Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Side 60

Bókasafnið - 01.07.2018, Side 60
60 Bókasafnið okkur Íslendingum að mörgu leyti skylt. Fróðlegt var til dæmis að heyra um markvissa þjálfun heimamanna og aðkomumanna við björgun menningarminja í Tíbet eftir hina stóru jarðskjálfta sem riðu yfir árið 2015. En það voru ICCROM-samtökin sem stóðu fyrir þeirri þjálfun. Þá voru reynslusögur af svipuðum hamförum á Ítalíu. Einnig var nokkuð fjallað um björgun menningarminja vegna fellibylja sem geisað hafa á suðvesturhluta Bandaríkjanna og eyja í Karíbahafi en þær aðgerðir voru ennþá í gangi á meðan á fundinum stóð og gátu fundargestir hlýtt á fyrirlesara í útkalli í gegnum Skype og þannig fengið ákveðna innsýn í þær erfiðu aðstæður sem björgunarfólk þarf að glíma við á hamfararsvæðum. Verkefni allra landsnefnda voru að lokum kynnt í einni samantekt. Það vakti athygli að Ísland býr ekki yfir her sem getur komið að fyrstu viðbrögðum ef vá steðjar að og þarf að treysta á aðrar leiðir sem lesa má um hér á eftir. Það er óhætt að segja að verkefni Bláa skjaldarins eru margskonar og flækjustigin eftir því. Mikilvægt er að byggja upp traust tengslanet og tryggja aðgengi að þekkingu og reynslu sem nýtist áfram4. Þá er þörf er fyrir betri samhæf- ingu á milli félaga sem starfa á svipuðum vettvangi. Verkefni á Íslandi Á árinu 2017 vann Íslandsdeild Bláa skjaldarins að sínu fyrsta verkefni tengdu viðbrögðum við vá. Verkefnið ber yfirskriftina „Pilot verkefni í Norðurþingi“og hefur verið styrkt af safnasjóði. Unnið var að því að meta hagnýtni og raunhæfni viðbragðsáætlunar Menningarmiðstöðvar Þing- eyinga. Val landsvæðis og stofnunarinnar var engin tilviljun. Menningarmiðstöð Þingeyinga hefur sérstöðu sem hentaði verkefninu vel því að undir sama rekstri er að finna margar menningarstofnarnir svo sem héraðsskjalasafn, bókasafn, Byggðasafn Suður-Þingeyinga-Grenjaðarstað, Byggðasafn Suður-Þingeyinga Safnahúsið á Húsavík, Byggðasafn Suð- ur-Þingeyinga Sjóminjasafn og Byggðasafn Norður-Þing- eyinga við Snartarstaði. Tekin var staðan á viðbragðáætlun minjasafnsins, skjalasafnsins og bókasafnsins hvað varðar björgun safnkosts ef stór jarðskjálfti riði yfir á Húsavík. Athugað var einnig hvernig þessi áætlun tengdist aðgerðaáætlun almannavarna á þessu svæði. Haft var samband við alla aðila sem hafa reynslu af viðbrögðum við náttúruhamförum í Norðurþingi í þeim tilgangi að læra af þeim (til dæmis Rauða krossinn) eða að leita samstarfs (Almannavarnir) og kanna möguleika á að fá til dæmis aðstoð björgunarsveita vegna ýmissa verk- efna eftir slík áföll. 4 http://www.ancbs.org/cms/en/home2/9-on-file-past-damage/11-blue-shield-network Vinnan við verkefnið var afar lærdómsrík en niðurstöðurnar komu á óvart því til dæmis var Menningarmiðstöðin ekki á lista yfir opinberar byggingar sem Almannavarnir töldu nauðsynlegt að athuga eftir hamfarir (Viðbragðsáætlun vegna jarðskjálfta í Þingeyjarsýslu, 2013). Þegar spurt var um björgunaraðgerðir kom í ljós að menningarverðmæti væru ekki á neinum forgangslista. Staða í litlu samfélagi eftir hamfarir er viðkvæm. Flestir upplifa áfall og ringulreið og hafa áhyggjur af líðan sinna nánustu. Þannig gætu liðið margir dagar áður en hægt yrði að huga að björgun menningarverðmæta og því er mikil- vægt að vera með áætlun þar sem tilgreint er hverjir taka þátt: heimamenn, utanaðkomandi aðilar eða hvoru tveggja? Seinni hluti verkefnisins felur í sér að búa til leiðbeiningar til að hjálpa söfnum/bókasöfnum/skjalasöfnum að fara í gegnum þetta ferli og tengja sig við aðila sem geta tekið þátt eða haft áhrif á skipulagningu björgunaraðgerða. Í framhaldi verður unnið að kynna niðurstöður verkefnisins fyrir hagsmunaaðilum svo sem eigendum safna, aðildar- félögum Bláa skjaldarins, safnastarfsfólki, minjavörðum, almannavörnum og þeim aðilum sem sinna björgunarstarfi í landinu. Stefnt er að því að kynna verkefnið á sameigin- legum fundum þessara aðila, ársfundum, aðalfundum, mál- þingum og farskólum. Fulltrúar Bláa skjaldarins vilja hvetja aðstandendur safna í að vinna í sameiningu að endurskoðun og úrbótum á við- bragðs og -björgunaráætlun þeirra. Mikilvægt er að koma af stað umræðu um ábyrgðarsvið hagsmunaaðila og ræða sam- hæfingu við björgun menningarverðmæta. Þar skiptir miklu að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir en ekki síður raunhæfar og vel skipulagðar áætlanir um viðbrögð eftir hamfarir. Lesendur sem hafa áhuga á þessu eru hvattir til að kynna sér heimasíður Bláa skjaldarins: http://www.ancbs.org/cms/ en/about-us og www.blaiskjöldurinn.is Hægt er að fylgjast með starfsemi BS á Íslandi á facebook: https://www.facebook.com/blueshieldiceland/ Heimildir Njörður Sigurðsson. (2017). Blái skjöldurinn – samstarf um verndun menningarverðmæta. Bókasafnið, 41, 26. Ríkislögreglustjórinn, Lögreglustjórinn á Húsavík, Almanna- varnanefnd Þingeyinga (2013). Viðbragðsáætlun vegna jarðskjálfta í Þingeyjarsýslu : Útgáfa 1.0, 06.03.2013.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.