Jökull - 01.01.2016, Blaðsíða 139
Society report
VORFERÐ JÖRFÍ
3. – 11. júní 2016
Finnur Pálsson
Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík, fp@hi.is
Vorferð JÖRFÍ á Vatnajökul var farin í byrjun júní.
Farið var frá Reykjavík um kvöldmatarleytið föstu-
daginn 3. júní og komið í Jökulheima nærri miðnætti.
Færð innúr var góð utan einstaka smáskafl á leiðinni.
Snjóbíll HSSR sem fór á undan var tekinn af palli
nokkrum sinnum og stakk í gegnum stærstu skafl-
ana. Laugardagur heilsaði með blíðviðri og greiðlega
gekk inn að jökli. Nokkurn tíma tók að finna leið
inn á jökul; áin hefur vaðið um allt á breiðu svæði
við jökulrönd og víða bleytur eða háir bakkar. Þá tók
við hefðbundin umstöflun farangurs, mestan tíma tók
að ferja um tug olíutunna, af flatvagni vestan við á,
inn á jökul. Ferðin á Grímsfjall gekk greiðlega, ein
vond krapafesta rétt ofan jökulrandar, en annað tek-
ur ekki að nefna, meginþorri leiðangurs var kominn
á Grímsfjalli um kvöldmatarleytið. Þrír hópar fóru
strax frá jökulrönd til þyngdar- og gasmælinga á Bárð-
arbungu og til að huga að mælitækjum á Húsbónda.
Á laugardegi og sunnudegi var endurmælt á rúmlega
20 þyngdarmælistöðvum á og við Bárðarbungu. Veð-
ur var mjög gott til vinnu, flesta dagana blár him-
inn og blíða. Frá sunnudegi til fimmtudags var unn-
ið að hinum ýmsu verkefnum í nokkrum hópum, en
alltaf einhver eða einhverjir á vaktinni á Grímsfjalli.
Þar sem líka var unnið að hefðbundinni snjóhreinsun
af skálum og pöllum, og mörgum viðhaldsverkefnum
(einkum á gufulögnum og burðarvirki austasta skál-
ans). Þrír fóru heim á mánudegi, snjóbíllinn fylgdi
þeim að jökulsporði. Hann kom til baka með um 10
tunnur eldsneytis sem ekki komust með fyrstu ferð, en
um 4000 lítrar af eldsneyti voru flutt á Grímsfjall fyrir
leiðangurinn og rafstöð Neyðarlínu/JÖRFÍ.
Helstu rannsóknarverkefni voru eftirtalin:
1. Afkomumælingar á Háubungu, Grímsvötnum og
norðan þeirra, á Bárðarbungu og um miðbik hennar
var tekinn 12–15 m djúpur kjarni til að mæla hita og
eðlismassa í snjó og hjarni.
2. Settar voru upp veðurstöðvar á Bárðarbungu og í
um 1250 m hæð á Breiðamerkurjökli.
Vatnshæðarmælir og veðurstöð í Grímsvötnum. – The
automatic weather station and water level monitoring
instruments in Grímsvötn. Ljósm./Photo. F. P.
3. Vitjað var um allar jarðskjálfta- og GPS stöðvar á
Vatnajökli.
4. GPS landmælingar voru gerðar á Fjórfótum sem eru
ofantil í Esjufjöllum, á Vetti og á Saltara.
5. Settur var jarðskjálftamælir á Bárðarbungu sem
mældi út vikuna.
6. Á vegum háskólans í Cambridge voru settir 2 jarð-
skjálftamælar sunnan og suðaustan Bárðarbungu; þeir
eru þar enn þegar þetta er skrifað.
7. Mikil þolinmæði var sýnd við að bora eftir ösku-
sýnum á um 10 stöðum á Skeiðarárjökli, til þess þurfti
alla vinnudagana.
JÖKULL No. 66, 2016 139