Bókasafnið - 01.07.2018, Side 67
Bókasafnið 42. árg – 2018 67
Rannsóknin sem hér er til umfj öllunar var hluti af lokaverkefni undirritaðs í opinberri stjórnsýslu við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknin
var unnin undir handleiðslu dr. Jóhönnu Gunnlaugsdóttur í
tengslum við verkefnið Valds- og lýðræðisrannsókn Félagsvís-
indasviðs Háskóla Íslands á vormisseri 2016.
Facebook er sá samfélagsmiðill sem hlotið hefur mesta út-
breiðslu á alþjóðavísu. Stjórnvöld hafa tekið samfélagsmiðilinn
í þjónustu sína með margvíslegum hætti. Við skoðun á út-
breiðslu Facebook, og þeim upplýsingum sem þar er að fi nna,
má ætla að möguleg notkun samfélagsmiðilsins við opinbert
eftirlit sé mikil.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig upplýsingar,
sem afl að var á Facebook, eru nýttar í opinberu eftirliti með
einstaklingum hér á landi. Tilgangur rannsóknar var meðal
annars. að varpa ljósi á formlega og óformlega notkun slíkra
upplýsinga og greina umfang hennar.
Við rannsóknina voru framkvæmd hálfstöðluð viðtöl við fj óra
lögmenntaða starfsmenn hjá jafnmörgum stofnunum sem
sinntu eftirliti og/eða úrskúrðarvinnu á sviði persónulegrar
hegðunar einstaklinga. Valið var kerfi sbundið (purposive
sampling) og notast var við „gervinöfn“ til þess að virða trúnað
við viðmælendur.
Þá var gerð greining á stjórnvaldsúrskurðum til að kanna
hvernig stofnanir byggðu ákvarðanir á upplýsingum sem afl að
var á Facebook. Notast var við aðferð grundaðrar kenningar
(grounded theory) við greiningu rannsóknargagnanna. Þar er
gengið út frá kerfi sbundnum viðmiðum og samanburði við
söfnun og greiningu gagna í þeim tilgangi að mynda kenn-
ingar á grundvelli þeirra.
Niðurstöður rannsóknarinnar staðfestu að upplýsingar á
Facebook eru notaðar í eftirlitsskyni með einstaklingum hér
á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu eindregið til þess
að upplýsingar sem einstaklingar birta á samfélagsmiðlum,
geti haft þýðingu fyrir úrlausn stjórnsýslumála, bæði með
beinum og óbeinum hætti.
Í ljós kom að upplýsingar sem afl að er á Facebook í tengslum
við meðferð tiltekinna mála, rata ekki nema í undantekn-
ingartilvikum í skrifl ega úrskurði. Í því sambandi bendir
ýmislegt til að notkun þess konar upplýsinga sé oftar óform-
legs eðlis og notagildi þeirra ef til vill mest í slíkri notkun. Í
slíkum tilvikum er erfi tt að skilgreina með nákvæmum hætti,
hvaða áhrif upplýsingar geta haft á úrslausn mála, þegar ekki
er á þeim byggt með formlegum hætti. Dómar og úrskurðir
geta eðli málsins samkvæmt, einungis veitt takmarkaða leið-
sögn að þessu leyti.
Eins og fram hefur komið getur
rannsókn sem þessi ekki staðfest
með óyggjandi hætti hver hin
raunverulega notkun umræddra gagna er. Þá getur rann-
sóknin ekki útskýrt nema að litlu marki, hvort og hvaða áhrif
umrædd notkun hefur á niðurstöður fl estra mála. Af þeim
vísbendingum sem fram komu var þó unnt að draga nokkrar
ályktanir.
Í fyrsta lagi er unnt að slá því föstu að upplýsingar á sam-
félagsmiðlum eru nýttar með formlegum og óformlegum
hætti í opinberri stjórnsýslu hér á landi. Allir viðmælendur
rannsóknarinnar könnuðust við að hafa nýtt upplýsingar á
Facebook í störfum sínum. Allar stofnanir höfðu á einhverj-
um tímapunkti notað upplýsingar á Facebook til að fá betri
tilfi nningu fyrir máli. Stjórnvöld höfðu enn fremur notað
slíkar upplýsingar til fyllingar og stuðnings öðrum gögnum.
Stjórnvöld hafa í ákveðnum tilvikum byrjað rannsókn eða
hafi ð stjórnsýslumál á grundvelli slíkra upplýsinga. Í sumum
tilvikum hafa stofnanir notað Facebook til að bera kennsl á
einstaklinga, afl a upplýsinga um ferðir þeirra eða til hafa upp
á fólki.
Í öðru lagi kom fram að Facebook kann að vera gagnlegt
eftirlitsúrræði fyrir sumar stofnanir, í þeim tilgangi að komast
á sporið um möguleg lögbrot. Það er mismunandi eftir stofn-
unum hversu gagnlegar slíkar upplýsingar geta verið. Virðist
notagildi upplýsinga ríkara hjá stofnunum sem þjóna skýru
eftirlitshlutverki en eiginlegum úrskurðarstofnunum.
Stærsti hluti þeirra upplýsinga sem aðgengilegar eru á Face-
book hafa notendur sjálfi r gert opinberar. Ekki er hægt að
útiloka að stór hluti þess árangurs sem næst í opinberu eft-
irliti, með öfl un upplýsinga á Facebook, megi rekja til þess að
fólk virðist ekki vera fyllilega meðvitað um tilvist hins rafræna
eftirlits. Samfélag manna hefur ekki náð að aðlagast örum
framförum á sviði upplýsingatækni. Er mögulegt að aukin
notkun upplýsinga á samfélagsmiðlum í þessu skyni, kunni að
hafa áhrif á hvernig fólk notar miðlana og hvaða upplýsing-
um fólk deilir. Væri aukin öryggishegðun einstaklinga vænt-
anlega til þess fallin að draga úr mögulegu notagildi opinbers
eftirlits á samfélagsmiðlum. Þar sem aukin vitneskja um til-
teknar eftirlitsaðferðir getur auðveldað mönnum að hylja slóð
sína. Verður látið liggja á milli hluta hvort sú þróun sé til góðs
eða ills. Þó óhætt sé að fullyrða að þær miklu framfarir sem
átt hafa sér stað á sviði upplýsingatækni á liðnum árum, muni
líklega breyta hugmyndum manna um einkalíf og einkalífs-
vernd í framtíð og til frambúðar.
Eftirlitsstarfsemi hins opinbera
– Facebook sem verkfæri til eftirlits
Sigurður G. Hafstað er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu (MPA) frá Stjórn-
málafræðideild Háskóla Íslands, meistaragráðu í lögfræði (Mag. jur) við Lagadeild Háskóla
Íslands og BA gráðu við sömu deild. Hann hefur afl að sér málfl utingsréttinda fyrir héraðs-
dómi og starfar sem löglærður fulltrúi hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.