Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 35

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 35
BREIÐFIRÐINGUR 33 sem öll komust til fullorðinsára nema eitt, sem dó í bernsku. Nokkur börn önnur ólust þar upp að meira eða minna leyti, og áttu fósturbörn ekki minni ástúð að mæta en þeirra eigin. Vinnumenn fullfæra mun Hákon oftast hafa haft þrjá til fimm. Sjálfur var hann verkmaður góður og kunni vel til starfa bæði á landi og sjó. En sjávar- og eyja- gagn var mikið og margvíslegt á Reykhólum. Hákon bóndi var maður vel virður og vinsæll bæði á bæ og af. Auk góðra mannkosta hafði hann hlotið í vöggu- gjöf fágætar líknarhendur. Var því þráfaldlega leitað til hans, ef krankleiki var í skepnu eða ef skepna meiddist, svo að eitthvað þurfti við hana að gera. Hann var og sér- staklega laginn að hjálpa við fæðingar skepnum og kon- um — enda ,,ljósmóðir“ ekki svo fárra í sveitinni. Var ulgengt, þegar engin ljósmóðir fékkst, sem oft gat komið fyrir, að leita til Hákonar á Reykhólum, og heyrðist aldrei annars getið en að allt færi vel, þar sem hann kom nærri. Jók þetta með öðru á vinsældir hans. Það liggur í augum uppi að það var ærið starf fyrir bóndann og húsfreyjuna að hafa stjórn og umsjón á svo mannmörgu heimili, sem Reykhólar voru. I þá daga voru b'ka störfin á stóru sveitaheimili ótrúiega fjölþætt. Á vet- urna var unnið mikið að tóvinnu, prjónaskap og vefnaði, og allar íveruflíkur voru saumaðar á heimilunum svo og skófatnaður, því að „blankskó“ áttu þá tæplega aðrir en heldrafólk og fínni heimasætur, og þá aðeins til að setja upp spari. Vélakostur var þá lítill og hjálpartæki frum- stæð á nútíma mælikvarða. Þó voru þá komnar hand- snúnar saumavélar á flest heimili og prjónavélar fyrir- fundust einnig á stöku bæ. Þá voru einnig móeldavélar

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.