Bókasafnið - 01.07.2018, Qupperneq 43
Bókasafnið 42. árg – 2018 43
Vinnan við að bæta texta vefs Rafbókasafnsins tekur þó
aldrei enda því þegar breytingar eða viðbætur verða á þeirri
þjónustu sem rafbókasafnsvefurinn býður upp á þarf að fara
yfir þýðingarnar sem þær snerta.
Upplýsingar um bókasöfnin
Aðildarsöfn Rafbókasafnsins eru skráð á vef Rafbóka-
safnsins og vef OverDrive. Þar er að finna upplýsingar um
heimilisfang, símanúmer, netfang og veffang auk tenginga í
samfélagsmiðla. Þar geta notendur Rafbókasafnsins nálgast
leiðbeiningar og hjálp.
Námskeið og þjálfun
Áður en Rafbókasafnið opnaði hélt OverDrive námskeið
fyrir starfsfólk Landskerfis bókasafna og Rafbókasafnsins
á netinu. Þegar komið var fram á vor og nokkur reynsla
var komin á rekstur Rafbókasafnsins og útlána úr því, kom
leiðbeinandi frá OverDrive til landsins til þess að kenna,
leiðbeina og svara spurningum um vinnu í Rafbókasafninu
og vinnu við rekstur þess.
Borgarbókasafnið fyrst
Borgarbókasafnið reið á vaðið og Rafbókasafnið var stofnað
og sett í loftið 30. janúar 2017. Þá voru í 803 titlar í safninu,
um 500 rafbækur og 300 hljóðbækur.
13 stór almenningsbókasöfn
Vorið 2017 var 13 völdum almenningsbókasöfnum boðið
að tengjast Rafbókasafninu. Þau voru valin vegna stærðar
sinnar og einnig vildum við fá inn aðildarsöfn alls staðar að
af landinu. Boðið var til kynningarfundar þann 20. mars og
umsóknarferli sett af stað. Kynntar voru reglur um kostn-
aðarskiptingu en þær lúta sömu lögmálum og kostnaðar-
skipting við rekstur Gegnis. Þá var rætt hvernig innkaupum
í Rafbókasafnið og samstarfi um það skyldi háttað. Kostn-
aðarskipting við rekstur Rafbókasafnsins og innkaup í það
eru í umsjón Borgarbókasafnsins en Landskerfi bókasafna
sér um kerfislegan rekstur þess. Til þess að gera langa sögu
stutta, voru söfnin sátt við leikreglurnar og sóttu öll um að
vera með í Rafbókasafnssamlaginu.
Þá hófst sama vinna varðandi skráningu og auðkenningu
nýju safnanna í Rafbókasafninu og verið hafði þegar Borg-
arbókasafnið var virkjað á sínum tíma – nema vinnan var
þrettánföld. Þessi vinna kallaði á tíð samskipti við forstöðu-
menn þessara bókasafna og ljóst varð að eftirvæntingin eftir
því að tengjast Rafbókasafninu var mikil.
Rafbókasafnið var opnað lánþegum þessara 13 nýju aðildar-
safna þann 1. júní 2017. Þá voru 3.154 titlar í safninu, 2.680
rafbækur og 474 hljóðbækur. Þá höfðu verið teknir inn í
Rafbókasafnið um 1.300 titlar úr Gutenberg-verkefninu.
48 almenningsbókasöfn – restin af landinu
Það hefur alltaf verið markmið í þessu verkefni að öll al-
menningsbókasöfn landsins tengdust Rafbókasafninu.
Þegar komin var reynsla á nýju bókasöfnin í Rafbókasafn-
inu var ráðist í að bjóða þeim almenningsbókasöfnunum
sem enn stóðu utan samlagsins aðild að því. 2. október var
þeim boðið til kynningarfundar hjá Landskerfi bókasafna
og umsóknarferli sett af stað. Eðli málsins samkvæmt tók
það nokkuð lengri tíma að ná til 48 safna en 13 safna. Mörg
þessara safna eru að auki lítil með fáa afgreiðslustundir í
viku hverri. Því þurfti í sumum tilvikum að gera nokkrar
atlögur að söfnunum og beita nokkrum sannfæringar-
krafti til þess að fá þau smæstu með í samlagið. Það sem
vann með verkefninu eru þær staðreyndir að safnkostur
safnanna stækkar um tæplega 4000 titla við inngöngu í
Rafbókasafnssamlagið. Allir lánþegar í Rafbókasafninu eru
jafnir, hvort sem þeir koma frá stóru bókasafni sem greiðir
bróðurpart kostnaðar við rekstur þess eða koma frá litlu
bókasafni sem greiðir lágmarks framlag til samlagsins.
Rafbókasafnið var svo opnað lánþegum allra almennings-
bókasafna á Íslandi þann 19. desember 2017. Þá voru 3.715
titlar í safninu, 3.095 rafbækur og 611 hljóðbækur.
Tölur um Rafbókasafnið í árslok 2017
Í Rafbókasafninu er hægt að draga út fjölbreytta tölfræði
um virkni þess. Hér í töflunni að neðan eru nokkrir helstu
vísar um notkunina á því. Það sem er einna eftirtektar-
verðast er að útlán eru fleiri en nemur heildarfjölda titla í
safninu, og hvað hljóðbækurnar varðar þá er nýting þeirra
sérstakt ánægjuefni.
Tölur 31. desember 2017
Íslensku bækurnar – hvar eru þær?
Það er mikil eftirspurn eftir íslenskum bókum í Raf-
bókasafninu, bæði nýjum og gömlum. Borgarbókasafnið
Vísir Fjöldi
Aðildarsöfn Rafbókasafnsins 62
Titlar í Rafbókasafninu 3.757
Rafbækur 3.135
Hljóðbækur 622
Skráðir lánþegar 1.361
Útlán frá opnun (30. janúar 2017) 9.614
Rafbækur 5.547 – hver titill 1,8 sinnum í útlán
Hljóðbækur 4.067 – hver titill 6,7 sinnum í útlán