Jökull - 01.01.2016, Blaðsíða 110
Helgi Björnsson
3. mynd. Fyrsta orustuflugvélin, sem lenti á jöklinum og fór kollhnís (efri mynd), og sprengiflugvélin Do-Do,
eftir að hún nauðlenti á jökli (neðri mynd). Hreyfillinn yst til vinstri snýst enn. – Plains landed on the glacier.
Above: P-38. Below: B-17. Ljósm./Photos, Brad McManus, safn R. B. Wilson.
ekki verið lendandi þar. Þá hafi flugmennirnir kallað
á ensku og spurt, hvað þeir gætu gert. Svar kom, að
flugbrautin á BW-8 væri opin. Þegar um 200 km voru
eftir til BW-8, fékk önnur B-17 vélin skeyti, um að á
BW-8 væri skýjahæð um 350 m og skyggni 200 m.
Óðs manns æði væri að reyna að þræða þrönga leið
milli fjallatoppa að flugbrautinni. Sagt er, að þá hafi
B-17 vél fengið skeyti frá BW-1, um að þar væri flug-
braut opin, en nú hafi verið of seint að ná þangað. Dul-
arfyllsta tilgátan er sú, að boðin um að fljúga aftur til
Grænlands, þegar aðeins um klukkustundar langt flug
var eftir til Reykjavíkur, hafi komið frá kafbáti Þjóð-
verja, og hefði áhöfn hans tekist að leysa dulmálskóða
Bandaríkjamanna. Þetta hefur aldrei fengist staðfest.
Tilgátan er sögð komin frá norsk-ameríska flugkapp-
anum Bernt Balchen (1899–1973), en hann var þekkt-
ur brautryðjandi í heimsskautaflugi. Balchen var með
Richard Byrd aðmíráli í flugleiðangrinum yfir Suður-
skautslandið árið 1929.
Við þessa undarlegu sögu má bæta, að skráð-
ar veðurlýsingar í Reykjavík segja, að allan daginn
15. júlí 1942 hafi þar verið léttskýjað. Skip á sunn-
anverðu Grænlandshafi greindi frá hægum vindi og
léttskýjuðu um hádegi, og veðurkort benda til þess,
að veður hafi verið gott í Syðri-Straumsfirði (upplýs-
ingar frá Trausta Jónssyni veðurfræðingi í september
2016). Sú spurning vaknar, hvort fyrstu heimildir um
þennan atburð hafi ruglast á dögum. Verra veður var
á þessum slóðum bæði fyrir og eftir miðjan mánuðinn.
Björgun flugmannanna
Flugmennirnir á B-17 sendu neyðarskeyti, áður en
þeir lentu, en það var ekki fyrr en á þriðja degi, að
veðurstöð í Angmagssalik (BE-2) heyrði til þeirra og
spurði, hvar þeir væru. Þeir höfðu lent um 120 km
suðvestur af Kulusuk, í 750 m hæð yfir sjó, um 15
km frá ströndinni. Brátt birtist Douglas Dakota (C-
47) vél, og teppum, svefnpokum og lyfjum var hent
niður til þeirra. Í fyrstu feykti vindurinn fallhlífunum
110 JÖKULL No. 66, 2016