Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 38

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 38
36 BREIÐFIRÐINGUR kvenþjóðinni. Kom sér því vel að Arndís húsfreyja hafði mikla kunnáttu og forsjá á öllum þessum störfum og krafð- ist fyllstu vandvirkni í allri matargerð. Auk þessa alls lá einnig mikil vinna í því vor og haust að svíða öll selsviðin— fram- og afturhreyfa, dindil og skolta (gónur) — þegar þess er gætt, að á hausti hverju veiddist að jafn- aði 120—140 selir og litlu færri á vorin. Hér hefur nú lítillega verið minnst á nokkur aðal- störf þessa stóra heimilis og má fara nærri um, að hús- freyjusessinn muni hvorttveggja hafa verið ábyrgðarsess og vandsetinn. En Arndís sat hann vissulega með miklum sóma, enda átti hún í ríkum mæli þá kosti, sem til þess þurfti, svo sem ráðdeild, stjórnsemi, festu, réttsýni og vök- ula umhyggjusemi. Engin var hún málsskrafskona, en þægi- leg í viðmóti og viðræðugóð, en slúðursögum lagði hún sig lítt eftir. Enn er ógetið eins þáttar, sem einkenndi þó þetta heim- ili hvað mest, en það var hin mikla gestkoma og sú risna, sem henni fylgdi. Varla er hægt að segja, að Reykhólar liggi meir í þjóð- braut en aðrir bæir þar í sveit, en þó var sem flestar leiðir lægju að og frá Reykhólum. Þá voru samgöngur allar upp á gamla móðinn. Allt farið fótgangandi eða á hestum, nema þegar farið var á seglbátum til Breiðafjarðareyja. Þá var enginn sveitasími að taka ómak af mönnum. Ferðir og ferðalög voru því að sumu leyti hlutfallslega meiri þá en nú, þar sem segja mátti, að flest öll sín málefni og við- skipti út á við yrðu menn að inna af hendi sjálfir í eigin persónu. Þá var ekki hægt að þjóta á nokkrum mínútum í bíl milli bæja. Nei, ó nei, það sem bifreiðin fer nú á hálf-

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.