Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.07.2018, Qupperneq 38

Bókasafnið - 01.07.2018, Qupperneq 38
38 Bókasafnið Breytt verkferli RDA innleiðingin hefur í för með sér meiriháttar breytingar á ýmsum verkferlum. Samkvæmt reglunum eru nú gerðar sér færslur fyrir rafrænt efni. Áður gátum við tengt slóð við færslu fyrir prentefni, en nú „klónum“ við prentfærslu eða tónlistarfær- slu og höfum aðskildar. Þannig eru tvær færslur fyrir tímaritið Milli mála sem komið hefur út bæði rafrænt og á prenti. Það á einnig við um greinifærslur tímaritsins. Þessi breyting gefur nákvæmari leitarniðurstöður fyrir rafrænt efni, en hefur óneit- anlega í för með sér aukna vinnu við skráningu og torveldar að sumu leyti aðgengi notenda eins og færslur eru fram sett- ar í bókasafnskerfum í dag. Annað nýtt er að við gerum betur við íslenska útgefendur. Við gerum þá leitarbæra með samræmdri nafnmynd og hlutverki. Enn sem komið eru RDA upplýsingar í Leitum ekki vel nýttar. Það mun von- andi breytast þegar vélrænar breytingakeyrslur hafa verið gerðar. Eins og er skilar inn- byggða FRBR-seringin í Leit- um ekki ásættanlegum niður- stöðum, heldur safnar saman efni sem ekki á saman. Skrásetjarar eiga stundum erfitt með að sjá tilganginn með því sem þeir eru að gera eins og sést í athugasemdum við könnunina. Ýmsir kóðar og upp- lýsingar sem settir eru fram í skráningarfærslum eru ekki sýnilegar notendum og ekki hægt að nýta við leit. Sem dæmi má nefna að frá upphafi markskráningar hefur erlent útgáfuefni sem varðar Ísland eða er eftir Íslendinga verið kóðað sem Islandica Extranea. Það er ekki fyrr en nýlega sem reynt hefur verið að draga þetta efni út og setja fram í „Þýðingaskrá“ sem enn er í vinnslu. Hafa verður í huga að við erum að vinna til framtíðar. Í skráningarfærslum leynist hafsjór upplýsinga sem nýtast í bókasafnskerfum framtíðar- innar og miklu víðar. Næstu skref Mikil undirbúningsvinna hefur verið lögð í að skilgreina þær breytingar sem hægt er að gera vélrænt á eldri færslum svo þær samræmist betur nýju reglunum. Sú vinna hefur þó tafist og er ekki komin til framkvæmda enn. Í upphafi ársins 2018 voru 48.000 færslur merktar sem RDA færslur í Gegni, sem inniheldur um 1,2 milljón færslur. Þýðingahópurinn er enn að störfum og ljóst er að miklar breytingar eru í vændum þegar RDA toolkit verður uppfært vorið 2018. FRBR-hugtakalíkanið hefur verið endurskoðað og þýða þarf ný hugtök, svo sem „Res“ og „Agent“. Inn- gangskafli RDA þar sem þessi hugtök og heiti koma fyrir var þýddur 2016 og hann þarf að endurþýða. Einnig þarf að bæta við hlutverkaheitum. Eins er mikil vinna við nafnmyndaskráningu í vændum sem bæði tengist RDA og nýju bókasafnkerfi. Helsta verkefnið framundan er skráning á nafnmyndum fyrir höfundargreind verk. Þar með teljast útfærslur (expressions) eins og þýðingar, sem líklega munu fá sér færslu. Þar getur aðild að VIAF komið að góðu gagni. Ýmsum upplýsingum þarf að bæta í eldri nafnmyndafærslur til þess að þær standist RDA kröfur. Þessi nafnmyndaverkefni auðvelda bókfræðilega skráningu og bæta leitarniðurstöður með því að safna saman því sem saman á undir eina nafnmynd – það er að segja ef leitarvið- mót notenda vinnur vel úr þessum lýsigögnum. Mynd 9 Mynd 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.