Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.07.2018, Qupperneq 6

Bókasafnið - 01.07.2018, Qupperneq 6
6 Bókasafnið Viðtal við landsbókavörð Í nóvember 2017 hittist ritnefnd Bókasafnsins á skrifstofu lands- bókavarðar og ræddi við hana um safnið, 200 ára afmæli þess og það umhverfi sem safnið nú starfar í. Viðtalið er yfirgripsmikið, enda er Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn leiðandi meðal bókasafna í landinu og við hæfi að Bókasafnið geri afmælinu skil. Við þessi tímamót vildum við heyra skoðanir hennar á mörgum atriðum sem snerta vinnu við safnið sjálft, en einnig bókasöfn og upplýsingar almennt. Þá vildum við heyra af þeim verkefnum sem eru efst á baugi í safninu næstu árin. Fyrst af öllu spurðum við hana þó um hennar eigin bakgrunn. Ég varð stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina 1975 og fór þaðan beint í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Með- an ég var í náminu var ég stundakennari við Árbæjarskóla, en eftir að því lauk var ég ráðin til að setja þar upp nýtt skólabókasafn. Ég var þar í um 5 ár og þá var auglýst eftir bókasafnsfræðingi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, sem var nýr skóli, og ég sótti um og fékk. Ég var þar í rúm 15 ár og kom einnig á fót nýju bókasafni og það hefur gjarn- an fylgt mér að ég hef fengið að koma af stað alls konar verkefnum. Ég var í hlutastarfi til að byrja með og var líka stundakennari í bókasafnsfræði í nokkur ár. FB var á þeim tíma bæði menntaskóli og verkmenntaskóli og margar fag- greinar kenndar þarna. Það var mikið líf og fjör og skólinn mikill suðupottur. Á þessum árum voru stofnuð bókasöfn í mörgum framhaldsskólum og það myndaðist öflugur hópur bókasafnsfræðinga í kringum þau, sem enn er starfandi. Nokkru áður en ég hætti, ákvað ég að fara í meistaranám í bókasafnsfræði sem þá var að byrja við HÍ. Um svipað leyti var haft samband við mig hvort ég gæti flokkað og skráð lítið bókasafn í menntamálaráðuneytinu og ég tók það sem hlutastarf meðfram náminu. Ég var svo fyrsti meistaranem- inn (MA) sem útskrifaðist úr bókasafns- og upplýsinga- fræði árið 1996 og skrifaði lokaritgerð um lestrarfélögin. Ég vann síðan í menntamálaráðuneytinu og við bættust lítil bókasöfn þriggja ráðuneyta í Arnarhvoli, fjármála-, dóms- og kirkjumála- og iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta. Vinnan fólst í upplýsingaþjónustu, flokkun og skráningu í Gegni og grisjun á því efni sem barst í ráðuneytin. Ég hafði vinnuað- stöðu í kjallara Arnarhvols og draumurinn var að búa til eitt sameiginlegt bókasafn fyrir ráðuneytin en það gerðist nú reyndar ekki. Síðan losnaði skjalastjórastarf í fjármálaráðuneytinu og það varð úr að ég tæki það að mér. Mér fannst skjalastjórnin ótrúlega spennandi og áhugaverð og fékk nokkuð strangt uppeldi, en það er bæði krefjandi og gaman að vinna í ráðuneyti. Ég var í ráðuneytunum í um 11 ár, en síðustu árin kom aftur upp ný þörf og ég innritaði mig í nýtt nám í stjórnsýslufræðum við HÍ. Bent var á að þetta væri heppileg leið fyrir þá sem ætluðu sér að vinna í stjórnsýslunni og ég gat alveg hugsað mér að starfa þar áfram. Árið 2005 hringdi Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður í mig og sagði að það vantaði tímabundið sviðsstjóra á varðveislusviði í safninu, meðan þáverandi sviðsstjóri færi í bókasafn Nor- ræna hússins. Til stóð að ég myndi leysa hana af þangað til hún kæmi aftur eftir fjögur ár. Ég hóf því störf í Þjóðarbók- hlöðunni haustið 2005 og skilaði meistararitgerð í stjórn- sýslufræðum (MPA) um Landsaðganginn vorið 2006. Síðan ákvað Sigrún Klara að hætta 2007. Ég hugsaði með mér að ég væri komin með alla þessa menntun og reynslu, búin að skrifa meistaraprófsritgerðir um lestrarfélögin og Landsaðganginn, og fannst þetta mjög skemmtilegur starfs- vettvangur, að ég væri vitleysingur ef ég myndi ekki sækja um. Ég sendi því inn umsókn og var á endanum ráðin úr hópi sex umsækjenda. Úr fyrstu aðfangabók safnsins Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.