Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 32

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 32
Svona var þá á Reykhólum Eins og allir vita hefur mikil breyting orðið á atvinnu- lífi og lifnaðarháttum fólks síðasta mannsaldurinn. Ekki sízt hafa mikil og auðsæ straumhvörf orðið í sveitunum, þar sem sömu lifnaðarhættir og lífsvenjur höfðu þróast og haldizt við að mestu óbreytt kynslóð fram af kynslóð langt aftur í aldir og fléttað þá seigu rótarþræði, er bundu saman þá mold, sem allur okkar þjóðlegi menningargróð- ur er sprottinn úr. Þessum rótarfléttum er það að þakka að hér varð ekki örfoka auðn, þegar ógnarplágur elda og ísa og annarrar óáranar æddi yfir land og þjóð. Og enn eru hinir gömlu lífshættir í fersku minni þeirra, sem nú eru miðaldra og eldri, þar sem þeir ríktu lítt breyttir í byggðum landsins allt fram á fyrstu tugi þessarar aldar, eða fram að þeim þáttaskilum á okkar tímum, þegar fyrir alvöru fór að „falla út“ í sveitunum, og þungamiðja byggð- arinnar flytzt frá moldinni á mölina. Þessi þáttaskipti komu fyrst og fremst harðast niður á stærri sveitaheimilunum, stórbýlunum og höfuðbólunum. Þau höfðu jafnan þurft á miklum mannafla að halda til allrar hinnar umfangsmiklu búsýslu innanbæjar og utan. Þar var því jafnan margt vinnufærra karla og kvenna — vinnuhjúa — auk húsbænd- anna og þeirra nánasta skylduliðs. Við þennan hóp bætt- ust svo venjulega ýmsir aðrir einstaklingar og auka hjú:

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.