Bókasafnið - 01.07.2018, Qupperneq 45
Bókasafnið 42. árg – 2018 45
Hlaðvarp Borgarbókasafnsins hóf göngu sína í júní 2017 með þáttaröðinni Um allt land. Þar skröfuðu nokkrir
starfsmenn safnsins um bækur sem tengjast
landshlutunum fj órum á einn eða annan
hátt, svo hlustendur gætu lagt upp í huglæga
og bókmenntalega hringferð um landið áður
en spólað var af stað í raunheimum.
Hlaðvarpsþættir njóta mikilla vinsælda og
eru orðnir ómissandi hluti af afþreyingu millj-
óna manna um allan heim. Innan hlaðvarpsins
rúmast allt: það eru til hlaðvarpsþættir um sögu, vísindi,
bókmenntir, Hollywoodstjörnur, íþróttir, sakamál, ástina
og ótalmargt fl eira. Á Borgarbókasafninu lítum við á hlað-
varpsþætti sem tækifæri til þess að miðla safnkosti okkar
á áhugaverðan og vonandi skemmtilegan hátt. Auk fyrstu
þáttaraðarinnar, sem fór í loftið þegar ferðasumarið var
hafi ð, hefur starfsfólk safnsins nú gert aðra þáttaröð um
leikhúsbókmenntir og fengið til liðs við sig lestrarhesta úr
Austurbæjarskóla til þess að fj alla um nýju barnabækurnar í
jólabókafl óðinu 2017. Þá var jóladagatal Borgarbókasafnsins
aðgengilegt á hlaðvarpi safnsins í lestri höfundar, Þórarins
Leifssonar.
Þættina má nálgast á Soundcloud-reikningi Borgar-
bókasafnsins, en þangað er auðvelt að rata af heimasíðu
safnsins, og í öllum helstu hlaðvarpsforritum.
Samhliða eigin efnisframleiðslu var Kompan,
hlaðvarpsstúdíó Borgarbókasafnsins sem
innréttað var í litlu herbergi á annarri hæð
safnsins í Grófi nni, gerð aðgengileg not-
endum safnsins. Frá og með miðjum apríl
hafa gestir Borgarbókasafnsins getað bók-
að Kompuna til eigin afnota, með því að
hafa samband við afgreiðslu í Grófi nni eða
senda skeyti á hladvarp@borgarbokasafn.is.
Kompan er búin húsgögnum úr eigu safnsins
og hlaðin afskrifuðum bókum frá gólfi til lofts, í
því skyni að gera hljóðvistina hentuga til upptöku.
Gestir fá um leið aðgang að upptökutæki og hljóðnem-
um, tölvu og klippiforriti til eftirvinnslu. Starfsmenn safns-
ins, með fagþekkingu á upptökum, hafa útbúið greinargóðar
leiðbeiningar um notkun tækjanna, en einnig stendur til
að halda hlaðvarpssmiðjur, þar sem þátttakendur fá beina
tilsögn frá fagmanni. Gestir fara með tilbúið efni heim, eða
geta hlaðið því beint upp á netið, eins og þeim sýnist.
Með tilkomu hlaðvarpsins styrkist Borgarbókasafnið enn í
hlutverki sínu sem vettvangur sköpunar og menntunar, og
starfsfólk safnsins fær um leið skemmtilegt tækifæri til þess
að miðla af þekkingu sinni til enn stærri hóps en fyrr.
Með safnkostinn í eyrunum:
Hlaðvarp Borgarbókasafnsins
Sunna Dís Másdóttir hefur lokið MA í hagnýtri menningarmiðlun. Hún starfar sem verkefnastjóri bókmennta á
Borgarbókasafni.