Jökull


Jökull - 01.01.2016, Blaðsíða 115

Jökull - 01.01.2016, Blaðsíða 115
Flugvélaleit á Grænlandsjökli 5. mynd. Íssjá við mælingar á Grænlandsjökli. – Searching for aeroplanes by radio echo sounding on the Greenland Ice Cap. Ljósm./Photo, Richard Taylor. In Hayes, p. 99, 1994. Af korti okkar af legu vélanna og samanburði við ljósmyndir frá 1942 var enginn vafi á, að við hefð- um fundið flugvélarnar (6. mynd). En hve djúpt gætu þær legið? Okkar mat var, að þær lægju á 70–75 m dýpi, þó alls ekki dýpra en 80 m. Við reiknuðum með sama hraða rafsegulbylgju (169 m/µs) og við gerðum í okkar mælingum á Íslandi (hraða í ís, svo að um van- mat gæti verið að ræða, því að hraðinn væri nokkru hærri í snjó efst í jöklinum). Þessari niðurstöðu vildu bandarísku félagarnir ekki trúa. Þeir sögðu vélarnar í mesta lagi á 60–80 feta dýpi (18–24 m). Þeir leyndu því ekki, að þeim gramdist við okkur, svo að ég vildi komast sem allra fyrst burtu; alls ekki deila við þá og sagðist myndi skrifa ítarlega skýrslu og fjalla um alla hugsanlega vankanta á okkar mælingum. Ýmiss konar ruglingur hefur hins vegar birst um mat okkar á dýpi vélanna, m.a. að við hefðum ekki séð dýpra en 100 fet (Hayes, 1994, bls. 80), og veit ég lítið, hvaðan það rugl er komið. Komið var haust og of seint að hefjast handa við að grafa eftir vélunum. Þeir merktu staðina með tómum bensíntunnum og settu turn úr málmi yf- ir aðra B-17 vélina. Við mældum staðsetningu einnar P-38 vélar með gervitunglatæki (GPS), sem smíðað hafði verið á Raunvísindastofnun Háskólans. Stað- setningin var 65◦18’ 51.12” N og 40◦04’ 17.33” W. Hæð yfir sjó 750 m. Yfirborði jökulsins hallar suð- austur til strandarinnar, um 0,5 m á hverjum 100 m. Aðeins um 3 km eru að sprungusvæði, þar sem hallinn eykst, og jökulbotninn gæti stefnt bratt niður að sjáv- armáli. Jökullinn skríður 40–50 m á ári, svo að eft- ir aldarfjórðung ná vélarnar að sprungunum og tætast þar í sundur. Heimkomnir tókum við saman skýrslu um niðurstöður leitarinnar og birtum kort, sem sýndi staðsetningu flugvélanna, sem var í samræmi við ljós- myndir af vélunum, sem teknar voru úr lofti 1942. Enginn efaðist um, að við hefðum fundið flugvélarnar, en ræða mætti frekar, á hvaða dýpi þær lægju. Til þess að geta metið hraða rafsegulbylgjunnar nánar, þyrfti hins vegar að kanna eðlismassa snævar með kjarna- borun í jökulinn. Tóbaksfyrirtækinu þótti árangurinn ágætur. Vel- heppnuð auglýsing. Í lok september taldist þeim til, að fréttir af leit WRT hefðu birst í 369 fréttablöðum, á 31 sjónvarpsstöð, 27 útvarpsstöðvum, 11 tímarit hefðu birt greinar um leitina, og 3 milljónir útvarpshlust- enda og 4,6 milljónir sjónvarpsáheyrenda hefðu heyrt af leitinni. Fyrirtækinu fannst einni milljón dala hafa verið vel varið. JÖKULL No. 66, 2016 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.