Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.07.2018, Qupperneq 51

Bókasafnið - 01.07.2018, Qupperneq 51
Bókasafnið 42. árg – 2018 51 Þó sumarið sé komið þegar Bókasafnið kemur út þá er enn snjór úti og annar mánuður ársins hálfnaður þegar þessi grein er skrifuð. Tilgangur hennar er þó sá að gera upp það starf sem stjórn félagsins sem tók við vorið 2016 hefur unnið en starfstíma hennar lýkur á aðal- fundi félagsins nú í vor. Miklar breytingar verða á stjórninni þar sem fl estir, ef ekki allir, núverandi stjórnarmeðlimir ganga úr stjórn. Það er óheppilegt og á ekki að geta gerst en stundum fara hlutirnir á annan veg en ætlað er. Undirbún- ingur vegna þessa er löngu hafi nn og allt gert til að skrá og viðhalda þekkingu innan stjórnar félagsins. Tveir stjórnar- meðlimir munu einnig sitja áfram sem varamenn. Að venju hefur starfi ð snúist um undirbúning Morgun- korna, Bókasafnsdags, vísindaferðar og jólagleði. Það er efl aust sá hluti starfs okkar sem fl estir félagsmenn okkar hafa orðið varir við. Á Morgunkornum undanfarin tvö ár höfum við fengið erindi um opinn aðgang, starfsemi ARLIS/Norden, hlutverk bókasafna í nútíma lýðræðissam- félagi, um Rafbókasafnið og margt fl eira. Við höfum einnig brugðið okkur í vísindaferð í Kvikmyndasafn Íslands, Bóka- safn Hafnarfj arðar og Hljóðbókasafn Íslands. Ekki má svo gleyma jólagleðinni sem haldin var á bókasafni Mennta- skólans við Sund árið 2016 og á Bókasafni Seltjarnarness árið 2017. Síðan er það málþingið, Samstarf og samstaða sem haldið var í nóvember 2017 og er einnig gerð góð skil í þessu blaði. Starf stjórnar félagsins hefur þó einnig einkennst af mörgu öðru og þá sérstaklega erlendu sam- starfi og ætla ég mér að eyða restinni af þeim blaðsíðum blaðsins sem ég hef til umráða í að stikla á stóru um það. Stjórn félagsins hefur ávallt sinnt erlendu samstarfi að einhverju leyti en síðasta eitt og hálfa árið hefur það verið örlítið meira en áður. Norrænt samstarf hefur verið fastur hluti af starfi félags- ins í mörg ár en undanfarin ár hefur samstarfi ð orðið ögn markvissara, meiri vinna hefur verið lögð í að efl a samstarf á milli landanna og beita sér í sameiningu fyrir hagsmunum norrænna bókasafna og notenda þeirra. Aðild að samstarf- inu eiga formenn og aðrir fulltrúar norrænu félaganna í bókasafns- og upplýsingafræði. Árlegir tveggja daga fundir eru haldnir í janúar í einu af Norðurlöndunum og má til gamans geta að árið 2016 var hann haldinn í Reykjavík, 2017 í Stokkhólmi og árið 2018 í Kaupmannahöfn. Einnig er haldinn stuttur hádegisfundur í ágúst á IFLA ráðstefnu (International Federation of Library Associations and Institutions) þess árs ásamt því að sambandi er haldið og upplýsingum deilt í hópi á Facebook og í tölvupósti. Innan hópsins sem sinnir þessu samstarfi skapast vinátta og er eitt af markmiðum hans að efl a hvort annað í öðru erlendu samstarfi til dæmis innan IFLA, EBLIDA og svo framvegis Á síðasta ári náðist til dæmis það markmið að koma ekki einum heldur tveimur fulltrúum Norðurlanda inn í stjórn IFLA sem þykir góður árangur. Á IFLA ráðstefnunni í Starf stjórnar Upplýsingar árin 2016-2018 Kristjana Mjöll J. Hjörvar er bókasafns- og upplýsingafræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og fyrrum formaður Upplýsingar. Unnið á vinnustofu Global Vision verkefnis IFLA í Madrid á Spáni. Formenn norrænu félaganna í bókasafns- og upplýsingafræði á IFLA ráðstefnu í Póllandi 2017. Frá vinstri: Jukka Relander, þáverandi for- maður fi nnska félagsins, Mariann Schjeide, formaður norska félagsins, Kristjana Mjöll Jónsd. Hjörvar, formaður íslenska félagsins, Steen B. Andersen, formaður danska félagsins og Calle Nathanson, formaður sænska félagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.