Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Síða 5

Bókasafnið - 01.07.2018, Síða 5
Bókasafnið 42. árg – 2018 5 Árið 2018 eru liðin 200 ár frá stofnun Lands-bókasafnsins. Safnið er í núverandi mynd, Lands-bókasafn Íslands - Háskólabókasafn, forystusafn íslenskra bókasafna samkvæmt Bókasafnalögum. Þess vegna vildi ritnefnd gera starfsemi safnsins góð skil í þessu tölublaði. Forsíðumynd blaðsins er úr safninu og hér á eftir fylgir viðtal við landsbókavörð, þar sem farið var yfi r bæði starfsemi Landsbókasafnins og framtíðarsýn þess, en einnig bókasafnaþjónustu í landinu, hvað ber hæst þar og hvað bíður í nánustu framtíð. Starf Upplýsingar er umfj öllunarefni í tveimur greinum. Annars vegar er grein um málþing haldið í nóvember 2017 um samstarf og samstöðu, sem er innleiðing að greinum um slíkt samstarf hjá almenningsbókasöfnum, framhaldsskóla- bókasöfnum, háskólabókasöfnum og bókasöfnum grunn- skóla. Einnig er í blaðinu grein um samstarf skólabókasafna í Hafnarfi rði. Hins vegar er grein um starf stjórnar Upp- lýsingar 2016-2018. Þá fylgja greinar um opinn aðgang, um hégómaútgáfur og svikamyllur í vísindalegri útgáfu, um hillur fyrir lesefni á Akureyri sem hvetja til lestrar, um innleiðingu RDA skrán- ingarreglanna og um Slamit. Þá eru tvær greinar um starf- semi Rafbókasafnsins, önnur séð frá sjónarhóli bókasafns sem miðlar efni þar og hin um tæknilegri þætti þess. Þá er grein um hlaðvarp Borgarbókasafns. Tvær greinar fj alla um skjalastjórn, annars vegar grein um 2. útgáfu staðalsins ISO 15489 um upplýsingar, skjalfestu og skjalastjórn, og hins vegar um skipulegt eftirlit Þjóð- skjalasafns. Þá fylgir grein um þekkingarmiðstöð Aaltoháskóla sem er ríkulega myndskreytt og sýnir hvernig hægt er að setja upp aðlaðandi og hvetjandi námsumhverfi . Þá er grein um Bláa skjöldinn, alþjóðlegt verkefni til að vernda skjöl og önnur gögn frá utanaðkomandi hættu. Við sláum botninn í þetta tölublað með sex stuttum greinum eða tölvupóstviðtölum við nemendur sem nýlega hafa lokið námi, og að okkar mati fengist við áhugaverð við- fangsefni í lokaverkefnum sínum. Þetta er gert til að kynna niðurstöður þessara verkefna fyrir fagstéttunum hér á landi. Þetta mat okkar snýst engan veginn um gæði lokaverkefna, sem er í höndum annarra. Þar réð eingöngu viðfangsefnið og hvort okkur þætti það áhugavert að kynna betur fyrir öðrum. Um þessar mundir er reyndar fremur einfalt fyrir fólk að fl etta upp lokaverkefnum í Skemmunni. Sum þeirra eru lokuð í einhvern tíma en fl est eru opin afl estrar og út- drættir þeirra eru í öllum tilfellum opnir. Tvö úr ritnefnd hafa nú starfað þar í þrjú ár og þrjár í tvö ár. Nú er svo komið að við teljum nóg unnið og hyggjumst öll hætta þessum störfum. Það eru nokkur vonbrigði að sjá hversu litlar undirtektir hafa verið að fá fólk til þessara starfa á vetri komanda. Það er hlutverk þeirra sem eru í þessari nefnd að ákveða hvernig útgáfu skal háttað og ráða þannig hvort efni verður gefi ð út á vef Bókasafnsins, sem er undirvefur Upplýsingar, eða á prenti. Áherslur stéttarinnar hafa verið að gefa blaðið út á prenti sem felur í sér meiri vinnu fyrir þá sem gefa blaðið út og hverjir sem gefa kost á sér verða að takast á við það. Það er von okkar að áhuginn á þessari vinnu glæðist, en um leið verður að horfast í augu við að þetta veldur miklu álagi við hlið fullrar vinnu. Við árnum þeim sem gefa kost á sér í nefndina allra heilla. Um blaðið OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is One býður hagkvæma heildarlausn í skjalamálum með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. Vefgátt fyrir íbúa Íbúalýðræði, þátttökulýðræði og samráð Þróunarstefna OneSystems styður Moreq2, kröfur evrópulanda um gagnsæi, rekjaleika og öryggi. Áherslur íslenskra sveitarfélaga eru að færast í átt að íbúalýðræði, að virkja almenning til samráðs og þátttöku í stjórnmálum. Tilgangurinn er að brúa bilið á milli kjörinna fulltrúa og íbúa. Með íbúagátt frá OneSystems er hægt að leggja mál fyrir íbúa til samráðs og kosninga og auðvelda aðgengi að kjörnum fulltrúum og umsóknum fyrir þjónustu í sveitarfélaginu. Citizen Þjón us ta vi ð íbú a a llan sólarhringinn alla daga ársins

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.