Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Síða 15

Bókasafnið - 01.07.2018, Síða 15
Bókasafnið 42. árg – 2018 15 endurgerð eldra efnisins og hins vegar að taka á móti nýjum aðföngum á sífellt fjölbreyttara formi, skrá þau í Gegni og önnur kerfi, koma fyrir í réttum geymslum og veita aðgang að þeim. Nýjar þjónustur koma fram og þær eldri eflast og þar má telja Landsaðgang, Áttavitann, Skemmuna, Opin vísindi, væntanlegt rannsóknagagnasafn eða CRIS kerfi og umsjón með Turnitin ritstuldarforritinu, en allt þetta þjónar vís- inda- og háskólasamfélaginu. Með Tónlistarsafninu hafa komið nýir straumar. Markmiðið þar er sameina allt tónlistartengt efni á okkar vegum og að skapa öflugan vettvang til rannsókna á íslenskri tónlistar- menningu. Þá er orðið tímabært að endurskoða lög um skylduskil, því þó við búum við lög sem voru afar framsýn á sínum tíma, þá þarf að fara yfir þau. Sérðu fyrir þér að þið getið haft opið allan sólar- hringinn? Ég veit það ekki, þetta hefur verið rætt, en væntanlega yrði aðeins hægt að vera með einhvern hluta hússins opinn. Það þyrfti að fara út í breytingar því húsið er ekki hannað með þetta fyrir augum. Erlendis eru heilu bókasöfnin opin allan sólarhringinn, án þess að þar sé starfsfólk, en það eru vanalega lítil söfn. En ég er ekki viss um að eftirspurnin eða notkunin yrði svo mikil samanber fækkun gesta í húsinu undanfarin ár. Við leggjum frekar áherslu á rúman afgreiðslu - tíma og að allir geti nálgast gögnin okkar á netinu. Vef- mælingar sýna stöðuga fjölgun gesta þar. Það þarf einnig að endurhugsa vinnubrögð svo sem aukna sjálfsafgreiðslu, bæði í safninu, á vefjunum okkar og í bókasafnskerfinu eins og áður er nefnt. Einnig þarf að endurhugsa hvernig við nýtum rýmið í húsinu, búa til talandi svæði og þögul svæði og fjölga hópvinnuherbergjum og rýmum með sérútbúnaði, tölvum með sérstöku efni eða forritum og svo framvegis. Í erlendum söfnum hafa víða verið settir upp stórir gagn- virkir skjáir þar sem vakin er athygli á ýmsu úr safnkostin- um, eða að sýningar eru birtar þar. Það þótti mikil framför þegar upplýsingaskjárinn á 2. hæð var settur upp, en auð- vitað ættu að vera fleiri skjáir í safninu og mismunandi efni á hverjum skjá. Það hefur mikið verið rætt um viðveru safnsins á Háskólatorgi. Ég var mjög fylgjandi því í upphafi að vera með aðstöðu þar, en það var erfitt að fá pláss þegar torgið opnaði. Nú er starfsfólk safnsins með upplýsingaborð þar einu sinni í viku og við munum gefa því tíma og meta svo árangurinn. Kannski er hægt að auka þessa þjónustu, til dæmis að kennarar og nemendur gætu náð í millisafnalán, önnur útlán og skilað efni. Á hverjum degi fer þarna í gegn mikill fjöldi fólks sem notar þjónustu safnsins, þarna er einn stærsti markhópurinn. Og við hefðum þurft að vera með frá upphafi. Þetta er kannski glatað tækifæri, sem við erum að reyna að vinna upp. Ertu bjartsýn fyrir afmælisárið? Já ég er alltaf bjartsýn. Stofnunin hefur náð að endurnýja sig ótrúlega mikið frá því að flutt var í Þjóðarbókhlöðuna og sameining gömlu safnanna hefur orðið mikil lyftistöng fyrir starfsemina. Með tölvutækni og stafrænu byltingunni verða miklar breytingar sem snerta alla starfsemi safnsins og við höfum reynt eftir bestu getu að fylgja því eftir. Safninu hafa verið falin ný verkefni og þá hafa stundum skapast ný störf. Hér er mjög öflugt starfsfólk og stjórnendateymi, svið- stjórarnir sem sitja í framkvæmdaráði. Það eru að verða kynslóðaskipti í starfsliðinu og óhjákvæmilega fylgja því breytingar og ný þekking og vinnubrögð koma inn. Okkur gengur mjög vel með þau verkefni sem við erum að vinna að núna. Mér finnst í auknum mæli vera leitað til okkar með samstarf og ég er ánægð með hvernig það hefur spilast. Þá er hér einnig skemmtilegt samfélag notenda, sem margir eru daglegir gestir í lengri eða skemmri tíma. Hér eru hópar sem eiga sitt félagslíf á kaffistofunni. Fólk fundar mikið í safninu og á stefnumót, einnig fer hér fram kennsla og viðburðir, bæði á okkar vegum og annarra. Notendur á netinu hafa einnig samband og safnið fær yfirleitt jákvæða umfjöllun á samfélagsmiðlum. Fólk sem notaði aðstöðuna í sínu námi, talar um hve gott það var að vera í safninu, í Bókhlöðunni, þar sem alltaf er friður og sem betur fer held ég að flestir hafi góðar minningar héðan. En svo eru aðrir sem þola ekki þögnina og vilja frekar vera á Háskólatorgi, í meiri ys og þys, til að geta einbeitt sér. Ég er bjartsýn fyrir hönd safnsins og það er mikið svigrúm fyrir nýjungar og starfsfólk safnsins hefur alla burði til að takast á við þær á 200 ára afmælinu. Framtíðin er björt. Við opnum sýningar um Smekkleysu

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.