Jökull - 01.01.2016, Blaðsíða 112
Helgi Björnsson
Í ágústmánuði 1981 flugu fjórmenningarnir á eins-
hreyfils Cessnu inn yfir Grænlandsjökul, en sáu engin
merki um flugvélarnar. Þeir lentu á jöklinum, og af
ljósmyndum frá 1942 gátu þeir þekkt fjöll í fjarska
og áttað sig á því, hvar vélarnar hefðu nauðlent. Þar
grófu þeir gryfju í snjóinn og greindu reglubundin ís-
lög, sem þeir töldu vera árlög (mynduð, þegar votur
snjór frýs að hausti); um 45 cm væru á milli árlaganna,
svo að vélarnar gætu verið á 18 m dýpi. Síðan gengu
þeir um jökulinn með segulmæli (málmleitartæki) og
töldu sig greina þar sveiflur í segulstyrk, sem gætu
verið merki um, að þeir hefðu fundið vélarnar. Þeir
héldu heim við svo búið. Þá þegar kom upp ágrein-
ingur meðal félaganna, um hvernig greina skyldi frá
árangri við flugvélaleitina. Sumir vildu segja, að þeir
hefðu fundið vélarnar, en öðrum fannst of snemmt að
fullyrða það.
Norman Vaughan, sem áður er nefndur og bjó í
Anchorage í Alaska, frétti þá af flugvélaleitinni og
gekk til liðs við leitarmenn. Epps og Taylor flugu aft-
ur ásamt Vaughan inn yfir jökulinn í október 1981, en
ekki sáu þeir flugvélarnar. Heimkomnir til Atlanta var
Epps og Taylor sagt í Georgia Institute of Technology,
að sveiflur, sem þeir hefðu séð á segulmæli, væru
líklega vegna sólstorma. Vænlegra til árangurs væri,
að þeir notuðu jarðsjá við flugvélaleitina (tæki, sem
sendi frá sér rafsegulbylgjur og gæti numið endurkast
þeirra frá flugvélunum). Þeir fengu til liðs við sig jarð-
eðlisfræðinginn Bruce Bevan frá University of Penn-
sylvania í Philadelphia (einnig Geosight P.O. Box 135
Pitman, NJ 08071), sem mikla reynslu hafði af því
að beita jarðeðlisfræðilegum mælingum við leit að
fornminjum. Jarðsjá hans var með tíðnisviðið 120–
180 MHz, sendi frá sér 1–1,5 m langa rafpúlsa og var
talin sjá niður á 60 m dýpi. Tækið var framleitt af fyr-
irtækinu Geophysical Survey Systems (SIR-systems,
model 3105 (180 MHz) og model 3055A (120 MHz)).
Eðlilegt var að grípa til slíks tækis til mælinga á Græn-
landsjökli. Frá lokum sjöunda áratugar síðustu aldar
hafði þykkt Grænlandsjökuls verið mæld með rafseg-
ulbylgjum, reyndar 60 MHz tíðni, sem séð gat gegn-
um 3.000 m þykkan ís (Gudmandsen, 1969, 1970).
Svo mikið var kappið, að þeir fóru enn eina ferð síðar
í október 1981. Flugu frá Syðri-Straumsfirði til Dye-3
radarstöðvar á hájöklinum. En nú lentu þeir í kolvit-
lausu veðri og urðu að hætta við frekari leiðangur. Þá
var farið að reyna mjög á samstarf félaganna Epps og
Taylor við Rajani. Ósætti magnaðist svo, að Epps og
Taylor sögðu sig úr félagi við hann og stofnuðu 1981
sérstakt félag, Greenland Expedition Society (GES).
Kepptust nú hóparnir tveir við að finna styrki til frek-
ari leitar að vélunum. Illvíg málaferli hófust milli leit-
armanna (GES og Pursuit Unlimited). Sökuðu þeir
hvorir aðra um þjófnað á viðskiptaleyndarmálum, en
svo fór, að dómari bað mennina um að leysa sjálfir úr
sínum deilum og sóa ekki tíma dómstóla frekar.
Flugvélarnar fundnar með íssjá árið 1983
Árið 1983 tókst Rajani og Degan með stuðningi vina-
margs kráareiganda í Kaliforníu, Jay Fiondella að
nafni, að fá tóbaksrisann Reynolds Tobacco Comp-
any til þess að leggja fram eina milljón bandaríkjadala
til flugvélaleitarinnar, gegn því að fyrirtækið fengi
einkaleyfi á öllum auglýsingum viðvíkjandi leitarleið-
angrinum, tóbaksfyrirtækisins yrði getið í öllum frétt-
um, og allur búnaður yrði merktur nafninu Winst-
on Recovery Team (WRT). Mikið auglýsingastríð
hafði þá staðið milli tóbaksfyrirtækja í Bandaríkjun-
um. Bandaríski kúrekinn (cowboy) reykti Marlboro
(Marlboro Man), en „working men of America“ Phil-
ip Morris, og „the strong man“ reykti Winston-Salem.
Camel styrkti kappakstur (Formula 1), knattspyrnu
(FIFA World Cup) og mótorhjólakeppni (Grand Prix).
Sniðugt væri einnig að auglýsa, að flugmenn reyktu
Winston vindlinga.
Haldnir voru blaðamannafundir, og svo hélt 14
manna flugbjörgunarsveitin Winston Recovery Team
á Grænlandsjökul snemma í júní 1983, (DV. 6. júní
1983). Í hópnum var læknir, kokkur, landmælinga-
maður (Larry Seabolt) og vélvirki (John Neel). Flogið
var á DC-3 skíðavél á jökulinn með 24 tonn af tækjum
frá Bandaríkjunum: vélsleða, rafstöðvar, eldsneyti,
6×12 m eldhústjald með öflugum álbogum og kross-
viðargólfi, svefntjöld og 1.000 bambusstengur til þess
að merkja mælilínur. Þótt Rajani hafi safnað saman
hópi leitarmanna og ráðið þá til starfa, réð Reynolds
lækninn og heimskautafarann Mike Weis sem búða-
stjóra, og skyldi hann sjá um öryggismál; fyrir tób-
aksfyrirtækið var það tryggingamál. Weis setti upp
vandaðar tjaldbúðir og hlóð skjólveggi úr snjó um-
112 JÖKULL No. 66, 2016