Jökull


Jökull - 01.01.2016, Síða 139

Jökull - 01.01.2016, Síða 139
Society report VORFERÐ JÖRFÍ 3. – 11. júní 2016 Finnur Pálsson Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík, fp@hi.is Vorferð JÖRFÍ á Vatnajökul var farin í byrjun júní. Farið var frá Reykjavík um kvöldmatarleytið föstu- daginn 3. júní og komið í Jökulheima nærri miðnætti. Færð innúr var góð utan einstaka smáskafl á leiðinni. Snjóbíll HSSR sem fór á undan var tekinn af palli nokkrum sinnum og stakk í gegnum stærstu skafl- ana. Laugardagur heilsaði með blíðviðri og greiðlega gekk inn að jökli. Nokkurn tíma tók að finna leið inn á jökul; áin hefur vaðið um allt á breiðu svæði við jökulrönd og víða bleytur eða háir bakkar. Þá tók við hefðbundin umstöflun farangurs, mestan tíma tók að ferja um tug olíutunna, af flatvagni vestan við á, inn á jökul. Ferðin á Grímsfjall gekk greiðlega, ein vond krapafesta rétt ofan jökulrandar, en annað tek- ur ekki að nefna, meginþorri leiðangurs var kominn á Grímsfjalli um kvöldmatarleytið. Þrír hópar fóru strax frá jökulrönd til þyngdar- og gasmælinga á Bárð- arbungu og til að huga að mælitækjum á Húsbónda. Á laugardegi og sunnudegi var endurmælt á rúmlega 20 þyngdarmælistöðvum á og við Bárðarbungu. Veð- ur var mjög gott til vinnu, flesta dagana blár him- inn og blíða. Frá sunnudegi til fimmtudags var unn- ið að hinum ýmsu verkefnum í nokkrum hópum, en alltaf einhver eða einhverjir á vaktinni á Grímsfjalli. Þar sem líka var unnið að hefðbundinni snjóhreinsun af skálum og pöllum, og mörgum viðhaldsverkefnum (einkum á gufulögnum og burðarvirki austasta skál- ans). Þrír fóru heim á mánudegi, snjóbíllinn fylgdi þeim að jökulsporði. Hann kom til baka með um 10 tunnur eldsneytis sem ekki komust með fyrstu ferð, en um 4000 lítrar af eldsneyti voru flutt á Grímsfjall fyrir leiðangurinn og rafstöð Neyðarlínu/JÖRFÍ. Helstu rannsóknarverkefni voru eftirtalin: 1. Afkomumælingar á Háubungu, Grímsvötnum og norðan þeirra, á Bárðarbungu og um miðbik hennar var tekinn 12–15 m djúpur kjarni til að mæla hita og eðlismassa í snjó og hjarni. 2. Settar voru upp veðurstöðvar á Bárðarbungu og í um 1250 m hæð á Breiðamerkurjökli. Vatnshæðarmælir og veðurstöð í Grímsvötnum. – The automatic weather station and water level monitoring instruments in Grímsvötn. Ljósm./Photo. F. P. 3. Vitjað var um allar jarðskjálfta- og GPS stöðvar á Vatnajökli. 4. GPS landmælingar voru gerðar á Fjórfótum sem eru ofantil í Esjufjöllum, á Vetti og á Saltara. 5. Settur var jarðskjálftamælir á Bárðarbungu sem mældi út vikuna. 6. Á vegum háskólans í Cambridge voru settir 2 jarð- skjálftamælar sunnan og suðaustan Bárðarbungu; þeir eru þar enn þegar þetta er skrifað. 7. Mikil þolinmæði var sýnd við að bora eftir ösku- sýnum á um 10 stöðum á Skeiðarárjökli, til þess þurfti alla vinnudagana. JÖKULL No. 66, 2016 139
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.