Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Side 59

Bókasafnið - 01.07.2018, Side 59
Bókasafnið 42. árg – 2018 59 Ársþingsgestir í verkefnavinnu. ©Marlene Kloster Hedegaard (Blue Shield Denmark). Breytingar og framfarir í þágu verndar Á síðasta ári hefur verið unnið að breytingum laga samtak- anna til að einfalda stofnunarferli landsnefnda. Samhliða hefur stjórn alþjóðanefndarinnar ásamt hópi félagsmanna samið drög að stefnu samtakanna „the Blue Shield Approach“ sem er ætlað að nota sem ramma fyrir alþjóða- og lands- nefndina til að fara eftir. Þetta er um 20 blaðsíðna plagg sem lýsir stefnumörkun og aðferðafræði BS. Landsnefndum eru ekki settar þröngar skorður í skjalinu svo fremi sem Haag sáttmálinn frá 1954 sé hafður í fyrirrúmi. Aðstæður landanna eru mjög ólíkar hvað varðar stöðugleika, frið, frelsi, menningu og sögu. Þess vegna telst nauðsynlegt að leyfa ákveðinn sveigjanleika varðandi til dæmis eigin markmið landsnefnda. Sumir leggja áherslu á að vera fyrst og fremst stuðningsaðilar og veita upplýsingar, aðrir hafa burði til að taka þátt í aðgerð- um. Í stuttu máli eru helstu grunnþættir stefnunnar: a) samhæf- ing (Bláa skjaldarins og annarra samtaka), b) stefnumótun, c) fyrirbyggjandi aðgerðir og áhættumat, d) menntun og þjálfun, e) viðbragðsáætlanir og f ) endurheimtur og stuðn- ingur til lengri tíma. Þá er mikilvægt að hlutverk Bláa skjaldarins verður skýr- ari gagnvart öðrum alþjóðasamtökum eins og UNESCO, ICCROM, ICA, ICOM og IFLA og um leið gert mikið úr öflugu samstarfi við önnur samtök og stofnanir. Á fyrsta degi fundarins var unnið í litlum hópum og rýnt í drögin og svo unnið úr þeim athugasemdum sem komu. Að lokum var samþykkt að vinna betur í textanum og reyna að fullklára plaggið á næstu misserum. Ný stjórn Síðan 2014 hefur eingöngu varastjórn verið starfandi hjá alþjóðasamtökunum. Kosið var um nýja stjórn og var ánægjulegt að sjá hve margir buðu sig fram, sem ber vott um áhuga og framtíðarsýn. Karl von Habsburg-Lothringen frá Austurríki var endurkjörinn forseti stjórnar en hann 2 http://www.ncl.ac.uk/press/articles/archive/2015/10/peterstoneunescochair 3 Bandaríkjamenn voru mjög áberandi en þeir hafa verið mjög virkir í samtökunum frá upphafi sérstaklega á sviði endurmenntun hermanna. https://www.uscbs.org/ hefur gegnt því hlutverki frá árinu 2008. Hann á langan feril að baki á vettvangi stjórnmála, fjölmiðla og hersins þar sem hann hefur komið að verndun menningarminja. Aðrir sem kosnir voru í stjórn voru: Bae Kidong frá Suður- Kóreu sem situr í stjórn ICOM þar í landi og er prófessor í fornleifafræði; Manana Trevadze frá Georgíu, en hún hefur komið að mörgum menningartengdum verkefnum í sínu heimalandi auk þess að vinna fyrir UNESCO; Nancy Wilkie frá Bandaríkjunum er fornleifafræðingur og er einn af stofnendum Bláa skjaldarins þar í landi og hefur verið formaður samtakanna frá 2013; Peter Stone frá Englandi en hann hefur verið mjög virkur í starfi samtakanna. Hann er prófessor við Newcastle háskóla og yfirmaður Alþjóðamið- stöðvar menningar og menningararfs, við sama skóla. Þá hefur hann verið sérstakur ráðgjafi breskra yfirvalda þegar kemur að verndun menningarminja á stríðshrjáðum svæðum2. Ný stjórn mun halda áfram með að móta stefnu og fram- tíðarsýn Bláa skjaldararins auk þess að taka á fjármálum samtakanna en þau eru lítið fjármögnuð og því ekki ráðrúm fyrir mikla yfirbyggingu. Starf Bláa skjaldarins víða um heim Að kosningu lokinni kom röðin að fyrirlestrum en þeim var skipt upp í nokkra flokka eftir viðfangsefni. Margir fyrir- lestranna fjölluðu um hlutverk hersins í verndun og björgun menningarminja á stríðshrjáðum svæðum. Herinn kemur reyndar einnig að uppbyggingu þar sem náttúruhamfarir hafa riðið yfir. Landsnefndir Bandaríkjanna og Bretlands voru áberandi og hafa verið í fararbroddi í þjálfun her- manna á þessu sviði víða um heim3. Í öllum tilfellum voru lagðar áherslur á samstarf við heimamenn og tekið fram að aðstoð í útlöndum er veitt eingöngu ef hún er velkomin og skal mannslífum aldrei stefnt í voða við björgun eða verndun menningarminja. Eins og áður hefur verið nefnt hefur björgun menn- ingarminja á svæðum þar sem náttúruhamfarir hafa riðið yfir verið bætt á aðgerðarlistann af Bláa skildinum. Fjöll- uðu nokkrir fyrirlestranna um það viðfangsefni, sem er Safnahúsið á Húsavík, menningarmiðstöð Þingeyinga.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.