Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Side 33

Bókasafnið - 01.07.2018, Side 33
Bókasafnið 42. árg – 2018 33 João Paulo Proença sagði frá starfsemi skólasafna í Portúgal. Erindi hans bar yfirskriftina School library development in Portugal – a fairytale or hard work? The Portugese way. Árið 1996 var hafist handa við að byggja upp portúgölsk skólasöfn og tengslanet starfsfólks með markvissum hætti og efla starfsemina um leið og hugað var að bættri menntun og þjálfun starfsfólks. Sú mikla vinna hefur skilað svo góð- um árangri að sumir vilja líkja þróuninni við ævintýri eins og heiti erindisins vísar til. Manuela Curado, einnig frá Portúgal, kom víða við í erindi sínu. Hún fjallaði m.a. um leiðandi hlutverk skólasafnsins í skólastarfi á 21. öldinni, gildi fagmennsku, lestrarhvatningu og leiðir til þess að glæða lestraráhuga og sagði frá evrópsku samstarfsverkefni á því sviði. Gestgjafarnir króatísku sögðu frá skólakerfi, kennaranámi og starfsemi skólasafna í Króatíu. Ana Sudarevic og Alka Stropnik, fjölluðu um hlutverk nýrrar tækni og samfélags- miðla í námi. Fjallað var um verkefnið Make eCreative in School Libraries sem hóf göngu sína árið 2015. Verkefnið snýst um áhrif nýrrar tækni í starfi skólasafna og hvernig nýta megi í skapandi starfi þau fjölmörgu verkfæri og hugbúnað sem er að finna á netinu. Verkefnið á að stuðla að tengslum og samvinnu milli kennara og ná til fjölda nemenda í ólíkum skólum. Áhersla er lögð á lestur, gagn- rýnið mat upplýsinga og fjölbreytta sköpun með hjálp margvíslegra miðla. Nemendur búa til bækur, teiknimyndir, myndasögur og fleira og keppt er til verðlauna í ýmsum flokkum. Anna Barbara Bach og Marianne Klöcker fjölluðu báðar um stöðu mála í dönskum skólasöfnum sem bera ekki lengur heitið „skolebibliotek” en kallast nú „pædagogiske læringscentre”. Þar er lögð mikil áhersla á að nemendur nái tökum á fjölbreyttri tækni og verkfærum til þekkingaröflun- ar og náms. Óskað hafði verið eftir að þátttakendur segðu frá starfi sínu undir liðnum My school library/learning centre – what makes me proud and what is my biggest challenge? Við greindum í stuttu máli frá stöðu barna- og ungmennabóka á Íslandi og þeim vanda sem við er að eiga á litlu málsvæði þar sem áhrif enskunnar fara ört vaxandi. Einnig sögðum við frá ýmsum lestrarhvetjandi verkefnum og lestrarátökum sem unnið er að á íslenskum skólasöfnum og víðar í samfé- laginu. Skólaheimsóknir Tveir skólar voru heimsóttir í ferðinni, grunn- og mennta- skóli (OS brace Radic Botinec og XV. gimnazija) og gátu þátttakendur valið hvort skólastigið þeir heimsóttu. Vel var tekið á móti okkur í þessum skólum og greindu starfsmenn og nemendur frá starfi skólanna og svöruðu fyrirspurnum. Góð enskukunnátta nemenda vakti sérstaka athygli okkar. Skólastjóri menntaskólans benti á að einungis rétt rúmlega fjórar milljónir töluðu tungumál landsins og það væru ekki margir utan landsteinanna sem vildu læra það. Því væri mikil áhersla lögð á góða enskukennslu samhliða kennslu í móðurmálinu. Samstarf Eitt meginmarkmið SLAMit námskeiða er að skapa tengsl og stuðla að samvinnu milli skóla innan Evrópu. Áhersla er lögð á að einstaklingar innan hópsins nái að kynnast og mynda tengsl og er fjöldi þátttakenda því takmarkaður. Í upphafi var farið í hópeflisleiki og sett upp svokallað mark- aðstorg. Þar kynntu fulltrúar hverrar þjóðar lönd sín, sýndu myndir og buðu upp á ýmiss konar mat og drykk. Daninn Jørgen Skjoldborg sagði frá SLODIC (School libraries open doors to intercultural competences) verkefni sem stóð yfir í tvö ár. Hugmyndin að því vaknaði á SLAMit námskeiði á Írlandi 2012. Markmið verkefnisins var í stór- um dráttum að gera skólasafnið að vettvangi fyrir fjölmenn- ingu og samhygð og að efla enskukunnáttu nemenda. Hátt í þrjú hundruð 12 – 16 ára nemendur frá Danmörku, Íslandi, Portúgal og Tékklandi tóku þátt og komu Íslendingarnir úr Breiðholtsskóla. Nemendurnir unnu margvísleg verkefni á sama tíma í löndunum fjórum. Sem dæmi má nefna að þeir fjölluðu um ólíka jólasiði, samskipti í fjölmenningar- samfélagi og kynntu eftirlætis bókina sína. Þeir skiptust á skoðunum og stofnuðu til vináttu. Nokkrir nemendur og kennarar skiptust síðan á heimsóknum milli landa þar sem dvalið var í heimahúsum. Þannig var vitund nemenda um fjölbreytta menningu Evrópulanda efld og þeir tileinkuðu sér umburðarlyndi, skilning og virðingu fyrir margvíslegum uppruna og bakgrunni fólks. Á SLAMit 7 gafst tækifæri til að kynnast starfsemi skóla- safna í Evrópu, einkum þó í þátttökulöndunum sem og að nálgast upplýsingar um nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Rætt var um þörf fyrir sí- og endurmenntun fagfólks á skólasöfnum og gildi þess að efla samvinnu. Fræjum var sáð SLAMit hilla

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.