Bókasafnið - 01.07.2018, Side 20
20 Bókasafnið
til að nota við lyklun safnefnis bókasafna framhaldsskóla
– en þá var tölvuvæðing spjaldskráa hafin og staðlaðan efn-
isorðalykil vantaði sárlega. Tóku höfundarnir, þær Þórdís T.
Þórarinsdóttir (MS) og Margrét Loftsdóttir (Flensborg),
verkefnið alvarlega og gáfu út efnisorðalykil árið 1992. Síðar
gengu Borgarbókasafn, Bókasafn Landspítalans og Skóla-
safnamiðstöð Reykjavíkur til liðs við höfunda um þróun
hans. Alls urðu prentuðu útgáfurnar þrjár. Skránni er nú
haldið við af Efnisorðaráði Gegnis sem hélt á dögunum sinn
280. fund.
SBF hefur verið ötull við finna sér tilefni til að víkka
sjóndeildarhringinn og fara í kynnis- og fræðsluferðir
sem ávallt eru einstaklega vel skipulagðar, fróðlegar og
áhugaverðar. Allir koma með hugmyndir um hvert eigi að
fara og hvað eigi að skoða og almenn ánægja og jákvæðni
ríkir í ferðunum. Fyrsta kynnisferðin til útlanda þar sem
skólasöfn og skólasafnamiðstöð voru heimsótt var haustið
2007 til Glasgow og Edinborgar. Árið 2015 var haldið til
Kaupmannahafnar og Málmeyjar og starfsemi framhalds-
skólasafna þar skoðuð ásamt almenningsbókasöfnum og
öðrum menningarstofnunum. Hérlendis sem erlendis hefur
verið tekið einstaklega vel á móti hópnum. Nú er verið að
skipuleggja þriðju utanlandsferðina, til Amsterdam nú vorið
2018. Sótt var um styrk til Erasmus+ í samvinnu við hvern
skóla um sig. Undanfarið hafa allir sem sótt hafa um styrk
fengið úthlutun. SBF stefnir að því að fara í kynnis- og
fræðsluferðir til útlanda á 3-5 ára fresti. Helsta markmið
kynnis- og fræðsluferða til annarra landa er að víkka fag-
legan sjóndeildarhring og kynnast starfsháttum skólasafna
utan landsteinanna.
Miklu máli skipti fyrir SBF að fá styrkinn frá MMR þó
hann væri ekki mjög hár því hann var hvatning og viður-
kenning. Fyrstu árin nam styrkurinn einum mánaðarlaun-
um kennara en skömmu eftir hrun var hann lækkaður í
150.000 á ári og felldur alveg niður árið 2016. Á fundi
í haust (2017) var ákveðið félagsgjald, kr. 5.000 á hvern
meðlim SBF – til að koma í stað styrksins. Með styrknum
var greidd smáþóknun og útlagður kostnaður til þeirra sem
tóku að sér verk fyrir hópinn að ógleymdri rithöfundar-
kynningu á jólafundi.
Verulega hefur kreppt að söfnum framhaldsskólanna nú
eftir hrun. Fjárveitingar hafa verið skertar verulega – stund-
um meira en 50%. Einnig hefur verið sagt upp starfs-
fólki. Dæmi eru um að þar sem áður voru tvö stöðugildi
(bókasafnsfræðingur og bókavörður) sé nú hálft stöðugildi
bókasafnsfræðings. Þetta þýðir styttri afgreiðslutíma og
verulega skerta þjónustu við nemendur. Á tímum sem þyrfti
að auka þjónustuna og leggja aukna áherslu á upplýsinga-
læsi og hagnýtingu upplýsingatækni. Á flestum framhalds-
skólasöfnum landsins vinnur aðeins einn eða mjög fáir
bókasafns- og upplýsingafræðingar. Því er mikilvægt fyrir
félaga í SBF að hafa gott og öflugt samstarf sín á milli.
Nauðsynlegt er fyrir einyrkja á safni að fá tækifæri til að
bera saman bækur sínar og fylgjast með nýjungum og þró-
un innan fagsins með því að heimsækja önnur söfn, bæði
innanlands og erlendis. Fræðsluferðir stuðla að faglegri
og persónulegri starfsþróun, auka nýbreytni í starfi og
gefa víðari sýn á viðfangsefnin. Miklvægt er að SBF haldi
áfram að hittast reglulega til að vinna saman að faglegum
hagsmunamálum og efla faglegan og persónulegan þroska
félagsmönnum til gagns og gleði.
Greinin er að stofni til fyrirlestur frá málþingi Upplýsingar,
Samstarf og samstaða, 24.11.2017.
Nánari upplýsingar
Auður M. Aðalsteinsdóttir, Ása Þorkelsdóttir, Ásdís H. Hafstað, Ás-
gerður Sveinsdóttir, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, Kristín Björgvins-
dóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir. (2016). Skyggnst yfir pollinn.
Bókasöfn í Svíþjóð og Danmörku sótt heim. Bókasafnið, 40, 38-42.
Bára Stefánsdóttir. (2008). Samstarfshópur bókasafnsfræðinga í fram-
haldsskólum heimsækir Skotland. Fregnir, 33(2-3), 30-31.
Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir. (2004). Samstarfshópur bókasafns-
fræðinga í framhaldsskólum. Fregnir, 29(1), 40-42.
Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir. (2007). Kynnisferð SBF til Skotlands
27.-30. sept. 2007. Fregnir, 32(3), 42-43.
Hulda Björk Þorkelsdóttir, Kristín Björgvinsdóttir, Margrét Lofts-
dóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir. (1994). Bókasöfn í framhalds-
skólum. Bókasafnið, 18, 24-25.
Hulda Björk Þorkelsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir. (1991). Samstarfs-
hópur bókasafnsfræðinga í framhaldsskólum. Bókasafnið, 15, 35.
K.B. [Kristín Björgvinsdóttir]. (1989). Samstarfshópur bókavarða í
framhaldsskólum. Fregnir, 14(2) 11-12.
Samstarfshópur bókasafnsfræðinga í framhaldsskólum. (1998-2017).
Ársskýrslur 1997-2016. (Þórdís T. Þórarinsdóttir tók saman).
(Skjalasafn SBF).
Samstarfshópur bókasafnsfræðinga í framhaldsskólum. (1985-2017).
Fundargerðir 1-155. (Skjalasafn SBF).
Þórdís T. Þórarinsdóttir. (1997). Bókasöfn í framhaldsskólum. Í Sál
aldanna (s. 343-365). Reykjavík, Félagsvísindastofnun Háskóla Ís-
lands, Háskólaútgáfan.
Þórdís T. Þórarinsdóttir. (1999). 82. fundur Samstarfshóps bókasafns-
fræðinga í framhaldsskólum. Fregnir, 24(2), 18-19.
Þórdís T. Þórarinsdóttir. (2001). Samstarfshópur bókasafnsfræðinga í
framhaldsskólum. Fregnir, 26(3), 32-33.
Nýtt bókasafn og upplýsingamiðstöð opnað í MS 8. mars 2016