Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Síða 41

Bókasafnið - 01.07.2018, Síða 41
Bókasafnið 42. árg – 2018 41 hverjum dularfullum ástæðum hefur ljósritunarvélin aldrei verið sérstaklega nefnd í tengslum við dauða bókarinnar, en þó var hún líklegast versti skaðvaldur bóksölu á sínum tíma.) Eftir margvíslegar tilraunir með útlán á rafbókum hefur sú aðferð verið tekin víða upp að haga þeim einfaldlega á sama hátt og öðrum útlánum: í stað linnulauss streymis eins og nú er orðið viðtekið í tónlistar- og myndefnisveitum þá er hver rafbók aðeins aðgengileg einum lesanda í einu. Þannig er rafbókasafnið ekki hættulegra bókamarkaðnum en almenn bóksala til bókasafna, þar sem eintakið hverfur úr hillu þegar það er í láni (reyndar stundum án þess að fara í lán en það er önnur saga). Sömuleiðis er kerfi ð þannig útbúið að það er ekki hægt að afrita bækurnar og koma þeim í almenna dreifi ngu. Vissu- lega verður að hafa þann fyrirvara að með einbeittum brota- vilja er allt hægt – en fyrir hinn almenna lesanda er reynslan sú að þegar hægt að nálgast efni eftir löglegum leiðum á einfaldan og þægilegan hátt, þá hallast fólk að þeim kosti. Rafbókasafnið er alltaf opið og þar eru engar sektir, því kerfi ð sér sjálft um að skila bókum þegar lánstími er útrunninn. Rafbækurnar má ýmist lesa – eða heyra – á vef safnsins, rafbokasafnid.is, eða á snjalltækjum í gegnum Overdrive eða Libby öppin. Þannig geta lesendur notað hvert tækifæri til að lesa sínar bækur, í tölvu, síma eða á spjaldtölvu, hvar sem er og hvenær sem er. Í raun þýðir þetta að lesendur hafa heilt bókasafn í vasanum. ® ACADEMIC&

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.