Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 25

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 25
„ Þegar ég stend á Krosshólaborg44 Þegar ég stend hér á Krosshólaborg og lít yfir Hvamms- fjörð og á fjallahringinn allt í kring, þá verður mér hugs- að til Auðar, sem hér stóð á undan mér — og var ef til vill formóðir okkar allra. Það er sannarlega einkennileg tilviljun, að meira en þúsund árum eftir að Auður fer frá írlandi til að setjast að á íslandi — að þá skyldi ég fara frá írlandi og setjast að í sama dalnum og Auður reisti bæ sinn í. En samt sem áður er ólíku saman að jafna. Auður var reynd og þroskuð kona, sem þekkti mikla harma í lífi sínu, faðir hennar var andaður en fallnir voru maður hennar og sonur í ófriði. Eg kom aftur á móti sem hamingjusöm, ung brúður með manni mínum og saman stofnuðum við okkar fyrsta heim- ili í Hvammi. Auður hlýtur að hafa þekkt áhyggjur og einmanaleik. Sigling hennar inn Hvammsfjörð og val hennar á Hvammi til bústaðar er að vísu æfintýraleg en um leið ólík aðkomu minni, þegar ég kom hér. Eg var boðin velkomin með söng og hlýjum handabönd- um og eftirminnilegu samsæti með kræsingum og gjöfum. A þessum fyrstu dögum mínum á Islandi gekk ég oft

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.