Bókasafnið - 01.07.2018, Page 37
Bókasafnið 42. árg – 2018 37
Á mynd 6 sést að fl estir eru
sáttir við þá fræðslu sem í
boði er, en aðrar tillögur gefa
vísbendingu um aukna þörf á
fræðslu.
Hvers vegna RDA?
Alþjóðlegt skráningarsamstarf
fer sífellt vaxandi, einkum
samnýting lýsigagna. Forsenda
þess er að allir aðilar þekki og
noti sameiginlega staðla.
Við höfum um langt skeið
fl utt inn færslur úr erlendum
söfnum og gagnabönkum,
svo sem OCLC, Library of
Congress og þjóðbókasöfnum
Norðurlanda. Nærri lætur að þriðjungur nýskráðra færslna sé innfl uttur. Öll séríslensk frávik eru til trafala og tefj a skrán-
ingu. Við munum enn um sinn búa við frávik vegna röðunar íslenskra mannanafna, en því meira samræmi sem er í öðrum
skráningaratriðum í sóttum færslum, því skilvirkari verður vinnan. Við viljum líka að erlendir aðilar geti leitað til okkar um
skráningu á íslensku efni.
Árið 2016 gerðust Landskerfi bókasafna og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn aðilar að VIAF (Virtual
International Authority File). VIAF safnar nafnmyndum allra aðildarsafna saman og gerir aðgengilegar á nokkrum lý-
sigagnasniðum, þar með töldu marksniðinu sem notað er í Gegni. Við getum lagt inn okkar íslensku nafnmyndir öðrum til
afnota og viljum geta fl utt erlendar nafnmyndir hindrunarlaust inn í kerfi ð okkar.
Innleiðingarferli - Nafnmyndaskrá
Við höfum farið aðra leið í RDA innleiðingunni en fl est önnur lönd. Þau byrja yfi rleitt á að vinna nafnmyndaskrár sínar
samkvæmt RDA. Okkar nafnmyndaskrá er frekar rýr, inniheldur mestmegnis íslensk mannanöfn og efnisorð, en efnisorð
falla ekki undir RDA. Við hefðum líklega þurft að bíða ansi lengi með innleiðinguna ef við hefðum ætlað að koma nafn-
myndaskráningunni í ásættanlegt horf. Aðild að VIAF er einn liður í uppbyggingu nafnmyndaskrár, sem við ætlum að
vinna að samhliða öðrum aðlögunar- og innleiðingarverkefnum.
Þýðing RDA
Ekki reyndist unnt að ráðast í heildarþýðingu á nýju skráningarreglunum líkt og margar aðrar þjóðir gera, til dæmis Frakk-
ar, Spánverjar og Norðmenn. Hollendingar og Svíar fara svipaða leið og við, þýða lykilhugtök og heiti til þess að auðvelda
kennslu og gera reglurnar aðgengilegri. FRBR-hugtakalíkanið sem liggur til grundvallar RDA var þýtt. Það er sýnt á
myndum 7-9. Ekki var hægt að íslenska erlendu heitin í líkaninu eins og fl estar Evrópuþjóðir gera. Við gátum ekki notað
„expressjón“ og „manifestasjón“, heldur þurftum að fi nna íslensk heiti sem lýsa hugtakinu. Myndirnar sýna líkanið á ensku,
á íslensku og með íslensku
dæmi.
Á mynd 10 er dæmi um
þýðingu hlutverkaheita úr
Handbók skrásetjara, en þýð-
ingahópurinn valdi heiti til
þýðingar. Þegar fram í sækir
verður hægt að afmarka leitir
við ákveðin hlutverk, til dæmis
Silja Aðalsteinsdóttir sem
höfundur, en ekki ritstjóri eða
sögumaður.
Við látum viðprent ná yfi r
inngang, formála og eftirmála,
enda er sjaldan skýr munur á
efnislegu innihaldi þeirra.
5
Mynd Mynd 6
Hve s vegna RDA?
Alþjóðlegt skráningarsamstarf fer sífellt vaxandi, einkum samnýting lýsigagna.
Forsenda þess er að allir aðilar þekki og noti sameiginlega staðla. Við höfum
langt skeið flutt inn færslur úr erlendum söfnum og gagnabönkum, svo sem
OCLC, Libr ry of Congre s og þjóðbókasöfnum Norðurlanda. Nær i lætur að
þriðjungur ýskráðra færslna sé in fluttur. Öll séríslensk frávik eru til trafala og
tefja skráningu. Við munum enn um sinn búa við frávik vegna röðunar íslenskra
mannanafna, en því meira samræmi sem er í öðrum skráningaratriðum í sóttum
færslum, því skilvirkari verður vinnan. Við viljum líka að erlendir aðilar geti
leitað til okkar um skráningu á íslensku efni.
Árið 2016 gerðust Landkerfi bókasafna og Landsbóksafn Íslands –
Háskólabókasafn aðilar að VIAF (Virtual International Authority File). VIAF
safnar nafnmyndum allra aðildarsafna saman og gerir aðgengilegar á nokkrum
lýsigagnasniðum, þ.m.t.ar með töldu marksniðinu sem notað er í Gegni. Við
getum lagt inn okkar íslensku nafnmyndir öðrum til afnota og viljum geta flutt
erlendar naf myndir hind unarlaust inn í kerfið okk .
Innleiðingarferli - Nafnmyndaskrá
Við höfum farið aðra leið í RDA innleiðingunni en flest önnur lönd. Þau byrja
yfirleitt á að vinna nafnmyndaskrár sínar samkvæmt RDA. Okkar
3
33
20
12
18
9
23
20
0 5 10 15 20 25 30 35
Annað
Sátt/sáttur við núvernadi fyrirkomulag
Meiri notkun á samfélagsmiðlum
Fjarkennslu
Að Handbók skrásetjara sé virkari
Fleiri fundi
Meiri umfjöllun á Vöndu
Fleiri námskeið
Hvernig finnst þér að auka mætti skráningarfræðslu?
ynd 6
Mynd 7