Jökull

Tölublað

Jökull - 01.01.2016, Blaðsíða 112

Jökull - 01.01.2016, Blaðsíða 112
Helgi Björnsson Í ágústmánuði 1981 flugu fjórmenningarnir á eins- hreyfils Cessnu inn yfir Grænlandsjökul, en sáu engin merki um flugvélarnar. Þeir lentu á jöklinum, og af ljósmyndum frá 1942 gátu þeir þekkt fjöll í fjarska og áttað sig á því, hvar vélarnar hefðu nauðlent. Þar grófu þeir gryfju í snjóinn og greindu reglubundin ís- lög, sem þeir töldu vera árlög (mynduð, þegar votur snjór frýs að hausti); um 45 cm væru á milli árlaganna, svo að vélarnar gætu verið á 18 m dýpi. Síðan gengu þeir um jökulinn með segulmæli (málmleitartæki) og töldu sig greina þar sveiflur í segulstyrk, sem gætu verið merki um, að þeir hefðu fundið vélarnar. Þeir héldu heim við svo búið. Þá þegar kom upp ágrein- ingur meðal félaganna, um hvernig greina skyldi frá árangri við flugvélaleitina. Sumir vildu segja, að þeir hefðu fundið vélarnar, en öðrum fannst of snemmt að fullyrða það. Norman Vaughan, sem áður er nefndur og bjó í Anchorage í Alaska, frétti þá af flugvélaleitinni og gekk til liðs við leitarmenn. Epps og Taylor flugu aft- ur ásamt Vaughan inn yfir jökulinn í október 1981, en ekki sáu þeir flugvélarnar. Heimkomnir til Atlanta var Epps og Taylor sagt í Georgia Institute of Technology, að sveiflur, sem þeir hefðu séð á segulmæli, væru líklega vegna sólstorma. Vænlegra til árangurs væri, að þeir notuðu jarðsjá við flugvélaleitina (tæki, sem sendi frá sér rafsegulbylgjur og gæti numið endurkast þeirra frá flugvélunum). Þeir fengu til liðs við sig jarð- eðlisfræðinginn Bruce Bevan frá University of Penn- sylvania í Philadelphia (einnig Geosight P.O. Box 135 Pitman, NJ 08071), sem mikla reynslu hafði af því að beita jarðeðlisfræðilegum mælingum við leit að fornminjum. Jarðsjá hans var með tíðnisviðið 120– 180 MHz, sendi frá sér 1–1,5 m langa rafpúlsa og var talin sjá niður á 60 m dýpi. Tækið var framleitt af fyr- irtækinu Geophysical Survey Systems (SIR-systems, model 3105 (180 MHz) og model 3055A (120 MHz)). Eðlilegt var að grípa til slíks tækis til mælinga á Græn- landsjökli. Frá lokum sjöunda áratugar síðustu aldar hafði þykkt Grænlandsjökuls verið mæld með rafseg- ulbylgjum, reyndar 60 MHz tíðni, sem séð gat gegn- um 3.000 m þykkan ís (Gudmandsen, 1969, 1970). Svo mikið var kappið, að þeir fóru enn eina ferð síðar í október 1981. Flugu frá Syðri-Straumsfirði til Dye-3 radarstöðvar á hájöklinum. En nú lentu þeir í kolvit- lausu veðri og urðu að hætta við frekari leiðangur. Þá var farið að reyna mjög á samstarf félaganna Epps og Taylor við Rajani. Ósætti magnaðist svo, að Epps og Taylor sögðu sig úr félagi við hann og stofnuðu 1981 sérstakt félag, Greenland Expedition Society (GES). Kepptust nú hóparnir tveir við að finna styrki til frek- ari leitar að vélunum. Illvíg málaferli hófust milli leit- armanna (GES og Pursuit Unlimited). Sökuðu þeir hvorir aðra um þjófnað á viðskiptaleyndarmálum, en svo fór, að dómari bað mennina um að leysa sjálfir úr sínum deilum og sóa ekki tíma dómstóla frekar. Flugvélarnar fundnar með íssjá árið 1983 Árið 1983 tókst Rajani og Degan