Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 40

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 40
38 breiðfirðingur Reykhólar er kirkjustaður, og í þá daga þótti það hin bezta „upplyfting“ að fara til Reykhólakirkju, enda voru helgar tíðir þá enn í nokkrum metum hjá þjóðinni. Oft var því mannmargt við Reykhólakirkju, einkum á stórhátíðum og fermingardögum. Eru mér einkum minnisstæðir ferm- ingardagarnir, sem oftast voru á hvítasunnunni. Var þá fjölmennt þangað af flestum bæjum sveitarinnar og jafn- vel lengra að — og allir ríðandi nema næstu nágrannarnir. En úti fyrir dyrum stóð húsbóndinn og fleiri úr fjölskvld- unni til að fagna gestum og leiða þá til stofu eða annarra herbergja í hænum. Þar fékk svo hver að fara úr reiðföt- um og „laga sig til“ áður en gengið var í kirkju. Óllum var veitt aðstoð og fyrirgreiðsla svo sem framast mátti — ungum sem gömlum. Þurfti þá oft að rétta fram hendi, ekki sízt þegar margt var af börnum meðal kirkjugesta, sem venjulega voru í fylgd með mæðrum sínum eða eldri systkinum. A fermingardögum þurfti einnig að búa ferm- ingarbörnin áður en þau gengu í kirkjuna. Að lokinni messu var svo öllum gestum — hverju mannsbarni — veitt kaffi með ágætu kaffibrauði. Svo sjálfsögð var þessi risna öll, að hjúin jafnt og húsbændurnir litu fastlega eftir, að enginn missti af henni. Á þessum árum, meðan ekkert almennt samkomuhús var til í sveitinni, var bóndabærinn á Reykhólum helzti sam- komustaðar fólksins. Ég hef þegar minnzt á kirkjuferðirnar, sem áreiðanlega voru mörgum hinar beztu- og einustu — skemmtiferðir, þótt að jafnaði fylgdi þeim hvorki dans né önnur tilbúin skemmtiatriði. Á veturna — einkum um jóla- leytið — kom þó ósjaldan fyrir að unga fólkið úr ná- grenninu yrði eftir að messu lokinni, — eða því var boðið

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.