Bókasafnið - 01.07.2018, Page 22
22 Bókasafnið
Fyrsti fundur háskólabókavarða á Íslandi var haldinn í Háskólanum á Akureyri 10. september 1999. Síðan þá hafa verið haldnir 45 fundir, sá síðasti var
haldinn 23. janúar 2018. Í september 2016 var ákveðið að
breyta heiti fundanna í stjórnendafundur háskólabókasafna
sem þótti lýsa betur á hvaða vettvangi fundarmenn starfa
en fundina sitja stjórnendur og forstöðumenn háskóla-
bókasafnanna og hittist hópurinn að minnsta kosti tvisvar
sinnum á ári, yfi rleitt í byrjun árs og að hausti. Fundir hafa
verið tíðari, allt að fj órum sinnum á ári, sérstaklega fyrstu
árin. Fulltrúar hverrar stofnunar halda fundina til skiptis á
sínu bókasafni og eru skráðar fundargerðir. Fundirnir eru
mikilvægur samráðs- og samstarfsvettvangur fyrir stjórn-
endur háskólabókasafnanna, þar eru rædd málefni er snerta
starfsemi og þjónustu þeirra og þau málefni sem efst eru á
baugi hverju sinni í bókasafnsheiminum hérlendis og er-
lendis.
Frá upphafi hafa fj ölbreytt málefni verið rædd á fundun-
um. Má þar meðal annars nefna undirbúning og val á nýju
bókasafnskerfi , notendafræðslu/upplýsingalæsi, sameig-
inlegan aðgang bókasafna að gagnasöfnum og rafrænum
tímaritum/hvar.is, þjónustu bókasafna við fj arnema og
rafræn námsbókasöfn, endurmenntun og starfsþjálfun
starfsmanna, stöðu kjaramála, áskoranir sem háskóla-
bókasöfn standa fyrir í framtíðinni, varðveislu lokaverkefna
í Skemmu, rafræn upplýsingaþjónusta, ritstuldarvarnir í
háskólum landsins (Turnitin), rafbækur og rafbókarútlán,
samning um ljósritun og hliðstæða eftirgerð verka til afnota
í skólum (Fjölís), opinn aðgang og opin vísindi. Nokkur
þeirra málefna sem rædd hafa verið hafa þróast og feng-
ið formlegan farveg. Árið 2002 var stofnað til formlegs
vinnuhóps sem hefur það hlutverk að vinna að þróun not-
endafræðslu/upplýsingalæsis við háskólabókasöfn landsins
auk þess sem samráðshópur um rafbókakaup var stofnaður
árið 2016. Í verkefnastjórn Skemmunnar sem komið var á
fót árið 2007 sitja nú fulltrúar frá hverju aðildarsafni og í
verkefnastjórn Opinna vísinda eiga fl est háskólabókasöfnin
sinn fulltrúa. Frá árinu 2011 hefur starfað samráðshópur um
ritstuldarvarnir í háskólum landsins þar sem unnið hefur
verið að innleiðingu Turnitin hugbúnaðarins til að styðja við
og styrkja fræðileg skrif og rannsóknarvinnu stúdenta. Þar
eiga háskólabókasöfnin einnig mörg sinn fulltrúa.
Breytingar og nýjar áherslu í háskólasamfélaginu haldast í
hendur við breytingar á háskólabókasöfnunum og verður
sú þróun að endurspeglast í starfsemi þeirra og þar liggur
einnig þeirra sóknarfæri og
vaxtarbroddur. Meðal nýrra
verkefna og áskoranna má nefna
aukin stuðning og þjónustu við rannsóknir, birtingar í opn-
um aðgangi, skipulag og vörslu rannsóknargagna, ORCID
auðkenni og skráning birtinga þar og nýtt upplýsingakerfi
um rannsóknir (Current Research Information System)
sem stendur til að taka í notkun í háskólum landsins. Til
þess að takast á við þessi nýju verkefni þarf nýja færni og
hæfni en lítið hefur verið um endurmenntun hér á landi
fyrir starfsfólk háskólabókasafnanna um þessi mál. Hægt er
að sækja slíka endurmenntun erlendis og stefna nú stjórn-
endur háskólabókasafnanna að halda saman á ráðstefnu er
snerta málefnið. Tvær spennandi ráðstefnur verða haldnar
í sumar. Evrópsku rannsóknabókavarðarsamtökin (Associ-
ation of European Research Libraries – Liber) standa að
Research libraries as an Open Science hub: from strategy to
action í Frakklandi og Alþjóðleg samtök háskólabókasafna
(International Association of University Libraries -
IATUL) halda Libraries for the future – from inspiring
spaces to Open Science í Noregi.
Að mati undirritaðrar sem hefur setið fundina frá árinu
2002 hafa þeir verið einstaklega fræðandi og gefandi
og ómetanlegt að fá að vinna saman að fj ölbreyttum og
spennandi verkefnum í þessum hópi í gegnum árin.
Samstarf stjórnenda háskólabókasafna
– ágrip úr erindi flutt á Málþingi Upplýsingar um samstarf
og samstöðu, 24. nóvember 2017
Astrid Margrét Magnúsdóttir hefur lokið MA í bókasafns- og upplýsingafræði. Hún starfar
sem forstöðumaður Bókasafns og upplýsingaþjónustu Háskólans á Akureyri.
Myndin er tekin á 45. fundi stjórnenda háskólabókasafna 23. janúar
2018. Talið frá vinstri Sara Stef Hildardóttir (HR), Vigdís Þormóðs-
dóttir (LHÍ), Astrid Margrét Magnúsdóttir (HA), Anna Sigríður
Guðnadóttir (LSH), Guðrún Tryggvadóttir (LBS-HBS), Gunnhildur
Kristín Björnsdóttir (MVS). Fjarverandi voru fulltrúar LBHÍ, HB og
landsbókavörður.