Jökull


Jökull - 01.01.2016, Page 110

Jökull - 01.01.2016, Page 110
Helgi Björnsson 3. mynd. Fyrsta orustuflugvélin, sem lenti á jöklinum og fór kollhnís (efri mynd), og sprengiflugvélin Do-Do, eftir að hún nauðlenti á jökli (neðri mynd). Hreyfillinn yst til vinstri snýst enn. – Plains landed on the glacier. Above: P-38. Below: B-17. Ljósm./Photos, Brad McManus, safn R. B. Wilson. ekki verið lendandi þar. Þá hafi flugmennirnir kallað á ensku og spurt, hvað þeir gætu gert. Svar kom, að flugbrautin á BW-8 væri opin. Þegar um 200 km voru eftir til BW-8, fékk önnur B-17 vélin skeyti, um að á BW-8 væri skýjahæð um 350 m og skyggni 200 m. Óðs manns æði væri að reyna að þræða þrönga leið milli fjallatoppa að flugbrautinni. Sagt er, að þá hafi B-17 vél fengið skeyti frá BW-1, um að þar væri flug- braut opin, en nú hafi verið of seint að ná þangað. Dul- arfyllsta tilgátan er sú, að boðin um að fljúga aftur til Grænlands, þegar aðeins um klukkustundar langt flug var eftir til Reykjavíkur, hafi komið frá kafbáti Þjóð- verja, og hefði áhöfn hans tekist að leysa dulmálskóða Bandaríkjamanna. Þetta hefur aldrei fengist staðfest. Tilgátan er sögð komin frá norsk-ameríska flugkapp- anum Bernt Balchen (1899–1973), en hann var þekkt- ur brautryðjandi í heimsskautaflugi. Balchen var með Richard Byrd aðmíráli í flugleiðangrinum yfir Suður- skautslandið árið 1929. Við þessa undarlegu sögu má bæta, að skráð- ar veðurlýsingar í Reykjavík segja, að allan daginn 15. júlí 1942 hafi þar verið léttskýjað. Skip á sunn- anverðu Grænlandshafi greindi frá hægum vindi og léttskýjuðu um hádegi, og veðurkort benda til þess, að veður hafi verið gott í Syðri-Straumsfirði (upplýs- ingar frá Trausta Jónssyni veðurfræðingi í september 2016). Sú spurning vaknar, hvort fyrstu heimildir um þennan atburð hafi ruglast á dögum. Verra veður var á þessum slóðum bæði fyrir og eftir miðjan mánuðinn. Björgun flugmannanna Flugmennirnir á B-17 sendu neyðarskeyti, áður en þeir lentu, en það var ekki fyrr en á þriðja degi, að veðurstöð í Angmagssalik (BE-2) heyrði til þeirra og spurði, hvar þeir væru. Þeir höfðu lent um 120 km suðvestur af Kulusuk, í 750 m hæð yfir sjó, um 15 km frá ströndinni. Brátt birtist Douglas Dakota (C- 47) vél, og teppum, svefnpokum og lyfjum var hent niður til þeirra. Í fyrstu feykti vindurinn fallhlífunum 110 JÖKULL No. 66, 2016
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.