Skírnir - 01.09.2002, Síða 158
380
SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON
SKÍRNIR
Líkt og Le Roy Ladurie byggir Sabean hluta af bókinni upp eins
og einsögufræðingar myndu gera, þar sem formlegar stofnanir
samfélagsins eru skoðaðar út frá sjónarhorni einingarinnar sjálfr-
ar, hvort sem það er einstaklingar, atburðir eða litlar einingar.22
Þess má geta að Georg G. Iggers virðist hafa svipuð sjónarmið í
huga í umræðunni um Sabean og fleiri fræðimenn frá Max Planck-
stofnuninni í Þýskalandi þegar hann skrifar: „Þeir eru þess vegna
mun nær hefðbundinni félagsvísindasögu og í mun meiri fjarlægð
frá sögulegri mannfræði en þeir vilja vera láta.“23
Taka verður fram að hér er ekki verið að vísa fólki frá sem hef-
ur löngun til að stíga einsögudansinn, heldur aðeins verið að gera
tilraun til að marka einsögunni ákveðið fræðilegt rúm; að skil-
greina hvað felist í hugmyndafræði hennar. Eg geri mér grein fyrir
því að það eru skiptar skoðanir um hvort þessi eða hinn tilheyri
einsöguhefðinni en mér finnst mikilvægt að miða skilgreininguna
við efnistök og hugmyndafræði höfundar.24 Mér hefur lengi fund-
22 David Sabean, Kinship in Neckarhausen 1700-1870 (Cambridge 1998). Það er
rétt sem Loftur bendir á að Sabean vísar til þess í inngangskafla sínum að hægt
sé að staðsetja rannsóknina innan einsöguhefðarinnar, eða svo hafi samstarfs-
menn hans bent honum á. Ekki þarf þó að lesa lengi í þessum kafla til þess að
sjá að rannsóknin ber öll merki flókinnar félagssögurannsóknar sem unnin er
undir merkjum fjölsögunnar (sjá bls. 2-89). Það skal tekið fram að ég tel að
Sabean sé miklu nær því að beita einsögulegum aðferðum í bók sem hann rit-
aði árið 1984 og nefnist Power in the Blood: Popular Culture and Village
Discourse in Early Modern Germany (Cambridge 1984). Um Hans Henrik
Appel og hans góða rit (sem Loftur nefnir einnig) er það að segja að það sver
sig svo sannarlega í ætt við verk Sabean. Eins og fram kom á ráðstefnu í Óðins-
véum um einsögu sem ég sótti í októbermánuði 1999 þá var því nánast alfarið
vísað á bug að um einsöguverk væri að ræða. Sjá Lenu Wul, „Microhistory in
practice - A reply to Hans Henrik Appel.“ Microhistory - Towards a New
Theory of History?, bls. 23—27.
23 Georg G. Iggers, Historiography in the Twentieth Century. From Scientific
Ohjectivity to the Postmodern Challenge (Lundúnum 1997), bls. 107.
24 Sem dæmi má taka grein eftir Marion W. Gray, „[Review article] Microhistory
as Universal History." Central European History 34 (2001), bls. 419-431. Þar
er höfundur nokkuð tvístígandi varðandi hvar eigi að staðsetja Sabean og verk
hans þar sem fyrri bækur hans leggja áherslu á eininguna sem rannsóknarsvæði,
en í Kinship in Neckarhausen er lögð áhersla á mun hærra alhæfingarstig. Rann-
sóknin nær bæði til stærra svæðis, eins og margar fjölsögulegar rannsóknir
gera, og hún hefur skírskotun til samskonar samfélaga um allan heim. Gray
bendir þó á að það geri hann vegna áherslunnar á eininguna (sjá bls. 430—431).