Bókasafnið - 01.07.2018, Page 39
Bókasafnið 42. árg – 2018 39
Heimildir
Hildur Gunnlaugsdóttir og Magnhildur Magnúsdóttir. (2015). Inn-
leiðing RDA skráningarreglnanna á Íslandi. Bókasafnið, 39, 4-6.
Magnhildur Magnúsdóttir. (2016a). Community of cataloguers in
Iceland: New cataloguing rules. Scandinavian Library Quarterly,
49(1-2), 42-44.
Magnhildur Magnúsdóttir. (2016b). Innleiðing RDA skráningar-
reglna á Íslandi: 1. janúar 2015 - 20. maí 2016. (Skýrslur Lands-
bókasafns Íslands - Háskólabókasafns; 1-2016). Reykjavík: Lands-
bókasafn Íslands - Háskólabókasafn. Sótt af: http://hdl.handle.
net/10802/11664
Magnhildur Magnúsdóttir. (2017). Af hverju að innleiða RDA á Ís-
landi? Hagurinn af nýju reglunum. Bókasafnið, 41, 23-24.
Mynd 10
Framundan er vinna við að setja þýðingar okkar fram sem
samtengd gögn eða „linked data“ í RDA Registry, en þar
eru hugtök RDA skilgreind ásamt þeim þýðingum sem til
eru. Lýsigagnaverkefni framtíðarinnar snúast um samtengd
gögn og lýsigögn bókasafna nýtast vel í þeim verkefnum.
Af öðrum verkefnum má nefna að huga þarf að RDA kynn-
ingu fyrir aðra en skrásetjara.
RDA innleiðingin felur í sér talsverðar breytingar á skrán-
ingarfærslum. Þar eru nýjar upplýsingar sem krefjast
breytinga á framsetningu færslna í bókasafnkerfum og
öðrum bókfræðilegum gagnasöfnum. Sífellt þarf að fylgjast
með framsetningu lýsigagna fyrir notendur og skoða skil-
virkni leita. Þess má geta að gæðastjóri skráningar, Hallfríð-
ur Kristjánsdóttir, situr í ritnefnd EURIG (European RDA
Interest Group). Ritnefndin hittist árlega í tengslum við
aðalfund EURIG og heldur fjarfundi um allar breytingar og
breytingartillögur á RDA skráningarreglunum. Ísland er þar
í innsta hring.
Við sem stóðum í innleiðingunni erum ánægð með hvernig
til tókst. Ekki verður séð að skráningarreglurnar velkist
mikið fyrir skrásetjurum eða tefji þá lengur. 20-30 manns
tóku þátt í vinnuhópum, grófu sig niður í reglurnar drógu
fram það sem nýtt var og breytt. Við eigum núna sér-
fræðinga í skráningu mismunandi efnistegunda sem hægt er
að leita til. Allir skrásetjarar fengu endurmenntun og fyllt-
ust endurnýjuðum áhuga á skráningu. Könnunin staðfestir
það að mínu mati.