaði á Græn- landi var að ræða, BW-8, þaðan sem þeir höfðu lagt upp, og Narsarssuaq (Bluie West 1, BW-1), syðst á Grænlandi. Ferðin vestur sóttist seint gegn sterkum mótvindi, hratt gekk á eldsneyti, skyggni var lítið, og svo fór, að flugleiðsögumennirnir á B-17 vélunum urðu ramm- villtir. Jafnvel er talið, að þeir hafi ruglast á veður- lýsingum frá BW-1 og BW-8 eða gleymt að skipta um dulmálslykil, sem af öryggisástæðum skyldi gert daglega. Flugmennirnir hafi túlkað veðurskeytið með lykli gærdagsins. Brátt varð þeim ljóst, að aðeins væri eftir eldsneyti á P-38 vélum til 20 mínútna flugs, en það gæti tekið tvær klst. að ná til næsta flugvallar. Fyrir alllöngu hafði tómum eldsneytistönkum verið sleppt. Þeir yrðu að lenda og fá bensíni varpað niður til þeirra, svo að síðar mætti halda flugi áfram til Reykjavíkur. Flog- ið var nú til austurstrandar Grænlands, þar sem bjart hafði verið, þegar þeir fóru áður þar yfir. Flugið var lækkað, leitað að götum í skýjabreiðunni og ákveð- ið að lenda á móti vindi á jöklinum, sem þeim virtist vera harður og sléttur. Það glitti af og til í sól. Fyrst flaug ein orustuvélin með hjólin niðri og undan sólu, svo að meta mætti hæð vélarinnar af skugga hennar á jöklinum. Þegar skuggann bar undir vængina, lenti vélin, og flugmaðurinn setti bremsurnar á hálfan styrk. En eftir að vélin hafði runnið um 200 metra, stakkst framhjól hennar niður í gegnum mjúkan snjóinn, svo að vélin fór kollhnís; reyndar aðeins einn. Flugmaður- inn (lieutenant Bradley McManus, 1918–2011) skreið heill út (3. mynd). Nú drógu allar hinar vélarnar upp hjólin, og þær lentu á búknum eins nálægt hver ann- arri og hægt var. Síðast komu sprengivélarnar, önnur kölluð Do-Do, hin Big Stoop, eftir að hafa sveimað í hálftíma yfir jöklinum og eytt eldsneyti. Nauðlending þeirra tókst vel (3. mynd). Aðeins einn maður slas- aðist og það lítillega (fyrrn. McManus). Flugliðarnir 25 bjuggu nú um sig í annarri B-17 vélinni og deildu matarbirgðum, sem gætu enst í tvær vikur, ef sparlega væri farið með þær. Átta flugvélar urðu þarna úr leik, án þess að skoti væri hleypt af. Þessi flugsveit fékk nafnið „Týnda flugsveitin“ (The Lost Squadron). Mikið ósamræmi er í frásögnum um aðdraganda þess, að flugmennirnir neyddust til þess að lenda á Grænlandsjökli eins og áður sagði. Sagt hefur ver- ið, að í dulmálsskeytinu, sem flugmennirnir fengu um að snúa við, hafi þeim verið skipað að fara til Syðri- Straumsfjarðar (BW-8), því að flugvellirnir í Reykja- vík og í Narsarssuaq (BW-1, Bluie West) væru báðir lokaðir. Önnur heimild (viðtal við Norman Vaughan, Mbl., 14. ág. 1983) greinir frá því, að flugmönnunum hafi verið sagt að fara til BW-1, en þeir hefðu þá lent í enn verra veðri en fyrr, og þegar þangað kom, hafi JÖKULL No. 66, 2016 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.