Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.07.2018, Qupperneq 66

Bókasafnið - 01.07.2018, Qupperneq 66
66 Bókasafnið Aðrir kostir bókameðferðar er að með því að ræða vanda- mál út frá bókum eru börnin neydd til að horfast í augu við vandann í stað þess að bæla tilfinningar sínar. Einnig þjálfast þau í að greina vandann og hvernig á að leita lausna. Með því að lesa hvað sögupersónur í svipuðum sporum hugsa og gera fá nemendur einnig tækifæri til að koma reglu á sínar eigin hugsanir. Síðast en ekki síst þá getur bókameðferð verið skemmtileg nýjung í kennslustofunni sem kennir ekki bara einhverja ákveðna færni til að takast á við vandamál heldur um leið styrkir lesskilning og eykur orðaforða barna. Um leið og nemendur uppgötva mátt bók- anna munu þeir snúa til þeirra aftur og aftur á lífsleiðinni (Prater, Johnstun, Dyches og Johnstun, 2006). Niðurstöður Í stuttu máli eru niðurstöður rannsóknarinnar þær að bóka- meðferð er ekki þekkt aðferð í grunnskólum á Íslandi og vantar almennt lýsingu á slíkri meðferð á móðurmálinu. Vandamál nemenda eru fjölbreytt og nokkuð mismunandi eftir aldursstigi og eru viðmælendur mínir sammála um að bókameðferð gæti verið áhrifarík og skemmtileg kennsluað- ferð til að takast á við vandamál í skólastofunni. Í ritgerðinni má finna leiðbeiningar til kennara og ýmsar hugmyndir hvernig skipuleggja á bókameðferð í kennslu- stofunni. Einnig var gerður bókalisti yfir barnabækur sem nýtast má þegar nota á bókameðferðir. Við gerð listans las ég hátt í 300 barna- og unglingabækur. Ég las þær þó ekki allar spjaldanna á milli. Sumar var nóg að skanna en aðrar gat ég ekki lagt frá mér án þess að lesa hvert orð og hverja línu. Þessi vinna var líka skemmtilegasti hluti ritgerðarvinnunnar og eftir allan lesturinn varð ég sannfærð um sannleiksgildi setningarinnar sem vakti athygli mína í upphafi: Books can and do make a difference! Bókalistinn sem er settur fram í ritgerðinni er alls ekki tæmandi listi yfir nothæfar barna- og unglingabækur þegar vinna á með bókameðferðir. Aftur á móti hefur slíkur listi ekki verið birtur áður og er hér því fyrsta skrefið tekið í þá átt að taka saman bækur sem snúa að ákveðnum vandamál- um. Að lokum Ég hef alltaf trúað á mátt bókarinnar til að þroska ein- staklinginn. Bækur geta hjálpað þeim sem lesa þær að flýja raunveruleikann um stund, á vit ævintýranna. Bækur hjálpa til við að auka víðsýni og þegar manni finnst maður vera fastur í erfiðleikum daglegs lífs má finna með hjálp bóka nýja sýn á vandamálin. Bókameðferð er barnvæn aðferð sem felur í sér lestur, eitt- hvað sem nemendur þekkja í öllum öðrum lærdómi. Því ætti ferlið að setja bókameðferð inn í kennsluáætlun að vera frekar eðlilegt ferli sem mun að auki samþættast lestrar- kennslu eða bókmenntum. Þó að bókameðferð geti verið tímafrek bæði í undirbúningi og kennslu þá er lærdómurinn sem henni fylgir mikilvægur. Ekki aðeins læra börnin að vinna úr sínum vandamálum heldur styrkja þau sjálfsmynd sína, tilfinningagreind og þjálfa upp ákveðna félagsfærni sem nýtist þeim ekki aðeins í skólanum heldur í öllum aðstæðum sem þau eiga eftir að upplifa að grunnskóla loknum. Heimildir Iaquinta, A. og Hipsky, S. (2006). Practical bibliotherapy strategies for the inclusive elementary classroom. Early Childhood Education Journal, 34(3), 209-213. doi:10.1007/s10643-006-0128-5 Jones, J. L. (2006). A closer look at bibliotherapy. Young Adult Library Services, 5(1), 24-27. Pardeck, J. T. (1995). Bibliotherapy: An innovative approach for help- ing children. Early Child Development and Care, 110(1), 83-88. doi:10.1080/0300443951100106 Prater, M. A., Johnstun, M. L., Dyches, T. T. og Johnstun, M. R. (2006). Using children›s books as bibliotherapy for at-risk students: A guide for teachers. Preventing School Failure, 50(4), 5-13. Stamps, L. S. (2003). Bibliotherapy: How books can help stu- dents cope with concerns and conflicts. Delta Kappa Gamma Bulletin, 70(1), 25-29. Tukhareli, N. (2011). Bibliotherapy in a library setting: Reaching out to vulnerable youth. Partnership: The Canadian Journal of Library & Information Practice & Research, 6(1), 1-18.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.