Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Page 56

Bókasafnið - 01.07.2018, Page 56
56 Bókasafnið Þekkingarmiðstöðin býður upp á alla hefðbundna bókasafns- og upplýsingaþjónustu, stuðning við útgáfu og rannsóknir, og þjálfun í upplýsingalæsi. Hlutverk hennar er einkum að auðvelda aðgang að upplýsingunum, bjóða upp á fjölbreytt vinnurými fyrir einstaklinga og hópa, viðburði og tækifæri til að hitta fólk með svipuð áhugamál, sem og að ýta undir að nemendur stundi námið reglulega og bæti þar með námsárangur. Afgreiðslutíminn er mislangur. Torg- ið eða Tori sem svo er kallað og smiðjur (e. makerspace) eru opin lengur en svæðið sem líkist mest hefðbundnu bókasafni, eða alla daga 7-24. Afmarkað svæði á fyrstu hæð er opið allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, en þar eru meðal annars þægilegar pullur að liggja á fyrir þreytta nem- endur sem vilja vera þar allan sólarhringinn. Alls staðar er hugsað fyrir að auðvelt sé að tengjast rafmagni og neti. Við greinarhöfundarnir höfum báðar reynslu af því að skoða áhugaverð nútímabókasöfn sem bjóða upp á margs konar þjónustu. Eitt af því sem kom okkur á óvart þarna var nútímaleg hugsun í starfsmannarými. Þar á enginn fasta vinnustöð, ekki einu sinni forstöðumaður safnsins. Þeir sem hafa fylgst með nýjustu þáttaröð Brúarinnar á RÚV vita hvað við erum að tala um en sjálfar erum við á sömu skoðun og aðalpersónan, Saga, og alls ekki tilbúnar til að fórna okkar eigin vinnustöð! Vinnurými starfsmanna er sem sagt skipulagt þannig að hver og einn getur sest hvar sem er. Hver hefur sína fartölvu og sinn læsta skáp þar sem geyma má vinnugögn. Í rauninni er þetta þannig að þeir sem mæta fyrstir, geta valið hvar þeir vilja vera – fyrstur kemur, fyrstur fær. Þetta fyrirkomulag sparar heilmikið pláss og býður upp á það að ekki er nauðsynlegt að taka frá pláss undir vinnu- rými fyrir hvern og einn starfsmann. Vinnurýmin eru milli 60 og 70 fyrir um 90 starfsmenn. Eftir að hafa skoðað frá- bæra aðstöðu fyrir viðskiptavini þekkingarmiðstöðvarinnar Í óformlegu vinnurými má láta fara vel um sig i skemmtilegum hægindastólum Svæði sem opið er allan sólarhringinn. Hægt er að leggja sig í rauðu hringina og hvíla líkama og sál þegar unnið er allan sólarhringinn Frá vinnusvæði starfsfólks, til hægri má sjá skápa þar sem starfsmenn geta geymt föggur sínar þegar þeir eru fjarverandi. Mikið er lagt upp úr því að útbúa óhefðbundin les- eða vinnurými til að hvíla langar setur við borð. Þarna má til dæmis sjá annan greinarhöfunda máta hringlaga rými Húsgögn Alvars Aaltos fyrir framan skrifstofu sem áður var ætluð yfirmanni safnsins, en er nú opin fyrir alla

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.