Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 11

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 11
BREIÐFIRÐINGUR 9 Sandi voru einnig af sömu slóðum, höfðu flestir komið þangað upphaflega sem vertíðarfólk. Fjörutíu ár er liðin, síð- an ég kom á Hjallasand. Ofl hef ég rifjað upp á- hrifin af kynnum mínum af þessu þorpi, bæði þá og síðar. Ég hef leitt hug að því, hvernig það kom mér fyrir sjónir, ekki einungis landslagið og byggingarn- ar, heldur jafnframt fólk- ið, hvernig af tali þess mátti marka viðhorfin til verkefna líðandi stundar, afstöðu þess til gagn- kvæmnar hjálpar, skilning þess á sambúðarháttum. Niðurstaða mín af þeim upprifjunum hefur ætíð orðið sú sama: Þarna hilti ég fyrir fólk, sem lengst af hafði lítið átt undir sér, fólk, er hafði í fá önnur hús að venda eflir björg en út á sjóinn. Stundum hafði þessi leið lokazt, stundum hafði björgin brugðizt, og þá gerði neyð- in sig heimakomin og skammtaði kostina. Slíkt var reynd- ar ekki einsdæmi, en hvergi hér á landi hafði fólk í þétt- býli orðið að mæta ógnarkostum neyðarinnar jafnlengi og oft sem á Hjallasandi. Sagan varðveitir merkin. Jarðabók Árna Magnússonar fræðir okkur á því, að árið

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.