Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 26

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 26
24 BREIÐFIRÐINGUR hérna upp á Krosshólaborg og sat hér og horfði á síbreyti- leg fjöllin og lét hugann reika. Ætli Auður hafi ekki líka haft heimþrá til íríands? Ef til vill hefur hún fundið huga sínum svölun í fegurð- inni umhverfis sig og valið þennan stað sem hið fullkomna svið til bænahalds. Og það eigum við Auður báðar sameiginlegt að við höf- um báðar fengið okkar kristnu trú í arf frá Irlandi. Auð- ur reisti kross fyrir sitt eigið bænahald til vitnisburðar um trú sína meðal frænda sinna og fylgdarliðs. Nú er aftur kross á Krosshólum meira en þúsund árum síðar til vitnisburðar um okkar kristnu trú, sem brúar bilið milli þjóða og alda. Og ef við minnumst Krists hins kross- festa, sem þessi kross á að minna okkur á, í hvert sinn sem við eigum leið hér fram hjá, þá held ég að Auður og hennar kristna fylgdarlið megi vel við una. Janet Ingibergsson.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.