Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 41

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 41
BREIÐFIRÐINGUR 39 að skreppa þangað heim (að Reykhólum) eitthvert næsta sunnudagskvöldið sér til gamans. A slíkum kvöldskemmt- unum var auðvitað hin uppvaxandi æska staÖarins lífið og sálin í öllum gleðskapnum. Enda var hún glaðsinna og frjálsmannleg í framkomu, og sá á að hún var vanari gest- um og margmenni en unglingarnir á kotbæjunum. Og svo margt var af ungu fólki á staðnum, að sæmilega var skemmtanafært af heimilisfólki einu, hvað þá ef fleiri bættust í hópinn. Oftast kunni einhver þar eða úr nágrenn- inu nokkuð til þeirrar listar að þenja dragspilið, og þá þurfti ekki heila hljómsveit til að fólk gæti skemmt sér. Dansað var í Innstu stofu. Hún var rúmbezt, og þó ekki stærri en um 6x7 álnir. Þætti það ekki stór danssalur nú. En fólki tókst furðu vel að skemmta sér og dansa, þótt húsrými væri af skornum skammti Auðvitað voru þá ein- göngu dansaðir okkar leikrænu og fjörugu gömlu dansar. Einnig var farið í ýmsa gamla, þjóðlega leiki: Jólaleik (pantleik), sótt smjör í strokk, farin pílagrímsför, o.s.frv. og leiknir ýmiss konar þegjandaleikir, þar sem þátttakend- ur urðu að framkvæma hlutverk sín -—- hver sem voru — alveg steinþegjandi. — Þá má ekki gleyma vefaraleiknum, sem var mjög fjörugur leikdans, og mun hafa flutzt hingað írá Noregi með ungmennafélagshreyfingunni í öndverðu. Leikirnir höfðu það fram yfir dansinn, að allir gátu verið nieð í þeim, einnig þeir, sem sakir kunnáttuleysis eða feimni voru utanveltu í dansinum. Oft kom fyrir — bæði í dansi og leikjum, — að þátt- takendur urðu að skipta sér í tvo hópa, og þurfti þá ann- ar hvor þeirra að einhverju leyti að leika sitt hlutverk utan dyra dansstofunnar. Var þá jafnan haldið til á Pallinum

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.