með stuðningi vina- margs kráareiganda í Kaliforníu, Jay Fiondella að nafni, að fá tóbaksrisann Reynolds Tobacco Comp- any til þess að leggja fram eina milljón bandaríkjadala til flugvélaleitarinnar, gegn því að fyrirtækið fengi einkaleyfi á öllum auglýsingum viðvíkjandi leitarleið- angrinum, tóbaksfyrirtækisins yrði getið í öllum frétt- um, og allur búnaður yrði merktur nafninu Winst- on Recovery Team (WRT). Mikið auglýsingastríð hafði þá staðið milli tóbaksfyrirtækja í Bandaríkjun- um. Bandaríski kúrekinn (cowboy) reykti Marlboro (Marlboro Man), en „working men of America“ Phil- ip Morris, og „the strong man“ reykti Winston-Salem. Camel styrkti kappakstur (Formula 1), knattspyrnu (FIFA World Cup) og mótorhjólakeppni (Grand Prix). Sniðugt væri einnig að auglýsa, að flugmenn reyktu Winston vindlinga. Haldnir voru blaðamannafundir, og svo hélt 14 manna flugbjörgunarsveitin Winston Recovery Team á Grænlandsjökul snemma í júní 1983, (DV. 6. júní 1983). Í hópnum var læknir, kokkur, landmælinga- maður (Larry Seabolt) og vélvirki (John Neel). Flogið var á DC-3 skíðavél á jökulinn með 24 tonn af tækjum frá Bandaríkjunum: vélsleða, rafstöðvar, eldsneyti, 6×12 m eldhústjald með öflugum álbogum og kross- viðargólfi, svefntjöld og 1.000 bambusstengur til þess að merkja mælilínur. Þótt Rajani hafi safnað saman hópi leitarmanna og ráðið þá til starfa, réð Reynolds lækninn og heimskautafarann Mike Weis sem búða- stjóra, og skyldi hann sjá um öryggismál; fyrir tób- aksfyrirtækið var það tryggingamál. Weis setti upp vandaðar tjaldbúðir og hlóð skjólveggi úr snjó um- 112 JÖKULL No. 66, 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Undirtitill:
Ársrit Jöklarannsóknarfélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0449-0576
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
73
Skráðar greinar:
Gefið út:
1951-í dag
Myndað til:
2023
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Jón Eyþórsson (1952-1967)
Sigurður Þórarinsson (1957-1982)
Guðmundur Pálmason (1965-1976)
Sveinbjörn Björnsson (1967-1976)
Helgi Björnsson (1983-1985)
Leó Kristjánsson (1983-1985)
Ólafur G. Flóvenz (1986-1987)
Tómas Jóhannesson (1988-1989)
Helgi Björnsson (1990-1993)
Leó Kristjánsson (1990-1993)
Áslaug Geirsdóttir (1994-2007)
Tómas Jóhannesson (1998-1998)
Bryndís Brandsdóttir (1998-2007)
Halldór Gíslason (2002-2003)
Snævarr Guðmundsson (2006-2007)
Freysteinn Sigmundsson (2008-2008)
Leifur A. Símonarson (2008-2008)
Olgeir Sigmarsson (2008-2008)
Ívar Örn Benediktsson (2012-2012)
Helgi Björnsson (2012-2012)
Guðrún Larsen (2012-2012)
Olgeir Sigmarsson (2012-2012)
Bryndís Brandsdóttir (2013-2016)
Snævarr Guðmundsson (2013-2016)
Þorsteinn Þorsteinsson (2013-2016)
Efnisorð:
Lýsing:
Reykjavík Jöklarannsóknafélag Íslands Jarðfræðafélag Íslands 1951-.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.01.2016)
https://timarit.is/issue/399332

Tengja á þessa síðu: 112
https://timarit.is/page/7011675

Tengja á þessa grein: Flugvélaleit á Grænlandsjökli
https://timarit.is/gegnir/991010185009706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.01.2016)

Aðgerðir: