Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 42

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 42
40 BREIÐFIRÐINGUR fyrir framan stofudyrnar. Það lagði svo notalega hlýju frá stóru eldavélinni, sem stóð þar með rjúkandi súkkulaði- pottum og sjóðheitri kaffikönnu. Ég hef nú leitast við að bregða upp svipmynd af Reyk- hólaheimilinu á meðan þar var bóndabær og höfuðból á gamla, íslenzka sveitavísu. Auðvitað er myndin næsta tak- mörkuð, enda aðeins ófullkomnir minningadrættir unglings, sem þá átti heima á næsta bæ og sá höfuðbólið á hólnum blasa jafnan við augum af bæjarhlaðinu heima. Nú eru þegar liðin 46 ár síðan þau heiðurshjón — Hákon og Arndís — réðu húsum á Reykhólum og því von að margt sé þar breytt frá því sem var, eftir því sem eðlileg framvinda og nauðsyn nýs tíma helur krafizt. Nú eru víðlendu votlendisengjarnar, sem lágu á alla vegu út frá hinum stóra, ávala túnhól, orðnar að sléttum iðgrænum ný- ræktarspildum, og þar sem áður fyrirfannst aðeins einn torfþakinn bær — eða bæjarhúsaþorp — sést nú á dreif risinn tugur íbúðarhúsa af seinnitíma gerð og svipmóti. Nú situr heldur ekki lengur einn bóndi Reykhóla heldur margir ábýlismenn. Sumir þeirra eru embættismenn á rík- islaunum svo sem prestur, læknir og skólastjóri barnaskól- ans. Ennfremur er nú rekin á stórum hluta Reykhólalands ein af tilraunastöðvum landbúnaðarins með tilheyrandi húsakosti og fólkshaldi. Þó mun sanni næst, að alls yfir staðinn sé nú ekki öllu fleira fólk en áður á gamla bónda- bænum, þegar flest var. Nú eru nokkur ár liðin síðan hann var jafnaður við jörðu. En gamla timburkirkjan stendur enn í miðjum garði og heldur vörð um jarðneskar leifar gömlu Reykhólahúsbændanna og annarra genginna, þeirra,

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.