Bókasafnið - 01.07.2018, Síða 30
30 Bókasafnið
Haustið 2016 voru vígðar hillur í Oddeyrarskóla á Akureyri sem mynda stafi na LESTU. Þeim var komið fyrir á vegg í anddyri skólans, fyrir framan
bókasafnið. Upphafi ð má rekja til þess að haustið áður sá
fyrrum kennari við skólann mynd af sambærilegum hillum
sem mynduðu stafi na READ á ensku, birti hana á Face-
book síðu starfsmanna og skoraði á okkur að gera eitthvað
svipað. Tveir kennarar tóku verkið að sér, söfnuðu styrkjum
og sömdu við fyrirtæki um smíðina. Hafi st var handa við
hana þetta sama haust með það að markmiði að hillan yrði
tilbúin á Degi íslenskrar tungu þá um haustið. Það tókst.
Skólastjóri fór í alla bekki skól-
ans, kynnti hilluna og ræddi
við nemendur um hvað stæði
til. Auk þess sem nemendur
skrifuðu niður nokkrar bækur
sem þeir vildu sjá í hillunum.
Skólasafnskennari vann svo inn-
kaupalista upp úr þessum miðum
og lagði fyrst og fremst áherslu
á þær bækur sem oftast voru
nefndar. Þetta voru bæði gamlar
og nýjar bækur, jafnt á íslensku
sem og ensku. Hugsunin að baki þessu var að nemendur
hefðu á tilfi nningunni að þeir sjálfi r ættu eitthvað í þessu og
myndu þar með nýta hilluna og bækurnar í henni betur.
Samið var við bókaútgefendur sem tóku erindi okkar yfi r-
leitt vel og gáfu oft á tíðum rífl egan afslátt af bókum. For-
eldrafélag skólans safnaði styrkjum til bókakaupa hjá fyr-
irtækjum á svæðinu. Eins voru utanlandsferðir kennara vel
nýttar og fóru fl estir með innkaupalista með sér í farteskinu
þegar þeir fóru á ráðstefnu eða námskeið erlendis. Allar
þessar bækur lentu á borði skólasafnskennara sem skráði
þær og plastaði með dyggri aðstoð annarra (og jafnvel fyrr-
um) starfsmanna, sem og nemenda. Til að auðkenna þær
bækur sem í hillunni eru var H sett í sviga á kjalmiða bók-
anna, svo ekki færi á milli mála hvar þær ættu að vera.
Allt tókst þetta að lokum og hillan var vígð við hátíðlega
athöfn á Degi íslenskrar tungu haustið 2016. Kennarinn
fyrrverandi sem átti upphafl egu hugmyndina klippti á borða
og afhjúpaði hilluna. Nemendur tóku þessari nýjung afskap-
lega vel eins og sést á niðurstöðum Skólapúlsins, sem fj allað
verður nánar um hér á eftir, og fannst mikið til koma. Oftar
en einu sinni hefur það gerst að nemendur vilja frekar fá að
láni bækur sem eru í hillunni heldur en inni á safni, jafnvel
þó um sama titil sé að ræða. Umræðan sem fram fór áður en
hillan var sett upp, um bækur og
lestur og sýnileiki hillunnar og
bókanna sem í henni eru, hefur
án efa ýtt undir áhuga nemenda
og jákvætt viðhorf þeirra til
lestrar. Í könnun Skólapúlsins eru eftirfarandi spurningar
lagðar til grundvallar þegar viðhorf til lestrar er metið:
• Ég les bara þegar ég verð að gera það.
• Lestur er eitt af uppáhaldsáhugamálum mínum.
• Mér fi nnst gaman að tala um bækur við aðra.
• Ég verð ánægð(ur) þegar ég fæ bók að gjöf.
• Lestur er tímasóun fyrir mig.
• Mér fi nnst gaman að fara í bókabúð eða á bókasafn.
Undanfarin ár hefur skólinn verið við landsmeðaltal þegar
spurt er um viðhorf til lestrar en í Skólapúlsi sem lagður
var fyrir bæði í janúar og apríl 2017 var skólinn talsvert yfi r
landsmeðaltalinu. Til dæmis eru 52% nemenda Oddeyrar-
skóla sammála eða mjög sammála því að lestur sé eitt af
uppáhaldsáhugamálum þeirra en landsmeðaltalið er 33%.
Eins segja 56% nemenda skólans að þeim þyki gaman að
tala um bækur við aðra en 37% á landinu öllu eru þeirrar
skoðunar.
Þessar niðurstöður benda til þess að umræður um bækur
og bókmenntir skili sér í auknum áhuga á lestri. Þá skiptir
einnig máli að gefa nemendum tíma og tækifæri til að lesa í
skólanum, á skólatíma og einnig að lesa fyrir nemendur alla
skólagönguna. Þeim tíma er ekki illa varið en mikilvægt er
að kennarinn lesi einnig og geti talað við nemendur um það
sem þeir lesa.
LESTU-hillur í Oddeyrarskóla og
aukinn áhugi á lestri
Þórarinn Torfason hefur lokið MA í bókmenntafræði og kennsluréttindanámi.
Hann starfar sem skólasafnskennari við Oddeyrarskóla á Akureyri.