Jökull - 01.01.2016, Blaðsíða 119
Flugvélaleit á Grænlandsjökli
Gopher (eftir jarðíkorna, sem grefur sér holur á slétt-
um). Snjór var bræddur með orku frá rafstöð, vatni
safnað í geymi og því síðan dælt sjóðandi heitu niður
í koparrör, sem vafið hafði verið umhverfis tæplega 1
m víðan sívalning. Þessari heitu tunnu var haldið yf-
ir holunni með reipum frá gálga, svo að hún bræddi
sér leið lóðrétt niður, en leitaði ekki til hliðar. Köldu
bræðsluvatni var um leið dælt upp úr botni holunnar.
Hraðast seig borinn um 1 m á klst., en á 20 m dýpi
skekktist hann í holunni, leitaði til hliðar og komst
ekki neðar. Önnur Honda rafstöðin hafði bilað, og
ekki tókst að fá nægt bræðsluvatn. Í lok júlí hættu
þeir frekari borun og flugu heim á DC-3 og Cessna
185 vélunum. En við tók mikil kynning í fréttum, og
nú gátu þeir sýnt brot úr einni vél.
Leiðangur árið 1990
Illa hafði gengið að afla fjár til frekari leitar, en þá
auglýstu þeir P-38 vél til sölu fyrir 259.000 $ (þá
35 milljónir ísl. kr.), sem fundist hefði 3. júlí 1988 á
Grænlandi undir 80 m þykkum ís. (Talsmenn GES
þögðu alltaf yfir því, að vélarnar fundust upphaflega
árið 1983). Epps tókst einnig að fá nýjan liðsmann,
Angelo Pizzagalli, svissnesk-amerískan verktaka frá
Vermont (Rolls Ltd.). Miklum búnaði var safnað sam-
an, og þeim tókst að fá C-130 vél, Lockheed Hercu-
les 4 hreyfla, til þess að flytja 35 tonn af farangri á
jökulinn, m.a. jarðýtur. Fram til þess höfðu stærstu
flutningavélarnar verið DC-3.
Enn var kallað á Íslendinga til þess að staðsetja
flugvélarnar. Arngrímur, Jón Sveinsson, Ástvaldur
Guðmundsson (reyndur jöklafari) og Fáfnir Frosta-
son, flugmaður, komu á jökulinn til þess 11. maí 1990.
Pizzagalli lagði til, að í stað þess að bræða
holu niður að vélunum, mætti grafa niður að þeim
með tæki, sem notað er til þess að tæma korn-
turna (7. mynd). Skera mætti lóðréttan brunn niður
í kornóttan snjóinn með láréttum stálhníf, sem snerist
í hringi, skæfi eitt snjólag ofan af öðru. Mylsnunni
(spæninu) yrði blásið inn að miðju holunnar, safnað
þar í sekk, sem hífður yrði upp á yfirborð. Þannig
tókst þeim reyndar að skera holu niður í jökulinn, 5 m
í þvermál, yfir P-38 vél. En þeir komust aðeins um 20
m niður, vegna þess að þar var komið niður á ís, og
allt flaut í vatni.
Gamli GES-hópurinn kom hins vegar á jökulinn
með endurbættan bræðslubor (sem þeir kölluðu Super
Gopher, 7. mynd). Niður úr botni keilulaga bortunn-
unnar höfðu þeir sett spjót úr stífu plaströri, svo að
borinn leitaði stöðugt að miðju holunnar. Fyrir hópn-
um fóru Richard Taylor og Gordon Scott (sem höfðu
litla trú á bortæki Pizzagallis). Þeir boruðu yfir B-17
vél, nú 1,2 m víða holu. Einnig þeir komu á rúmlega
20 m dýpi niður á ís og vatn, og dælur þeirra voru ekki
nógu öflugar til þess að ná vatninu upp úr borholunni.
Enn kom upp mikil spenna milli leitarmanna, og
ákveðið var að senda hópinn í frí. Hlé var því gert á
borun, uns kólnað hafði, og dælur gátu haft við vatns-
elgnum. Næstum mánuð tók síðan að bræða 80 m nið-
ur að B-17 vél (Big Stoop). Að því loknu sigu menn
niður að vélinni, einn í einu, fyrst Taylor, en einnig
Vaughan 84 ára gamall. Það tók 25 mínútur. Þeir
bræddu sig inn í vélina og náðu upp byssum, talstöð-
um, jafnvel vindlingapökkum. B-17 vélin var alllösk-
uð, kramin niður fyrir höfuðhæð flugmanns, mótorar
höfðu rifnað frá búknum. Fram að því höfðu menn
talað um að fljúga vélunum af jöklinum, eftir að hafa
gert við þær á staðnum! Enn var þó von um, að sterkur
búkur P-38 vélar hefði staðist betur farg jökulsins en
B-17 vélin. Með í þessari borun voru flugbjörgunar-
sveitarmennirnir Magnús V. Guðlaugsson og Sigurjón
Hjartarson (Mbl. 16. des. 1990).
Pizzagalli hvatti nú leiðangursmenn til þess að
flytja Super Gopher yfir að P-38 vél, og allir hjálp-
uðust að við að ná henni upp. En sumarið var búið og
halda þurfti heim. En þá hafði brotist út stríð Íraka og
Kuveit, og C-130 vélar voru uppteknar. Ekki var um
annað að gera en að koma búnaðinum í DC-3 vél, og
munaði þá litlu að illa færi. Þegar þeir voru að taka sig
á loft af jöklinum, kviknaði í öðrum hreyfli vélarinn-
ar, kannski vegna þess að hún var yfirhlaðin, en þeir
komust á hinum til Kulusuk og nauðlentu þar. Fáfnir
og Patt Epps flugu (Mbl. 13. sept. 1992).
Flugvél næst upp úr jöklinum 1992
Nú var orðið stutt í, að loksins tækist að ná flugvél
upp úr Grænlandsjökli (sjá nánar Lamm og Popes,
1992). Tvennt kom þar til. Öflugur styrktaraðili, Roy
Schoffner, flugkappi, lagði fram fé. Hins vegar bættist
í hópinn maður, sem gat skipulagt og stjórnað aðgerð-
JÖKULL No. 66, 2016 119