Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Síða 9

Bókasafnið - 01.07.2018, Síða 9
Bókasafnið 42. árg – 2018 9 Þjóðbókasöfn eru stofnanir sem eru gjarnan í virðuleg- um húsum sem eiga sér mikla sögu og það er ekki verið að gera miklar breytingar á þeim. Þó er verið að breyta, meðal annars vegna nýrra starfshátta og nýrrar þjónustu. Í háskólabókasöfnum í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar er einnig verið að gera tilraunir með nýjungar. Þú minntist á Miðstöð munnlegrar sögu, er það eitt af þeim verkefnum sem hafa komið hingað inn? Það var samstarfsverkefni með Sagnfræðideild Háskóla Íslands og fleiri aðilum. Munnleg saga er aðferð innan sagnfræðinnar þar sem tekin eru viðtöl við fólk sem þekkir til atburða sem verið er að rannsaka og það hafði safnast töluvert efni hjá þeim. Þau vildu gera efnið aðgengilegt til frekari rannsókna og halda á lofti þessari aðferðafræði, með fræðslu og námskeiðum. Verkefnið var upphaflega fjármagnað með styrkjum, en eftir hrunið var enga styrki að hafa og niðurstaðan varð sú að Miðstöðin kæmi hingað inn. Við gátum lagt til húsnæði og starfshlutfall til að halda utan um starfsemina og passa upp á að gögnin færu ekki forgörðum. En hvað með þjónustu við nemendur? Nemendur eru stærsti hópurinn sem kemur í safnið. Undanfarið hefur verið bryddað upp á ýmsum nýjungum í þjónustu við þá og sérstaklega nemendur við Háskóla Íslands. Alltaf hefur verið boðið upp á safnfræðslu, en hún er síbreytileg, ráðgjöf vegna skila lokaritgerða í varð- veislusafnið Skemmuna er veitt, auk þess að þróa Skemm- una áfram. Samstarf komst á við ritverin, sem er nýleg þjónusta á vegum Menntavísindasviðs og Hugvísindasviðs HÍ, og þjónustuborð frá þeim hefur verið mjög vinsælt. Það er oft biðröð eftir að komast að hjá sérhæfðu starfsfólki sem leiðbeinir nemendum í gegnum ritgerðasmíðina, tilvitn- anir, heimildalista og allt sem þessu tengist. Það er alveg frá nýnemum til elstu nemenda, hér er til dæmis níræður doktorsnemi sem fær aðstoð þarna. Við höfum einnig hýst verkefnavöku ritveranna og fólk er ánægt með hvernig hún hefur þróast. Áttavitinn er rafrænt safn leiðarvísa, sem var sett upp fyrir nokkrum árum og kemur í stað umfangsmikillar bæklinga- útgáfu fyrri ára. Sífellt er verið að þróa framsetningu efni- sins. Nýtt verkefni sem safninu var falið á síðasta ári er samningagerð, rekstur og umsjón með ritstuldarforritinu Turnitin fyrir alla háskóla og framhaldsskóla landsins. Nú er þjónustusviðið að kanna möguleika á samstarfi við ýmsar einingar í HÍ, til þess að bæta þjónustu við meistaranema og sístækkandi hóp doktorsnema. Hvað með þjónustu við háskólakennarana, eru einhverjir nýir hlutir að gerast þar? Undanfarið hefur verið lögð áhersla á að efla starf tengiliða við svið og deildir Háskóla Íslands varðandi innkaup og annað slíkt, auk námskeiða og kynninga. Við erum komin með nokkuð þétt net, en samt ekki alveg allar greinar, við þyrftum að fá fleiri tengiliði. Er ekki samt verið að kalla eftir þjónustu eins og aðstoð við birtingu greina sem bæði doktorsnem- ar og kennarar eru að hugsa um? Við erum einnig að skoða þetta. Opinn aðgangur og Opin vísindi eru hluti af stefnu safnsins og Háskóli Íslands hefur einnig sett sér stefnu um opinn aðgang. Talsvert samstarf hefur verið við Vísindasvið HÍ til að ýta þessum málum áfram, sérstaklega eftir að varðveislusafnið Opin vísindi komu til. Þetta er aukin þjónusta, ekki bara við HÍ, heldur alla háskólana í landinu og byggist á samstarfi háskóla- bókasafnanna. Það hófst með samstarfinu um Skemmuna en hún var upprunalega sett upp á Akureyri en var síðan flutt til Kennaraháskólans. Svo var tekin sú ákvörðun að í stað þess að hver háskóli væri með eigið stafrænt safn, myndu allir háskólarnir setja lokaritgerðir nemenda og einnig efni frá kennurum í Skemmuna og að Lbs-Hbs myndi sjá um reksturinn. Samstarf í verkefnisstjórn hefur gengið mjög vel og notkunin er mikil. Efnið er oft það nýjasta og framsæknasta sem völ er á og nemendur leita þar að fyrirmyndum við ritgerðasmíð. Oft er ekki til neitt annað á íslensku um helstu nýjungar í fræðunum, þannig að Flutt úr Safnahúsinu Flutt úr Safnahúsinu

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.